Nýi tíminn - 15.01.1947, Qupperneq 8
Sjómaður skrifar um „kjörin
sem íslenzkri sjómannastétt eru
boðin enn í dag“ á 2. síðu
Blek og bloð, seinni hluti
greinar eftir Ilja, Erénborg, er
á 5. síðu
Gamlárskvöld var æði róstusamt
á Skagastrond
Ileiftorleg glagsmál og
glaiftnaleg iifteúferð sprengna
Gamlárskvöld var æði róstusamt á Skagaströnd. Slags
mál voru þar heiftarleg, hættulegum sprengjum víða varp-
að og munaði minnstu að af hlytizt eldsvoðar. Sýslumaður-
inn í Húnavatnssýslu hefur yfirheyrt 20—30 manns í sam-
bandi við þessa atburði, en rannsókn á þeim er samt enn
ekki lokið.
Óspektir þessar hófust um
kl. hálf tólf á samkomu, sem
haldin var í skála nokkrum,
er notaður hefur verið sem
matsalur verksmiðjufólks. —
Um 40 manns höfðu setið
þarna að kaffidrykkju og
hugðust fara að stíga dans.
þegar sprengju var varpað
inn í salinn og sprakk hún
þar með þeim afleiðingum að
eldur kviknaði samstundis.
Fljótlega tókst þó að slökkva
eldinn, og ekkert af fólkinu
varð fyrir meiðslum af
sprengingunni-
En þetta var aðeins tiltölu
Iega saklaus forleikur að
þeim atburðum, sem áttu eft-
ir að gerast þarna á samkom-
unni. Hópur óróaseggja, sem
fyrr um kvöldið hafði gert
sér það til gamans, að brjóta
allar perur í götuljósum
þorpsins, svo að aldimmt
varð í því, ruddist inn í sam-
komusalinn og gáfu þessir
náungar sig óðara að því að
berja á karlmönnum þeim,
sem þar voru fyrir. For-
sprakkar þessa flokks eru
nafngreindir af sýlumannin-
um og heita þeir Guðmundnr
Karlsson (frá Suðurnesjum)
og Birgir Árnason (úr Húna-
vatnssýslu). Upphófust nú
slagsmál mikil þarna í saln-
um, og fengu margir við þau
slæmar skrámur 1 andlit, en
2 menn voru slegnir 1 rot, og
var annar þeirra meðvitundar
laus í hálfa klukkustund. —
Tvö rifbein í sama manni
munu hafa brákazt nokkuð.
Þeir, sem urðu fyrir rot-
höggum, heita Högni Sigurðs
son og Þórður Jónsson, sá síð
arnefndi rifbeinsbrotnaði- —
Þórður átti einkum í höggi
við Guðmund Karlsson og
segja sjónarvottar, að Þórð-
ur hafi tvívegis komið mót-
stöðumanni sínum undir, en
slagsmálahetjan Guðmundur
tnaut í bæði skiptin aðstoðar
félaga sinna til að ná aftur
góðri vígstöðu.
Þá segir sýslumaður einnig
frá því, að sprengju hafi ver
ið varpað inn í Ijósastöð síld
arverksmiðjanna á Skaga-
strönd þetta sama kvöld, og
við það kviknað eldur, sem
bráðlega tókst þó að slökkva.
Ekki hefur enn hafzt upp á
manni þeim, sem þessari
sprengju varpaði.
Stoínar Wallace nýjan flokk
Telur siuðnmg Bandaríkjanna við afturhaldsstjórnir
og útgjöld til hernaðar vera ógnun
I fyrstu greininni sem Henry A. Wallace skrifaði sem rit-
stjóri liins frjáislynda vikurits: New Republic, segir hann að
meginverkefni framfarasinnaðra manna í Bandaríkjuijum só
að endurskapa Demókrataflokkinn, og sagði jafnframt: „verði
ekki hægt að breyta Demokrataflokknum verðura við að grípa
íil annarra ráða“.
Tímarit þetta hyggst Wall-
ace að nota sem tæki í bar-
áttunni fyrir friði ,,byggðum
á samstillingu allra krafta til
að útrýma fáfræði og skorti
úr heiminum.“ Áðurnefnd
ritstjómargrein, undir fyrir-
sögninni: Atvinna — friður
— frelsi, tók 5 blaðsíður og
kom út 16. des. s.l.
í grein sinni hvetur Wall-
ace Bandaríkin til að stöðva
hinn hættulega undirbúning
styrjaldar,“ og talar um
stuðning Bandaríkjanna við
„spilltar og ólýðræðislegar
ríkisstjórnir og útgjöld til
vopnaframleiðslu sem ógn-
un.“
í sambandsmálum er stefna
hans að berjast gegn krepp-
unni sem Repúblikanaflokk-
urinn er að leiða yfir þjóð-
ina, bæta úr húsnæðisvand-
ræðunum, koma á endunbót-
um í heilbrigðismálum al-
mennings og lækka vöruverð
ið með því að brjóta vald
hringanna eða að ríkið taki
að sér að starfrækja og full-
nýta meginiðngreinarnar
sem vanreknar eru. (ALN).
Búnaðar-
Þrátt fyrir heimsstyrjaldir gegn kynþáttaofstæki og yfirdrottn-
unarstefnu, er ameríski fasisminn ennþá í blóma. Jafnvel í Norð
urríkjunum kemur það fyrir, að negrar verða fyrir árásum og
eru grýttir. Hér á myndinni sjást tveir hvítir menn vera að
bjarga svertingja frá því að verða blóðugt fómarlamb hinna
sömu kynþáttaofsókna sem Ameríkumenn m. a. börðust gegn
í Evrópu. (Sjá grein á 3. síðu).
Veríiir við Faxaflóa
Frumvarp um að ríkið byggi verbúðir við Faxaflóa
flutt að tilhlutan Áka Jakobssonar
atvinnumálaráðherra
Sjávarútvegsnefnd neðri deild-*
ar flytur; samkvæmt tilmælum
atvinnumálaráðherra, frumvarp
til laga um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til þess að koma upp
verbúðum við Faxaflóa. — Frum
varpið er svohljóðandi:
1. gr. Riíkisstjórninni er heim-
ilt að láta reisa verbúðir fyrir
fiskibóta utan af landi í þeim ver
stöðvum við Faxaflóa, þar sem
hafnarskilyrði eru fyrir hendi.
Ennfremur er ríkisstjórninni
heimilt að taka leigunámi hús-
pláss í þessu skyni og útbúa það
til notkunar.
2. gr. Hafa skal samráð og
samvinnu við hlutaðeigandi bæj
Millilanda-
ferðir Flug-
félagsins
í þessum mánuði heldur Flug-
félag íslands uppi einni ferð
vikulega til Kaupmannahafnar,
með viðkomu í Prestwick, og
ennfremur einni ferð vikulega
til Prestwick.
Til Kaupmannahafnar eru ferð
irnar héðan á miðvikudögum,
gist í Prestwick og komið til
Kaupmannahafnar á fimmtudög-
Framh. á 6. síðu
banki íslands
Efnahagsyfirlit bankans 1
jan- .1947. er nýkomið út. . ;
Skuldlaus eign allra deilda
bankans hefur aukizt á árinu
og er nú orðin nærri fimmtán
Skuldlaus
sparisjóðsdeildarinnar
hefur aukizt um ca. 880 þús.
kr., en auk þess hefur verið
fært á fyrningarsjóð fast-
kr. 300 þús. og
á afskriftareikning 160 þús-
und kr,-
Útlán allra deilda bankans
hafa á árinu aukizt um
nærri 5 millj. og 420 þús. kr-
og verðbréfaeign um ca. 3
og 400 þús. kr., en
bankainnstæða og peningar í
minnkað um 7 millj. og
þús. kr-
Innstæðufé í sparisjóði og
á skírteinum hefur vaxið um
eina millj- og 400 þús. kr., en
innstæður í hlaupareikningi
og á reikningslánum hafa
minnkað um 2 millj. og 100
þús. kr.
Hagur bankans hefur farið
sífellt batnandi hin síðustu
ár, allt frá því að hann flutti
í miðbæinn. Bankinn á nú
hús í smíðum upp á sex hæð
ir í Austurstræti. Húsið er
komið undir þak og byrjað á
innréttingum og gert ráð fyr-
ir að hægt verði að flytja
starfsemi bankans þangað
seint á þessu ári-
Á tveim síðustu árum hef-
ur bankinn lagt í sjóð til þess
arar byggingar, og nemur
sjóðurinn nú 600 þús. kr.
Nýr bátur
Brintiftes
Fyrir jólin kom nýr bátur
til Patreksfjaröar frá Dan-
mörk. Heitir hann Brimnes
og er eign Vestumess h- f-
Báturinn var 8 sólanhringa
á leiðinni, fékk vont veður
alla leiðina. Skipstjóri var
Helgi Guðmundsson og lætur
hann hið bezta af bátnum.
Báturinn er 38 smál.
Bæjaístjora Akraness skorar á
Alþingi að samþykkja
írumvarpið um aðstoð ríhisins við byggingar
bæja- og sveitafélaga
Bæjarstjóm Akraness samþykkti á fimdi sínum 2. þ.
m. áskorim til Alþingis um að lögfesta fmmvarp Sigfúsar
Sigurhjartarsonar um aðstoð rfldsins við opinberar bygg-
ingar bæja- og sveitafélaga.
Flutningsmaður tillögunnar var Axel Eyjólfsson vara-
bæjarfulltrúi Sósíabstaflokksins.
ar- eða sveitarstjórn um tilhög-
un og framkvæmd verksins svo
og um þátttöku í kostnaði við
framkvæmdir.
Skorist bæjar- eða sveitar-
stjórn undan því að taka þátt í
kostnaði við að koma upp ver-
búðum þessum, er ríkisstjórn-
inni heimilt að reisa þær að öllu
á kostnað ríkissjóðs, en hlutað-
eigandi bæjar- eða sveitarstjórn
skal endurgreiða ríkissjóði hluta
af kostnaðinum í þeim hlutföll-
um, sem ákveðið er í 2. gr. laga
nr. 29 23. april 1946, sé ekki um
algerar bráðabirgðaverbúðir að
ræða.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
Á sama bæjarstjórnarfundi
var samþykkt að á sumri
komanda skuli steypa Hafnar
götuna frá hafnargarði að
Suðurgötu. Ennfremur sam-
þykkti fundurinn að Skírnis-
gata, sem framvegis á að
heita Skólabraut, verði einn-
ig malbikuð.
Fréttaritari.