Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1912, Page 3

Sameiningin - 01.08.1912, Page 3
163 Kirkjan yrði þá ekki lengr kirkja Jesú Krists og liefði alls engan tilveru-rétt. Ætti nú ekki að mega vona, að guðfrœðingarnir íslenzku, sem gjörzt liafa forvígismenn hinna nýju kenninga, opni augun og sjái voðann, er þeir með boðskap sínum liafa stefnt út-í, úr því mikilsvirtir og menntaðir leikmeUn þeirra megin sjá jafn-skýrt, livert liorfir, einsog öllnm verðr ljóst af vitnisburði þeirra? En svo kemr nýmælamönnum íslenzkn kirkjunnar úr annarri átt bending. Á prestastefnn Islands í Reykjavík á þessn sumri verða kenningar þeirra fyrir all-sterkum og ákveðnnm mótmælum. Stöku raddir sömu tegundar úr hópi íslenzkra presta böfðu reyndar beyrzt áðr, en aðallega böfðu klerkar Islands jafnt sem leikmenn þagað nýja boðskapinn fram-af sér; senni- lega livað lielzt fyrir þá sök, að þeir liafa kveinkað sér við að eiga vopnaskifti við einherja nýtízkunnar and- legu, sem þóttust hafa vitið allt og vísindin með sér; ef til vill einnig af því að sá, sem þar er fremstr, er maðr svo einkar vinsæil. En nú var þögnin verulega rofin. Andmælin komu frá svo mörgum á lárkjumála- fundi þessum, að sýnt var, að nýja guðfrœðin á ekki neitt líkt því öðrum eins vinsældum að fagna meðal kennimanna íslenzku kirkjunnar, einsog áðr sýndist líklegt, og liorfurnar svo, sem betr fer, að villudómr sá verði aldrei viðrkenndr af almenningi á Islandi. í þriðja lagi má eftir því taka, að andmælin gegn nýju guðfrœðinni bafa í síðustu tíð óðum farið vax- andi víðsvegar um kristnina í öðrum löndum. Stór- straums-flóð efasýki þeirrar og afneitunar, sem felst í þeim boðskap, virðist áreiðanlega tekið að bjaðna til muna, er litið er yfir beildina. Líka það — og ef til vill livað lielzt það — ætti að vera brœðrum vorum, sem gjörzt hafa talsmenn hinna nýju kenninga frammi fyr- ir íslenzkri alþýðu, livöt til þess að gæta þess vandlega, livert þeir eru að fara. Og er þeir sjá hættuna, sem þeir stefna út-í, gefi guð þeim þá bugrekki og lirein- skilni til að kannast við villu sína og taka sér framvegis •'tefnu eftir ómenguðu orði drottins.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.