Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 25

Sameiningin - 01.01.1912, Page 25
345 lífinu í þeirri herferð, en skildi herforingja sinn Lysías eft- ir til aS bæla niör uppreisnina í Júdeu. Júdas sigraöi her hans — fjörutíu og sjö þúsundir manna — i orrustu nálægt i'.mmaus, og haföi þó miklu minna liö sjálfr og verr búiö. SítS- ar beið Lysías annan ósigr fyrir honum nálægt Betsúr, milli Hebron og Jerúsalem, og neyddist hann eftir það til að haída her sínum burt úr Gyðingalandi. Júdas hélt nú til Jerúsalem, hremsaði musterið, og var það vigt að nýju. Musterisvígslu- hátíðin, sem getið er um í nýja testamentinu, var 'árleg hátið, haidin í minning um þessa vígslu. En striðið hélt áfram. Lysías kom aftr og hafði nú tamda fí*a í her sínum. Vann hann sigr á Júdasi, og tók Jerúsaiem aítr en Júdas og menn hans héldú áfram uppreisninni. Dem- et.'íus inn fyrsti, sem kom til ríkis eftir dauða Antíokusar, sendi Níkanor nokkurn með: 'her manns móti Júdasi. En Gyð- ingar unnu sigr á Níkanor þessum. Um sömu mundir komu Rómverjar til sögunnar aftr; lýsa þeir yfir því, að Gyðingar sé bandamenn sínir, og skipa Demetríusi að hætta öllum hernaðí móti þeim. En Jtidas féll í orrustu áðr en þessi frétt barst Gyðingum til eyrna, árið 161. Jónatan bróðir hans varð þá foringi Gyðinga, og hélt þeim völdum í 18 ár. Rættist úr fyrir Gyðingum við það, að tveir menn börðust um völdin í Sýrlandi; veitti Jónatan öðrum þeirra liðsinni, og fékk sá sigr. Var Jón- atan þá launað með því, að hann var gjörðr að „sýrlenzkum prins, landshöfðingja í Júdeu. og œðsta presti". Við það urðu Gyðingar sjálfum sér ráðandi. Ætt Makkabea var við völd hjá þeim til ársins 63 f. Kr. Þá börðust brœðr tveir, Aristobúlus og Hyrkanus, um völdin. Hyrkanus fékk i lið með sér Antí- pater, landshöfðingja i Idúmeu éEdom), og Aretas, konung í Arabíu. Um þær mundir var Pompejus, herforinginn róm- ’verski, á herferð um Austrlönd. og leituðu brœðrnir báðir liðsinnis hjá honum. Pompejus skipaði þeim að sættast, en Aristobúlus hélt ófriðnum áfram. Eór þá Pompejus með her manna til Jerúsalem, tók borgina árið 63 og lagði Jjúdeu undir rómverska ríkið. Sýrland hafði áðr verið gjört að rómversku skattland'i, og varð Júdea partr af þeirri hjálendu. Nokkrum árum síðar reis upp ófriðr milli Júlíusar Sesars og Pompejusar, og veittu þeír Ilyrkanus f'sem þá var œðsti prestrj og Antípater Sesari lið. Hann launaði þeim liðveizluna með því að veita Gyðingum sér- stök réttindi um allt rómverska ríkið. Þeir Antípater og Hyrk- anus fengu báðir völd yfir Gyðingum í ómakslaun, með sínu

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.