Prentarinn - 01.01.1970, Page 6

Prentarinn - 01.01.1970, Page 6
Staersta deildin þarna er samsetningardeildin. Þar stóðu menn i röðum við borð og skrúfuðu skrúfur og settu á takka. Heldur virtist mér þetta einhæft starf og minntist ósjálfrátt Nútíma Chaplíns. Ég spurði því leiðsögumanninn, hvort ekki væri hætta á, að menn fengju alls kyns komplexa og annarlega kæki, af svona starfi. Hann kvað harla litlar lík- ur til þess. Menn væru reglubundið fluttir milli deilda til fjölbrevtniaukningar og því lítil hætta á andlegum stíflum. Mikið var um unga menn, suma vel síðhærða, í ölium deildum og var mér sagt, að í mörgum til- fellum væri um „erfðir" að ræða; synir tækju við af feðrum, en einnig væri mikið gert af þvi, að laða unga menn til starfa í verksmiðjunum. Þrátt fyrir þetta væri mikil mannekla og erfitt um vik í því efni, þrátt fyrir landlægt atvinnuleysi undir stjórn Wilsons. A renniverkstæðinu sá ég dannið, sem gamli mað- urinn hafði tekið um vinnubreytinguna. Þar var stórt blikkandi ljósborð við rennibekkinn. Við bekkinn stóð maður og beið þess að þessi rafheili ynni fyrir kaupinu hans. Starf mannsins var aðallega fólgið í að festa sérstaklega mótuð járnstykki á rennibekkinn, <ta á takka og síðan ekki söguna meir. 12 mínútur var vélin með klumpinn og sneri honum á alla kanta, meðan hún renndi ltann til. Blikkandi tölustafir og tilheyrandi suð ákvarðaði eða sýndi — dýpt hverrar skoru og liæð Irvers stalls sem á járnstykkið var rennt. Ég reyndi cftir megni að átta mig á sísteminu, en var jafn nær, þegar ég yfirgaf bekkinn, eftir að lieilinn hafði skilað stykk- inu aftur til matara síns. Starfsmaðurinn rétti þá næsta manni stykkið og ltann mældi með öðru raf- eindatæki það sein heilinn liafði gert. Þrátt fyrir þennan heila og orð gamla leiðsögumannsins fannst mér satt að segja ekki mikið um sjálfvirkni í verk- smiðjunni, a. m. k. hafði ég búizt við henni meiri. Brezk íhaldsemi? Kannski. Islenzk vanþekking? Ekki ósennilegt. Um liádegisliilið var gert lilé á röltinu og þáður matur í veitingahúsi verksmiðjanna. Maturinn var góður og ókeypis að auki — en illa geðjaðist mér að þeim sið brezkra að borða sem eftirmat dísætar, heitar sultutauslagkökur með rjóma. Þær sviðu í minn liáls, svo mikið var víst, enda sætar í þess orðs fyllstu merkingu. Nöfnin á þessum rétti eru hins vegar vegleg og vel til þess fallin að villa um fyrir takmörkuðum enskumönnum eins og undirrituð- um. Eftir snæðing var fyrst farið í sérlega hávaðasama deild. Þar gengu ótal filmusetningar- og steypivélar Monotyþe-setningarborð. Yfirlitsmynd. yfir samsetningardeildina. Tvö af 82 framleiOslustigum MonotypeAetursins: Til vinstri er verið að leggja siðustu hönd á leturteikn- inguna. Til hœgri er stafurinn skorinn i kopar og siðan notaður sem mát þegar grafið er i leturmótið. 4 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.