Sameiningin - 01.03.1912, Side 16
12
Hr. ÞÓRHALLR biskup BJARNARSON
skýrði frá því í blaði sínu frá fyrsta Júní síðastl ár, að
prestr nokkur á Þýzkalandi, Jatho að nafni, væri undir
rannsóknarrétti fyrir kenningar sínar. Blöð þau, sem
á móti presti voru, kallaði biskup rœgiblöð, og gjörði til-
raun til að sanna lesendum blaðs síns, að þau væri það.
með því að birta samtímis vitnisburð prests um trú
hans.
Svo er aftr í sama blaði, 1. Nóv. sama ár, skýrt frá
því, að prestr hafi verið dœmdr frá embætti; en að dóm-
nefndin hafi ekki annað getað gjört, af því sem á milli
fór liennar og prests. Biskup er þá kominn á annað
mál. Hann kannast við, að vitnisburðr prestsins fyrir
réttinum hafi réttlætt dóminn, og gefr með því í skyn, að
hann sjái, að vitnisburðrinn, sem hann hafði birt og ís-
lenzkir lesendr áttu eftir að dœma, hafi ekki verið á-
byggilegr, þótt hann sneiði hjá því að minnast nokkuð á
það; en getr ekki stillt sig um að minnast þess, prestin-
um til málsbóta, að því er virðist, að „margir helztu
guðfrœðingar Þýzkalands“ hafi andmælt dóminum.
Það er skringilegt þetta: „helztu guðfrœðingar
Þýzkalands!“ Það er nokkurskonar fáni þeirra trú-
frœðilegn „nýbragðinganna“ *), mannanna, sem skapi er
næst að fussa við öllu kristilega trúfrœðilegu, nema því,
sem mest er að nýja bragðið. Manni dettr ósjálfrátt í
hug til samanburðar, hvernig „srnáu biskuparnir“ og
ininniháttar frœðimennirnir á Gyðingalandi forðum
muni flúið hafa undir fald „höfuð-biskupanna“ og
frœðimeistaranna og réttlætt afstöðu sína gegn boðskap
postula Krists með því, að „helztu frœðimenn G-yðinga-
lands“ andmæltu. Þórhallr biskup og þeir, sem eru á
sama „spena“ og hann, mega því vita, að vér, sem heldr
kjósum það með „gamla bragðinu“, lútum ekki lotning-
arfyllst „lielztu guðfrœðingum Þýzkalands“, er þeir
svo kalla., eða dáleiðumst óðar og nöfnum þeirra er
*) Biskupinn sjálfr hefir gefiS tiléfni til nýgjörvingsins meS því
að tala um ,,nýja bragS“ aS prédikunum, sem honum þðttu svo lyst-
ugar og hann mælti meS svo sterklega N. S. þ.