Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 6
6)----NÝI TtMINN-----Fimmtudagur 14. maí 1953
NÝI TÍMINN
Ctgefandi. Samehilnparfloltkur alþýdu — SÓBÍalisteflokkurimi.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson
Á skriftargjald er 25 krónur á ári.
Oreinar i blaðíð sendíst til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla
Nýja tímans, Skóiavörðustíg 19, Reykjavík
af#reiðs)>» og auglýsingaskrifatofa Skólav.at. 19. Simi 7500.
PrentsmiBja Þjóðviljana h.f.
Hvsð bíður laBidbýnaðarins?
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Framsóknar-
flokkurinn telur sig sérstaklega til þess kjörínn að vera
fulltrúa bænda og landbúnaðarins á sviði löggjafarstarfs og
stjórnarathafna. Hefur Framsökn haldið þessari kenningu
áratugum saman að bændum.
Jafnframt því sem forkólfar Framsóknar hafa haldið þess-
um áróðri af rr.ikilli ákefð að 'bændastéttinni hafa þeir reynt
að rækta með henni hatur og óvildarhug til þess fólks sem
býr í kaupstöðuim og kauptúnum landsins. Sérstaka áherzlu
hefur Framsóknarflokkurinn lagt á að rógbera verkalýðs-
stéttina og sarrtök hennar og telja bændum trú um að þar
ættu 'þeir sínum hættulegasta óvini að mæta. Hefur þessi
rógstarfsemi Framsóknar einkum færzt í aukana síðustu ár-
in. Kunna að vera á því eðlilegar skýringar, því einmitt á
seinni árum hefur Framsóknarflokkurinn verið í hvað inni-
legastri samvinnu við auðstéttaröfl kaupstaðanna, þau öfl
sem eru uppistaða Sjálfstæðisflokksins og ráða stefnu hans
í þjóðmálum. Með þessu hefur Framsókn viljað sætta bænd-
ur við samvinnuna við Sjálfstæðisflokkinn, sarr.eiginlega
braskstarfsemi Björns Ólafssonar og Vilhjálms Þór og yfir
höfuð alla þjónustu flokksforingjanna við það auðvald sem
Framsókn skar iupp herör gegn í sveitum landsins á árdög-
urr« flokksstarfsemi sinnar.
En hvað hefur svo þjónusta Framsóknar við auðstéttar-
öflin og fjandskapur hennar gegn alþýðu bæjanna fært
bændastéttinni og landbúnaðinum? Hefur hlutur hans verið
bættur og er nú bjartara framundan fyrir bændur landsins
en áður fyrir tilverknað sameiginlegrar stjórnarstefnu þess-
ara tveggja flokka, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks?
Vissulega ekki. Árásir stjórnarflokkanna á lífskjör verka-
lýðsins og alþýðunnar við sjávarsíðuna, sem Frarr.sókn hæl-
ir sér af að hafa haft sérstaka forustu um, sbr. yfirlitsræður
forkólfanna á nýafstöðnu flokksþingi ogræðu Eysteins Jóns-
sonar á Framsóknarfundi í Breiðfirðingabúð fyrir skömmu
og birt var í Tímanum nýlega, hafa jafnframt komið hart
niður á landbúnaðinum í minnkandi sölu framleiðsluvara
iians. Hefur að vísu margsinnis verið bent á þessa staðreynd
hér í blaðinu og af sósíalisbum utan þings og innan þegar
þessi rrál hafa borið á góma, en lærdómsríkasta viðurkenn-
ingu á þessu gaf Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda, í erindi er hann flutti í síðustu
bændaviku Búnaðarfélags íslands um afurðasölumál land-
búnaðarins, en þar segir m. a. svo urn þetta efni:
„Skyrsalan jókst um 117 lestir á árinu (þ.e. 1952). Osta-
gcrðin um 2,5 lestir. Þessi aukning á skyr- og ostasölunni
orsalcast þó fyrst og fremst af þvi, að mjólkursamlögm
tóku upp heimsendingu varalina á árínu og heimsent
skyr og ostar eru í skýrslum samlaganna tahð með sem
seld vara.ÍC
Frarrkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda gerir hér þá
athyglisverðu játningu að kjararýrnun verkalýðsins og laun-
þeganna hafi haft þær óhjákvæmilegu afleiðingar að
bændur fá nú vörur sínar sendar heim aftur í stað and-
virðis þeirra. Eru þændur rr eð þessu sviptir því mikilsverða
öryggi sem fól^ 1 verðgrundvelli samkomulagsins sem gert
var á sínum tírna milli þeirra og ailþýðusamtakanna, sex
manna nefndar samkomulaginu svonefnda. En höfuðskilyrði
þess að það veitti bændum rrannsæmandi afkomu var það
að hægt væri að gera framleiðslu búanna að söluvöru á
markaðinum í bæjum landsins.
Þannig kernur það æ skýrar í ljós að hagsmunir bændanna
og verkalýðsins fara í meginatriðum safnan eins og Sósíal-
istaflokkurinn hefur jafnan haldið fram. Fyrirsjáanleg
hrörnun í íslenzkum landbúnaði, að óbreyttri stefnu í þess-
um. málum, er verik stjórnarflokkanna beggja og þá ekki
sízt Framsóknarflokksins, sem hafði fomstu um gengis-
lækkunina og þær árási-r á lífskjör alþýðunnar sem fylgt
hafa í kjölfar hennar. Það er þannig sök Framsóknar að
íslenzkur landbúnaður býr nú við óvissa framtíð og ótrygg-
ari aikoonu en áður; mættu bændur gjarna minnast þess
á viðeigandi hátt í þeirri kosningabaráttu sem nú er hafin
vegna Alþingiskosninganna í sumar.
Hér er ein af flugvélumim sem fl'uttu fyrstu hernámsmennina til íslauds fyrir réttum
tveiinur árum. Sama dag kom miðstjórn Sósíalistaflokksins saman og sendi frá sér ávarp,
Jiar sem flutt voru mótmæli þjóðarinnar og mörkuð leið hennar í liinni nýju þjóðfrelsisbar-
áttu. ATýi tíminn birtir þetta ávarp á ’ný, á tveggja ára afmæli hernámsins; það á enn sitt.
brýna erindi til þjóðarinnar
Ávarp Sósíalistaflokksins
gegn hernámi Islands
Ríldsstjórrt íslands hefur með ,,samningi“ við
Bandaríki Norður-Ameríku ikallað ameriskan
her inn í land vort og tryggt honum her-
stöðvar þær, er ameríska auðvaldið heimtaði
af Islendingum 1. október 1945 til 99 ára og
íslendingar neituðu þá um.
Samningsgerð þessi er brot á Iögum og stjórn-
arskrá íslenzka lýðveldisins. Samkvæmt
lögum skal leggja öll mikilvæg utanrikismál
fyrir utanrikismálanefnd. Samkvæmt stjóro-
arskránni, 21. gr., þarf samþykkis Alþjngis
við til að leggja slíkar kvaðir á land og þjóð,
scm í þessum samningi felast.. Samningur
þessi er því hvorki löglega né siðferðilega
skuldbindandi fyrir þjóð vora. Hann er einka
sumningur spilltustu höfðingja landsins við
framandi hervald, gerður á þeirra persónu-
legu ábyrgð.
Tilgangur þessa sanuiLngs af hálfu hins ame-
ríska auðvalds er að ieggja land vort undir
sig til langlrama og geta notað það sem her-
stöð tii árása á meginland Evrópu. Tilgang-
ur hinnar spilltu höfðingjakliku lands vors
með því að fá herinn inn í landið er að geta
notað hann gegn íslenzku þjpðinni, — ef
vaJdhal'aruir álíta auði sínum eða völdum
liættu búna.
Afleiðing þessa samnings getur á friðartímum
orðið glötun frelsis vors, sjálfstæðis og þjóð-
ernis, en á ófriðartímum kallar samningúr
þessi yfir landið hörmungar hernaðarað-
gerða, eyðileggingu flestra efnahagsverð-
mæta og ófyrirsjáanlegt manntjón og gæti
leitt til eyðingar lands og þjóðar, — allt á
ábyrgð þeirra manna, er nú að þjóðinni
fornspurðri hafa tekið örlagaríkustu ákvarð-
anir í sögu hentiar.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna gerir þennan samn-
iug við ríkisstjóm, sem hún hefur gert sér
handgengna og háða með fjárgjöfum, er
skipta hundruðum milljóna króna. Slíkir
ráðherrar eru þess ekki umkomnir að geta
komið fram sem sjálfstæðir aðiljar fyrir Is-
lands hönd.
Þingmenn stjórnarílokkanna og Alþýðuflokks-
ins eru kallaðir til Reykjavikur, til þess að
gjalda jáyrði við þeim staðreyndimi, sem
gerðar eru. Samtímis eru bandarísk herskip
að ósk Bjama Benediktssonar utanríkisráð-
herra látin liggja í Reykjavikurhöfn og ame-
rískir hermenn liafðir í landi, eftir fyrir-
mynd Hendriks Bjelke höfuðsmanns við
undirskrift Kópavogsskuldbindingarinnar.
Þó mun það hemám hugans, sem forheimsk'-
unarmálgögnin hafa framið, hafa nægt til
þess að tryggja samþykki þingmanna Mars-
hall-flok’íanna, án þess að benda þyrfti þeim
á byssustingina. Ein aðferðin er jafn tákn-
ræn fyrir ofbeldi ameríska auðvaldsiiis við
Island og undirlægjuhátt keyptra þýja þóss.
1 nafni ísienzbu þjóðarinnar álcæruin vér rík-
isstjórn Bandaríkja Norðnr-.4meríku fyrir a£
hafa sent i’opnaðan hcr inn í friðsamt land,
fyrir að níðast á fámennri varnariausri þjóð,
til þess að ná landi hennar sem herstöð. Þa<T
dreg'ur ekki úr sök baudaríska auðvaldsins„
á þessu níðingsverki gagnvart Islandi, þótt
auðvald Ameríku hafi náð slíkum tökum á
valdhöfum Iands vors með f járgjöfum, blekk-
ingum og grýlusögum, að það hafi getað lát-
ið þá undirskrifa fjrirskipanir hias ameríska
hcri'alds og traðka á lögum og stjómarskrá
landsins.
Framkoma rikisstjórnar Bandarikjanna gagn-
vart þjóð vorri, frá því árið 1941, hefur ver-
ið óslitin röð ofbeldis og svilia á gefnum.
loforðum eða samningum.
25. júní 1941 er ríkisstjóm Islands kúguð til
l>ess með 24 klukkutíma úrslitákostum að af-
henda Bandaríkjunum Island til hersetu.
Að stríði loknu reynir Bandaríkjastjórn 1.
október 1945 að kúga íslendinga, meðan hún
enn hefur her i landinu, til þess að afhenda
þrjá staði á landinu undir hennar yfirráð í
99 ár sem herstöðvar.
Þegar Islendingar neita þessum yfirgangi, rýf-
ur Bandaríkjastjórn samninga sína og neit-
ar að fara burt með her sinn af landinu,
nema Keflavíkursamningurinn sé gerður.
Eftir að Keflavíkursamningurinn er gerður 5.
október 1946, taka Bandaríkin til að brjóta
hann, hrifsa undir sig öll yfirráð á vell-
inum og svíkjast um að greioa Islandi hundr-
uð milljóna í tolla og skatta, sem þeim ber.
Þannig hefur amerískt auðvald ár frá ári aukið
ágang sinn, eftir að undan því var látið 5.
október 1946, unz nú er svo komið ,að
Bí.ndarikin sölsa undir sig yfirráð islenzkra
atvinnumála, heimta að ráða kaupgjaldi ís-
lendinga, banna að Alþingi samþvkki lög
um hagsmuni landsmanna, •— og knýja nú
loks fram afhendingu landsins sem opinberr-
ar herstöovar.
Amerískir auðdrottnar hafa þannig með flátt-
sliap og ofbeldi unnið að því á undanförnuni
áratug að leggja undir sig land vort í áföng-
um. Þeir hafa notið til þess aðstooar spillt-
ustu Valdhala landsins, svo sem Hákon gamli
gerði forðum dagn, er hann \ élaði af oss
frelsi vort.
En hvemig sem réttindum vorum er rænt og
vahli þ.ióðariunar yftr Iandiuu hnekkt, þá
mun þjóð vor aldrel vlðurkénna það réttar-
rán, aldrei lúta þvf framandi valdi, sem nú
er að sölsa Island undir sig.
ISLENDINGAR!
örlagarikustu atburðir í sögu þjóðar vorrar
kalln oss til varðstöðu um málstað lancls
vors.
Hernám það, senv ameríska auðvaldið hcfur nú
framið, á að þess hyggju að íería laug-
vaTandi eg lciða til t’ulíkomimiar undirokun-
ar vor íslendinga undir Bandaríidn.
Mætið þessu hernámi með þeirri mótspyrnu
einni, sem yér fámennir og copnlausir, írið-
samir og frelsisunnandi, getum veitt.
IAtið ekki æðrast, þótt ofbeldi sé þeitt og látið
Framhald á 11. síðu.