Sameiningin - 01.03.1912, Blaðsíða 21
17
felr hann þeim lærisveini sínum, sem hann haföi elskaí öllum heitar;
hann skyldi framvegis vera henni í sonar staö. Eftir a'ö hann hafíSi
gjört allar þessar ráSstafanir, sem sýndu, að hann var alltaf að
hugsa um andlega og líkamlega velferð mannanna, liæöi vina og
hatrsmanna sinna, tekr við fyrir honuni píslin afskaplega, sem eng-
in mannleg skynjan getr kannað eða ráSiö til fulls. Heídimmt myrkr
kemr og stendr yfir í þrjár klukkustundir. Hvernig á myrkri þvi
hafi staðið, má ráöa af hrópi Jeoú, er hann í angist dauöans kallar
upp: ,,Guð minn ! guö minn! hví hefir þú yfirgefiö mig?“ Hrópið
bendir til þess, aö hann hafi þá fundiö til einsog væri hann yfirgef-
inn af hinum himneska föður sínum, og væri aleinn, í opnum dauöa,
aö stríöa viö hin œgilegu máttarvöld myrkrsins, sem þá aö öllun*
líkindum hafa umkringt hann. En er píslarhríö þessarri létti af, og
ásjónu fööursins birtist honum aftr, kallar hann sigri hrósandi:
,,Það er fullkomnað !“ og felr svo tafarlaust fööurnum sál sína, sem
sýnir, að hann var þá að nýju kominn í sameining viö föður sinrn
á himnum.
Þegar menn aðgæta píslarsöguna nákvæmlega, hljóta menn að
játa, að þar er innifalinn sá leyndardómr, sem dauðlegum mönnum
er að mestu leyti óskiljanlegr. Pétr postuli segir, að englana fýsi
að skyggnast inní leyndardóm friöþægingarinnar (i. Pét. i, 12J. Má
af því ráða, aö postulinn hefir verið þess fullvís, að óskiljanlegr
leyndardómr væri fólginn í friðþægingarlærdóminum, sem dauölegir
menn fá ekki skilið; það er einungis fyrir trúna að sú vissa getr
fengizt, en einn þáttr í þeirri trú er ljós meðvitund um, að maðr
þurfi syndafyrirgefningar án eiginnar verðskuldanar, eingöngu af
náð drottins.
AÐ BIÐJA RÉTT.
Eftir hr. Skafta Sigvaldason.
,,Ef þér eruð í mér og mín orð eru í yðr, þá biðjið um hvað
sem þér viljið, og það mun veitast yðr“ (Joh. 15, 1).
Fyrir hvern mann er tvennt aðallega nauðsynlegt : Eyrst, að
læra að skilja boðorð Krists rétt og breyta eftir þeirr, og líka að
læra að biðja rétt. Með því móti öðlast maðr lifandi trú á Krist.
Mjög víða í bibliunni er að finna bœnir trúar og kærleika samfara
auðmýkt og sjálfsafneitun. Hjá Jóh. 15, 1-7 sýnir frelsari vor svo
greinilega sem framast er unnt afstööu mannsins við guö. Einsog
vínviðargrein getr dáið, svo enginn víngarösmaðr getr lífgað hana
við aftr, eins missir maðr þann hœfileik að auösýna kærleik þeim,
sem helzt þurfa á kærleik að halda, að eilífu. Hjá Eúk. 13, 6-9
segir frelsarinn oss frá manni, sem enga ávexti fann á fíkjutré; en
er hann vildi upphöggva tréð, bað víngarðsmaðrinn hann aö leyfa