Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1912, Side 38

Sameiningin - 01.08.1912, Side 38
áttu í klefanum í jörSu niöri undir Antoníu-turni. Til Til þess fullkomlega aS skilja eymd ekkjunnar gæti lesendr vandlega aS kjörum hennar hinum jarSnesku einsog þau voru áSr, og getr þeim þá ekki skjátlazt. Og því meiri sem mannelska lesanda er og viökvæmni, því meir mun hjarta hans bráðna af hluttekningarsemi. En sé lesanda þaS ekki nóg, vilji hann gjöra meira en aS hugsa til hennar með hlýrri hluttekning, vilji hann sökkva sér niðr-í sárs- auka sálar hennar, vilji hann aS minnsta kosti leitast við aS kanna það kvaladjúp, —■ þá er fyrir hann aS minnast samtals þess, er hún forSum átti viS son sinn um guS, þjóSir heimsins og hinar miklu hetjur, — minnast þess, hvernig hún þar kom fram, ýmist sem heimspekingr, ýmist sem kennari, en ávallt sem móSir. Viljir þú hitta sárasta blett á karlmanni, þá miSaSu á sjálfselsku hans. Viljir þú hitta sárasta blett á konu, þá miSaSu á kærleik hennar til annarra. Er vér nú höfum vakiS upp í huga vorum endrminn- ing hinna ógæfusömu mœSgna, einsog þær voru áSr en ógæfan dundi yfir þær, þá látum oss ganga niSr-til þeirra og sjá þær einsog þær eru nú orSnar. Klefinn VI var eins í laginu og uppdráttr Gesíusar sýnir. Hve langr og breiSr og hár hann var vitum vér ógjörla. ÞaS eitt er víst, aS hann var all-stórt gímald, mjög grófgjört hiS innra; veggir og gólf meS alla-vega sprungum, skorum og stöllum. Upphaflega var lóS sú, er hinn makedónski kastali stóS á, fráskilin Musteris-stöSvunum. ÞaS, sem skildi þær tyær lóSir, var berghamar einn mjór, en hár — ekki ólíkr fleyg í laginu. Verkamenn vildu höggva þar út her- bergi; réSust þeir svo aS norSrhliS hamarsins og brutust þar inn, en létu eftir bergiS hiS efra einsog þaS var, til þess aS úr því yrSi þak. SíSan unnu þeir sig lengra inn-í ídettinn og mynduSu klefana V, IV, III, II og I, og var engin samganga milli þeirra og klefans VI nema gegnum V. Á líkan hátt var gjörSr gangrinn og stiginn aS fang- elsinu ofan-jarSar. Þar var fariS aS nákvæmlega einsog þá er klappaSar voru í berg Konunga-grafirnar, sem enn tná sjá spölkorn fyrir norSan Jerúsalem; aSeins meS þeirri viSbót, aS þá er lokiS var hvelfingargjörSinni var meSfram ytri hliS klefans VI múraSr upp veggr úr heljar-stórum björgum. En-til þess aS loft gætj streymt inn-í klefann voru í þann vegg sett á ská þröng og djúp glugghús eSa göt, sem líktust fallbyssu-smugum síSari alda. Þá er Heródes tók undir sig MusteriS og Turninn, lét hann setja enn ramimgjörra steinlag utan-á vegg þennan og loka öfil- um opum nema einu; gat þar inn komizt ofr lítiS af *

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.