Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1912, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.08.1912, Blaðsíða 21
i8i vætti fyrir sakir Jesú Krists. Honum þakka þeir kraft þann, er þeir hafa til aS gjöra kraftaverk. 1 hans nafni skíra þeir menn til endrnýungar lífsins. f hans hendr felr Stefán píslarvottr anda sinn í dauSanum, einsog Kristr fól guöi föSur anda sinn á krossin- um. Postulunum er Jesús sannr guö, sonr guSs í sama skilningi einsog guðspjöllin skýra frá. Bréf Páls postula eru rituð um tuttugu árum eftir dauöa Krists.. Harnack, sem talinn er mestr frceöimaör um frumritin kristnu, segír safnaSa-bréfin níu engum vafa undirorpin. Þessaloníku-bréfin telr hann rituö á árunum 48 og 49 e. Kr., en hin öll á árunum 52—59 e. Kr.i) Zahn telr þau til áranna 53—63. Nú er þaS alkunnugt, aö Páll postuli dregr ekki dul á guSdóm Krists í ritum sínum, sem skoSa má sem kennslubœkr ætlaöar söfn- uðunum til óyggjandi leiðbeiningar í sönnum kristindómi. Ávallt talar Páll um Krist sem frelsara.eöa endrlausnara, sem gaf líf sitt einsog lausnargjald fyrir syndir mannanna, genginn er meS upp- risunni inn-í dýrS guSs föSur og kemr þaöan aftr viS endi veraldar til aö stofna allsherjar ríki guSs. Hann er aS dómi Páls sannr maör, fœddr og dáinn og heldr jafnvel enn í dýrSinni manndómin- um, sem hann hafSi tekiS sér. En hann er ekki einungis maSrj: Á undan. og ofar manndómi hans er guSdómr hans. Frá eilífS var hann guS, en gjöröist maSr, svo hann friSþægSi mennina viS guS. Of langt mál yrSi aö tilfœra þó ekki væri nema helztu staSina úr ritum Páls, er tvímælalaust vitna um fortilveru og eilífan guö- dóm Jesú. Skal þvi aSeins bent til nokkurra ummæla hans neöan- mais, og getr lesarinn sjálfr flett upp stöSunum i nýja testamentx sínu.2 ) Enn hefir hér ekki verið rninnzt á kenning Jóhannesar postula. Af ásettu ráSi var þaö gjört hér aS framan aS skírskota ekki til Jóhannesar guSspjalls, svo þeir, sem draga vilja ritvissu þess í efa, ekki gæti fett fingr út-í þaS, er rœSa var um vitnisburS guöspjall- anna. Hér skal nú sagt, aS sízt hefi eg þó nokkurn vafa um áreiö- anleik þess guöspjalls og þori óhræddr aö bera þaö fyrir mig sem óhrekjandi og guöinnblásinn vitnisburS um persónu frelsarans. Og þegar tillit er tekiS til þess og hinna annarra rita Jóhannesar i nýja testamentinu, verSr kenningunni um guödóm Jesú ekki hnekkt. Jó- hannes sýnir ljósar en aSrir höfundar fortilveru frelsarans; hann kenndi svö skýrt, aö Jesús hafi veriS frá eilifS og veröi til eilíföar. Allir kannast viS upphafs-orö Jóhannesar guöspjalls: ,,I upphafi var OrSiS, og OrSiS var hjá guSi, og OrSiS var guö. Allir 1) Harnack: Die Chron. der Alt. Christ. Litt. 2) Rómv. i, 3-4; R. viii, 32; R. viii, 3; 2. Kor. viii, 9; 2. Kor. iv, 4; Kol. i, 15; 1. Kor. i, 24; Kól. i, 15-17; 1. Kor. viii, 6; Filipp. ii, 5-7; 2. Kor. v, 19; Kól. ii, 9; Róm. ix, 5; 2. Kor. v. 18-19; Róm. iii, 22, 24, 25; Ef. ii, 18; Róm. v, i; Kól. ii, 17.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.