Sameiningin - 01.03.1912, Side 20
i6
Plaintiffs’ attorneys may draw findings accordingly and order
for judgment.
Dated, this lOth day of February, A. D. 1912.
CHARLES F. TEMPLETON,
Judge.
------0------
NOKKRAR ATHUGASEMDIR,
um það, livílíkr leyndardómr er fólginn i píslarsögu drott-
ins Jesú Krists.
Eftir hr. Svein Sölvason.
Á sögu guöspjallanna sést, að Jesús gekk útá braut kvala sinna
með stilltu og hugrökku geði. Um það ber vott öll framkoma hans
og samtal við lærisveinana við kvöldmáltíðar-borðið, skilnaðar-rœð-
an, og síðast bœnin til hins himneska föður áðr en hann gekk útí
grasgarðinn. En hvað mœtir honum þar? Þegar hann að vanda
er að biðjast fyrir, rís upp í sál hans hið mesta hugarstríð, sem
nokkur maðr á þessarri jörðu hefir orðið að þola. Hví varð hann,
sem aldrei hafði syndgað, að þola þetta? Eyrir syndir vorar, mann-
anna, hlaut hann að verða fyrir þeirri raun. Þetta kvalastríð gekk
svo nærri honum, að þrisvar bað hann föður sinn himneskan vægð-
ar — föðurinn, sem hafði lagt á hann þessa kvalabyrði; en réttlæti
föðursins gagnvart syndinni var svo ákveðið, að Jesús hlaut að
tœma þennan kvalabikar í botn; einungis fékk hann engil frá himnum
sendan sér til huggunar. Hér kemr það fram, sem Hallgrímr Pétrs-
son segir í Passíusálminum einum, þegar hann er að lýsa synda-
sekt vorri samkvæmt lögmálinu:
„Óbærileg var allra sekt, eftir því drottinn gekk svo frekt,
annaðhvort skyldi uppfyllt það eða mannkynið fortapað.“
Eftir að Jesús hefir gengið gegnum sálarstríðið voðalega í
Getsemane gengr hann fram móti óvinum sínum með sinni vanalegu
stilliijg og djörfung. Sýnir hann þá, að hann hafði vald yfir óvin-
um sínum, þarsem þeir falla til jarðar frammi fyrir honnm, er hann
segir þeirn, hver hann sé. Að því búnu lofar hann þeim að hand-
taka sig. Hann áminnir svikarann vinarorðum, og bendir honum
á ódáðaverk hans; hann beiðist þess, að lærisveinunum sé leyft að
fara; hann grœðir þjóninn, sem Pétr særði; allt þetta gjörir haníi
meðj vanalegri stilling og alvöru. Úr höll œðstaprestsins talar hann
hjartamáli sínu til Pétrs með hinu guðdómlega augnatilliti sínju;
konurnar, sem grétu yfir honum á krossgöngunni, huggar hann og
áminnir; hann biðr hinn himneska föður sinn að fyrirgefa mönn-
unum blinduðu, sem kvöldu hann; hann huggar iðrandi ræningjann,
og með því að heita honurn inntöku í paradís birtist hann sem sá, er
vald hefir til að fyrirgefa syndirnar. Móður sína munaðarlausa