Sameiningin - 01.03.1912, Síða 13
9
að þeir vitnisburðir sé tilbúningr ritara. Þá er það
verðr bert, að hvert um sig af ritum spámannanna gengr
að sex bóka safninu gefnu, minnist á það sem alkunnugt
og ýmsa þætti þess í fullu gildi meðal Israelsmanna á
þeim tíma, er spámaðrinn var uppi, geta nýtízkumenn
þartil engu svara.ð nema því, að spámannsrit það, sem
þá er um að rœða, hafi enn seinna verilð fœrt í letr en
liinar bœkrnar, eða að það hafi verið umstevpt og svo
aukið með skýringum, að það gæti flutt þá kenning, sem
það hefir nú inni að halda.
Tökum spádómsbók Hóseasar til dœmis. I þeirri
mynd, sem sú bók hefir, þarsem hún stendr í biblíunni,
flytr liún, að því er hún sjálf segir, ágrip af spádómum,
sem fram voru fluttir í norðrríkinu, Israelsríki, frá því
á síðustu stjórnarárum Jerobóams annars allt þartil er
Samaría var brotin niðr. Þar er talað um alla þætti
sex rita safnsins sem kunna fólkinu; og sérstaklega er
þar refsiorðum á lofti haldið útaf því, hve stórvægilega
lögmálið liafi verið brotið í helgidómunum í þeim hluta
landsins; því haldið fram, að þau tvö konungsríki eigi
að renna saman í eitt einsog áðr var undir stjórn kon-
ungs af ætt Davíðs. Um allt þetta er talað ótvíræðum
orðum og í bezta sarnrœrni, og því til stuðnings á allt
það bent, er við átti, eftir því, sem vér þekkjum til þeirr-
ar tíðar af ritningunum sjálfum eða sögulegum slcýrsl-
um Assýríumanna. Sá, sem á annaðborð trúir þessum
vitnisburði, hlýtr að liafa það fyrir satt, að ritsafn það,
sem nær yfir Móses-bœkrnar og Jósúa-bók, lrafi verið
orðið gamalt á tíð Hóseasar. Til þess að komast hjá
því að gjöra þessa ályktan segir liöfundr eins af þáttun-
um um Hóseas spámann í alfrœða-ritinu nýja, sem kennt
er við þá Schaff og Herzog (S.—H. Encyclopedia), að
þrír fyrstu kapítularnir í spádómsbók þessarri og fjöru-
tíu hundruðustu partar af hinu öllu í þeirri bók sé til-
búningr úr efni því, sem ætla megi að síðar hafi verið
bœtt við. Höfundr sá fer með bók Hóseasar nákvæm-
lega einsog liinir mennirnir, sem sömu hafa stefnuna og
ritað hafa um samskonar efni. Og engan veginn er
þetta, sem þá bók snertir, einsdœmi, heldr er það ]>vert