Prentarinn - 01.01.1970, Side 4
PRENTARINN
Blað Hins islenzka prentarafélags
48. árgangur
1.—4. tölublað 1970
Ritstjórar:
Guðjón Sveinbjörnsson
Hauhur Már Haraldsson
Prentsmiðjan Hólar hf.
Efnisyfirliti
Dagur í Salford . 2
Jón Þórðarson áttræður . 5
Kári Sigurjónsson . 6
Útbreiðsla prentlistarinnar . 7
Atvinnuöryggi . 11
Blöðin og sjónvarpið . 12
Styrkir sera iðnaðarmenn hagnýta sér
ekki sem skyldi . 13
Frá liðnum dögum . 14
Nokkrar bækur og tímarit um prentverk . 16
Forsíðan: Letur teiknað a£ Eric Mourier.
Sjá 16. síðu
Miðvikudagurinn 21. febrúar var fyrsti dagurinn,
sem þær brugðust mér báðar; og þegar sízt skyldi.
Vekjaraklukkan sagði stopp — þ. e. a. s. hún þagði
raunar, — og hótelstýran ákvað einmitt þennan dag
að treysta á það kraftaverk, að ég vaknaði án utan-
aðkomandi aðstoðar. Einstök bjartsýnismanneskja!
I stuttu máli: ég svaf yfir mig.
Þegar ég hafði loks spænt í mig morgunbeikonið
og grcipfrúttkokteilinn voru ckki nema tuttugu
mínútur þar til ég átti að vera mættur á Viktóríu-
járnbrautarstöðina. Og þrátt fyrir þá staðreynd, að
neðanjarðarjárnbrautarkerfið í London er hið full-
koinnasta sinnar tegundar í heimi hér, þarf maður
samt sinn tima til að komast á ákvörðunarstað, ekki
sízt, þegar maður þarf að skipta þrisvar um lest á
leiðinni, eins og tilfellið var hjá mér í þetta sinn.
Þegar ég að lokuni komst á Viktóríustöðina var ekki
nema rúm minúta til brottfarartíma lestarinnar til
Salford. í Salford eru Bretlandsverksmiðjur Mono-
type og þangað var ferð minni heitið, í boði fyrir-
tækisins. Skólastjóri Monotypeskólans í London
hafði daginn áður afhent mér resept upp á eitt
stykki farseðil, annað farrými, á leiðinni London —
Salford via Redhill, og átti ég að framvísa því í
miðasölunni. Að sjálfsögðu þurfti að vera biðröð
við miðasöluna og það stóðst á endum, að ég var
kominn að söluopinu, þegar lestin fór — án mín.
Úr þessu leystist þó betur en á horfðist. Mér var
vísað á aðra lest, sem ég gat tekið og náð með þvi
til Salford, með lestarskiptum á miðri leið — í ein-
hverju þorpi, sem ég man ekki lengur hvað heitir
og sá reyndar ekkert a£ nema brautarpallinn og
litla brautarkrá, sem ekki var hægt að fá keyptan
bjór í á þessum tíma. Hins vegar gat ég fengið kaffi
og fékk ntér það, sem aldrei skildi verið hafa. Þeg-
ar frá er skilið te og bjór cr hæfileiki Englendinga
til lögunar drykkja til hversdagsneyzlu nrjög tak-
markaður. Þeir hafa t. d. einstakan hæfileika til að
gera kaffi ódrekkandi. Þannig hef ég harla góða
ástæðu til að muna ekki nafn þessa biðstaðar míns.
2
PRENTARINN