Nýi tíminn - 17.10.1946, Page 8
Ræða Áka Jakobssonar í út-
varpsumræðunum um herstöðva-
samninginn er á 2., 6. og 7. síðu.
TIMINN
Harmsaga smáríkis í viðureign
við heimsvaldasinnað stóróveldi,
birtist á 3. síðu.
Reykvíkingar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu i
á útifundinum 4. okt. 1946
i
1 sumar hefur Slýsavarnafélag íslancls unnið að því
að koma upp skipsbrotsmannaskýlum með ströndum lands-
ins, og mun því starfi vcrða haldið áfram, einkum á Horn-
ströndum, þar sem byggðin er að leggjast þar í auðn. —
Fer hér á eftir frásögn Clysavarnafólagsins af þessum
f ramkvæmdum:
Þar sem útkjálkar landsins
eru nú svo að segja að leggast
í auðn, hefur Slysavarnafélag
íslands afráðið að fjölga mjög
skipsbrotsmannaskýlunum í
kringum strendur landsins. Á
síðastliðnuári var hafin smiöi á
nýjum skipabrotsmannaskýlum
að Fossafjöru og Nýjaósi, sem
nú hafa verið útbúin að vistum
;og eru tilbúin til notkunar. Þá
var og eyðibýlið, liið forna
prestssetur að Þönglabakka í
Þorgeirsfirði tekið á leigu af
ríkinu, dubbað upp á bæjarhús-
ið, sem uppi stóð og komið þar
fyrir vistum og fatnaoi.
Nú í sumar hefur verið unnið
að því að lcoma upp nýjum vista
birgðum í Naustavík við Skjálf-
andafljót. Látrum í utanverðum
Eyjafirði og í Hvanndölum milli
Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar
er verið að láta reisa nýtt skýii.
Allir þessir staðir eru nú auöir
af fólki; bíður þar nú auðn cg
ömurleiki sjóhraktra manna ef
Slysavarnafélagið væri ekki á
verði og reyndi að bæta úr
þessu óviðunandi ástandi eftir
beztu getu. I hinni afskekktu
byggð í Héðinsfirði hefur Slysa-
varnafólagið unnið að því að
koma upp talstöð, svo að sjó-
menn er þar leita hælis í óveðr-
um geti látið vita af sér og þann
ig létt hugraun af aðstandend-
um sínum heima.
Eldur í Kaupinhafn
Framh. á 7. síðu.
minna en titillinn gefur hug-'
boð um. En hvorttveggja
þetta er í raun réttri miklu'
minna atriði þegar litið er á
allt verkið í heild sinni, og1
það skyldi hver maður geraj
sem les síðustu bókina, því
að þá en ekki fyrr verða all-j
ir megindrættir verksins 1 jós- J
ir og heildarsvipur þess rís
eins og voldugt listaverk,
sterkt og heilsteypt.
Að síðustu ein hnúta: Það
er með öllu óverjandi, þó að
slíkt sé mikill siður á landi
hér, að bók sem þessi, eftir
öndvegishöfund Islendinga,
sé send á markaðinn án þess1
að aðstandendum hennar hafi
tekizt að hafa betri hemil á
prentvillupúkanum.
Jakob Benediktsson
Deildir félagsins víðsvegar
um landið, og þá sérstaklega
kvennadeildarinnar, hafa unnið
að þes?--;m málum með ráðum
og dáð.
Þá er byggoin á Hornströnd-
um alveg að leggjast niður. Síð
ustu íbúamir frá Hornvík fluttu
þaðan í haust. Telur Slysavarna
félag Islands að þarna verði að
koma upp kerfisbundnum skips
brotsmannahælum til öryggis
á þessari hættulegu og eyðilegu
strönd, og er félagið nú að
senda þangað fatnað, ljósmeti
og vistir á þrjá staði: Fljótavík,
Hælavík og Hornvík, og mun í
vetur verða reynt að notast við
þau hús, sem þar eru fyrir, og
hafa eigendur Atlastaða í Fljóta
vík og Höfn í Hornvík góðfús-
lega veitt afnot af húsum sínum
í þessu skyni. 1 Hælavík eru rík-
isjarðir og hyggur félagið að
fá þær leigðar til þessara afnota
og jafnvel einnig ríkisjarðirnar
í Barðsvík og Smiðjuvík, en þar
em nú engin hús lengur uppi-
standandi.
, i
Ifaiidtoék fyr—
ir Jeppaeig—
eaadiir keisaÍM
m t
i
Leiðbeimngai; im við-
gerSi? ©g viðhald
. Nýlega kom í bókaverzlanir
handbók fyrir notendur jepva
bifreiða. Innihald hennar eru
leiðbeiningar um viðgerðir og
viðhald þessarar bílategund-
ar, enda heitir hún Jeppabók-
in. Er hér um að ræða þýð-
ingu á ameriskri bók, sem
jeppaverksmiðjurnar hafa
gefið út. Mun hún vera hin
fyrsta sinnar tegundar, sem
þýdd er og gefin út á Is-
lenzku.
Bókin er nákvæm lýsing á
gerð og samsetningu jepp-
anna, og fylgja 155 tölusettar
myndlr. Geta notendur bif-
reiðanna pantað varahluti eft
ir leiðbeiningum bókarinnar.
Ákveðið hefur verið, í sam-
ráði við Nýbyggingaráð og
Búnaðarfélag íslands, að
senda öllum e'gendum jeppa-
bifreiða þessa bók, en auk
þess verður hún notuð sem
kennslubók á námskeiði fyrir
jeppabílstjóra, sem hefst 20.
þ. m. á vegum h.f. Stillis, er
sér um sölu þessarar bílateg
undar hér á landi.
Útgefandi' Jeppabókarinn-
ar er Tækniútgáfan í Reykja-
vík, en þýðandi Glssur Ó. Er-
lingsson. Hafa útgefendumir
hug á að gefa út fleiri bækur
um sama efni, þar sem tekn-
ar væru til meðferðar aðrar
bílategundir. Telur þýðand-
inn þó örðugt verk að ís-
lenzíka bók sem þessa, vegna
hinna mörgu tækniyrða, og
Skal enginn dómur á það
Iagður hér, hvemig honum
hefur tekizt það verk.
Fyrir rúmu ári minntist þjóðin þess skálds sem hafði verið
íslenzkri alþýðu hjartfólgnast allra skálda í rúma öld. Hans
var minnzt með mikilli viðhöfn, cins og bezt hæfði þeim
sessi sem ljóð hans hafa hlotið í huga íslendinga, en af slíkri
viohöfn hafði hann sjálfur haft minnst kynni meðan hann
lifði. Það er ekkert efamál að vanmat íslenzkrar höfðingja-
stéttar á hæfileikum hans leiddi hann í gröfina langt fyrir
aldur -fram. Meðan hann vann að náttúrufræðirannsóknum
sínum og orti fegurstu ljóð sín átti hann við mjög kröpp
kjör að búa. Vetur eftir vetur svalt hann heilu hungri, var
klæðlítill og hrjáður, heilsuveill af vosbúð og illu atlæti Von-
ir hans um athafnamöguleika brugðust ýmist eða rættust
óverulega. I basli sínu gerðist hann drykkfelldur, og íslenzk-
ir fyrirmenn litu á hann sem óme nni og ræfil. Örlög Jónasar
Hallgrímssonar og dauði hans er liarmleikur; þessi ástmög-
ur íslenzkrar alþýðu var hrjáður í hel af samtíð sinni.
„Og þó —. Sú böðulshönd, sem höggið greiðir,
hún hæfir aldrei það, sem mest er vert,
því hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leiðir,
hve lengi og mjög sem á þess hlut er gert.“
Jónas IJallgrímsson hefur leitt líf sitt til sigurs Játinn.
Ekkert skáld íslenzkt er jafn lifandi og hann enn þann dag
í dag; hann er snar þáttur þessarar þjóðar.
En það er gömul saga, að ef viðnámsöflunum í þjóðfél.
rnistakast böðulsverk sín, þá grípa þau til nýrra ráða. Þá
taka þau þann kost að hampa þeim mest sem þau óvirtu fyrr
reyna með því að slæva vopn hans, gera hann að f jarrænum
dýrlingi í stað þátttakanda i atburðum líðandi stundar,
reyna að beita minningu hans til ofsóknar við önnur skáld.
Óhrjálegt dæmi um slíkt eru aðferoir Jónasar Jónssonar. Ár
um saman hefur hann ofsótt íslenzk skáld, beitt þau fjár-
hagslegri kúgun, svívirt þau í ræðu og riti. Á sama tíma
hefur hann þótzt vera forsvarsmaður látinna stórskálda,
þótt hann væri reyndar að leika sama leikinn og þeir sem
ofsóttu Bólu-Hjálmar, óvirtu Jónas Hallgrímsson og
drápu Sigurð Breiðfjörð úr hungri. Loddaraleikur
hans með jarðneskar leifar Einars Benediktssonar er al-
þjóð rninnisstæður. En því má eltki gleyma að Jónas Jóns-
son er ekki einn um þennan leik, íslenzk yfirstétt er honum
fylgispök og samvirk.
*
Fyrir skömmu ætlaði íslenzk yfirstétt að taka upp lodd-
araleik sinn að nýju. Maður var sendur til Kaupmanna-
hafnar til að grafa rotnuð bein Jónasar Hallgrímssonar
upp úr fátækrakirkjugarðinum, þar sem þau höfðu hvílt í
rúma öld, en síðan átti að urða þau í einkakirkjugarði Jón-
asar JónssOnar á Þingvöllum. Þar ætlaði íslenzk yfirstétt
að safnast saman til ,,virðingar“ við það skáld sem stétt-
arbræður þeirra höfðu hrjáð til dauða fyrir rúmri öld.
Þar ætluðu hinir 32 að halda grátklökkar ræður um ágæti
íslenzkrar menningar yfir beinum fyrsta söngvara ís-
lenzkrar sjálfstæðisbaráttu. En loddaraleikurinn mistókst
fyrir tilstilli geðbilaðs manns og varð að einu því ógeð-
felldasta hneyksli sem yfir þessa þjóð hefur dunið. Og
það er ekki hinn geðbilaði maður sem hneykslið hefur
framið heldur þeir fulltrúar siðlausrar, menningarsnauðr-
ar yfirstéttar sem ætluðu að nota látið þjóðskáld sér til
*' •
upphefðar.
★
Hæddur, hrakinn og smáður af yfirstétt landsins orti
Jónas Hallgrímsson ódauðleg ljóð handa íslenzkri alþýðu.
Rúmum hundrað árum eftir lát hans er grafarró hans
raskað af samskonar yfirstétt og ofsótti hann og reynt að
nota bein hans til pólitískra bellibragða. Mál er að slíkum
fólskuverkum linni.