Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1912, Page 12

Sameiningin - 01.03.1912, Page 12
8 tjaldbúðina og átrúnað Israels í sambandi við þann helgidóm. TJr efni því, sem í mesta máta er fátœklegt og nærri því einsog ekki neitt, smíða þeir söguna svo, að hún verðr einsog ný, algjörlega ólík sögunni í þessum fyrstu bókum biblíunnar. Aðhyllist maðr þennan skilning á þeim bókurn, þá verðiJ afleiðingin sú, að maðr lítr allt öðrum augum en ella á alla parta gamla testamentisins og nýja testa- mentisins. Þá er ma'ðr, til dœmis, sannfœrist um, að bæði í Dómarabókinni og hvorritveggja Samúelsbókinni er gengið að sögumáli bókanna allra þar á undan sem gefnu og fyrir liggjanda, og því með, að þau rit liafi verið alkunn í Israel frá dögum Mósesar, þá verðr hann með einhverju móti að gjöra sér grein fyrir þeim vitnis- burði. Samkvæmt kirkjulegu sögusögninni gömlu gæti þetta vel tekizt, því þar er því haldið fram, að með þessu sé einmitt sannað, áð söguefni sex bóka safnsins hafi legið fyrir mönnum á dómara-tíðinni. Talsmenn ný- mæla-kenninganna sumir neituðu. því reyndar áðr, að í Dómarabókinni og Samúelsbókunum sé gengið að ritn- ingunum þar á undan gefnum; en nú hafa þeir neyðzt til að liverfa frá þeim staðhœfingum. Nú gjöra þeir svo grein fyrir máli sínu, að Dómarabókin og Samúelsbœkrn- ar báðar lmfi oPðið til að mestu leyti á sama hátt sem bœkrnar sex þar fyrir framan, enda sé ef til vill sömu menn höfundar hvorratveggja; að undirstöðu-atriðin í seinni bókunum hafi verið sett saman úr munnmælasög- um, aðallega helgisagna-æfintýrum, og svo hafi sam- setningi þeim síðar verið breytt af öðrum mönnum og við hann aukið athugasemdum til skýringar — öðrum mönnum, sem fölsuðu sögumálið til þess að láta svo líta út sem trúarvenjur sjálfra þeirra væri frá fornöld. Eins fara þeir með allt hitt í vitnisburði þeim, sem hér er um að rœða. Þá er Konungabœkrnar vitna um tilveru lögmálsins, sem Móses-bœkr slrýra frá, og telja bað með sögunni um þartil heyrandi atburði frá tíð Mósesar, geta nýmæla-menn ekkert annað sagt en það,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.