Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 8
Nokkur minningarorð Það setti marga hljóða þegar það barst urn bæinn, að Kári Sigurjónsson prentari hefði verið fluttur fárveikur á sjúkrahús að kvöldi sunnudagsins 12. apríl s.l. Enda fór það svo, að hann átti ekki aftur- kvæmt og kvaddi þennan heim á miðvikudagsmorg- un, 15. apríl, á sjúkraliúsi í Reykjavík. — Ekki flaug það í huga nrinn er ég mætti Kára tveim dögum áður en hann veiktist, hressum og kátum, að það yrði okkar síðasti fundur. Kári Sigurjónsson var fæddur 20. ágúst 1916 á Patreksfirði, en flutti ungur með foreldrum sínunr til Akureyrar og átti þar heima eftir það. Hann ólst upp við fremur kröpp kjör eins og títt var í þá daga og fór snenrma að reyna að bjarga sér. Hóf hann fyrst störf hjá Mjólkursanrlagi KEA skömmu eftir fermingu, en hóf síðan prentnám i Prentverki Odds Björnssonar 1. september 1933 og lauk þar nánri 1. nrarz 1938. Vann þar siðan til 27. nrarz 1943, en fór þá í Prentsnriðju Björns Jónssonar, þar sem hann var nreðeigandi um tínra, en leið hans lá aftur í P.O.B. og 30. marz 1962 hóf hann aftur störf í þeirri prentsnriðju, þar sem hann lærði, og þar lauk hann sínunr síðasta vinnudegi. Kári tók í fjöldamörg ár mikinn þátt í félagsnrál- unr, þó hann nú hin síðari ár drægi sig í hlé af heilsufarsástæðum. Hann var formaður íþróttafé- lagsins Þór á Akureyri, í stjórn Í.B.A., fornr. Karla- kórs Akureyrar, fornraður Ferðafélags Akureyrar og um langa lrríð var hann forsvarsnraður Akureyrar- prentara. Eg kvnntist Kára fyrst er ég hóf prentnánr, og við strákarnir vorum að nræta á fundum hjá þeim eldri, þar var Kári í forsvari, og stjórnaði yfirleitt fundun- unr. Arið 1962 urðum við Kári svo vinnufélagar er hann hóf störf í P.O.B. og kynntumst við jrá betur, er leiðir okkar lágu sanran dag hvern á vinnustað. — Kári var nrikill baráttunraður og lét sér mjög annt um allt er snerti kjör prentara, enda urðunt við sem yngri vorunr nratgs vísari af Kára um kjarabaráttu prentara á íslandi og bætt vinnuskilyrði og enginn var fróðari unr samninga og allt er að þeim laut en hann. Þá barðist Kári í möig ár fyrir því, að orlofs- heinrili fyrir prentara yrði reist á Norðurlandi eins og í Miðdal, og varð sá draumur að veruleika er H.Í.P. keypti eitt af húsunr þeinr sem reist var að Illugastöðunr í Fnjóskadal og var Kári fulltrúi H.Í.P. hér nvrðra í sambandi við byggingu hússins, og sá unr undirbúning að búnaði allra lrúsanna, ásanrt fleirum, fyrir Alþýðusamband Norðurlands. Ég ntan, að Kári var sérstaklega ánægður jregar Jressiurr á- fanga lauk. Kári var góður vinnufélagi, og svo einstaklega reglusamur og stundvís, að ég man ekki eftir, Jrau ár sem við unnuirr saman, að hann kænri nokkurn tínra mínútu of seint til vinnu. Hann var líka á móti allri óreglusemi og kæruleysi r sambandi við vinnuna, og sagði það oft að fyrsta skilyrði, Jregar verið væri að berjast fyrir kjarabótunr væri það, að nreðlinrir H.Í.P. stæðu við sínar skuldbindingar. Kári r ar alla sína ævi regluntaður, og neytti hvorki tóbaks né áfengis, og var algjörlega á móti áfengis- neyzlu, ef hún gekk út yfir vinnu manna. Eins og áður segir var Kári mikill félagsmála- nraður, enda maður sem mátti treysta, ef hann tók eitthvað að sér. Enda neitaði hann oft að taka að sér störf ef hann sá franr á, að hann gæti ekki, tím- ans vegna, unnið þau af Jreirri reglusenri og dugnaði sem honunr var eiginlegt. Kvæntur var Kári Maríu Láru Halldórsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Akureyrarprentarar og aðrir prentarar, sem þekktu Kára, kveðja hann nú. Hann varð ekki ganrall nrað- ur, en hann notaði þann tínra senr honum var gef- inn vel. Hann var einn af baráttunrönnum íslenzkra prentara, þó ekki léti hann mikið yfir sér. Far vel, Kári. Hittunrst heilir síðar. Sv. O. 6 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.