Prentarinn - 01.01.1970, Page 9

Prentarinn - 01.01.1970, Page 9
PRENTLISTARINNAR Kafli úr bókínni „Prentlistin í fimm hundruð ár“ eftir S. H. Steínberg 2. hluti AUGSBURG. Sérkenni prentsmiðjanna í Augsburg var hversu þær urðu fljótar til og heppnaðist vel að samlaga letur og myndir, eða öllu heldur að láta þennan nýja miðil, prentið, viðhalda hefðinni frá lýstum handritum. Vert er að gefa því gaum að það var ábótinn í klaustri heilagra Úlriks og Afra — þar sem fræg ritstofa hafði lengi haft aðsetur — sem kvaddi til Augsburg fyrsta prentarann, Gunther Zainer, líklega lærðan í prentverki Mentelins i Strassbourg. Auk ritstofnunar stofnaði nú klaustrið prentsmiðju, sem á árunum 1472 til 1476 sendi frá sér þrjár siðalærdómsbækur, stórar i sniðum. Frá árinu 1475 starfaði í húsakynnum klaustursins Ant- on Sorg, áður handritapentur en hafði numið prent- list hjá Zainer. Hanij hóf brátt útgáfu rita á þjóð- tungunni, fyrst biblíulegra og guðfræðilegra, en frá 1400 til æviloka 1493 sendi hann aðallega frá sér sögurit og ferðabækur. Þar á meðal voru raunsann- ar lýsingar Marco Polo og Breydenbachs á Austur- löndum fjær og nær ásamt ævintýralegum mann- raunum heilags Brandans og Johns de Mandeville, en af öllu öðru ber saga kirkjuþingsins í Konstans eftir Ulrich von Richenthal, stórfenglega prýdd fjörutíu og fjórum tréskurðarmyndum. Zainer sjálfur (d. 1478) gerði fyrstu myndskreyttu bókina sem verulega kvað að, Legenda aurea eftir Jacobus de Voragine í tveim bindum með 131 tré- skurðarmynd (1471—72), og ásamt Jodocus Pflanz- mann fyrstu Biblíuna með myndum (1475). Það er til dæmis um alþýðlega tilhneigingu bókaútgáfu í Augsburg, að báðar þessar bækur voru þýzkar þýð- ingar. Zainer varð einnig fyrstur (eftir frábæra en einangraða tilraun Schöffers í Mainz-Saltaranum frá 1457) til að nota sérstaklega gerða samstæðu upphafsstafa f stað þess að skilja eftir eyður sem síðan voru fylltar út með handpentuðum stöfum. Bókaskreyting með upphafsstöfum, skrautrömmum og tréskurðarmyndum komst á listrænt stig sem sjaldan hefur verið farið fram úr i prentvinnu Er- hards Ratdolts (1447—1527 eða 28). Þegar hann sneri aftur til fæðingarborgar sinnar 1486, hafði hann þegar getið sér frægð fyrir prentun í Fen- eyjum, þar sem hann vann sér til ágætis að prenta fyrstu útgáfu Elementa geometriae eftir Evklíð (1482) meðal annarra bóka. Hann kynnti í Augs- burg prentun með itölskum brag, sem var haglega löguð að prcntun verka um stærðfræði og stjörnu- fræði auk tíðabóka og annarra helgisiðarita, sem voru sérgrein hans. Þar að auki hefur það tryggt Ratdolt sérstakan sess í sögu prentlistarinnar að hann varð fyrstur til að setja upp titilsíðu og gaf fyrstur út leturskrá. Johann Schönsperger eldri (1481—1523) hlaut fyrstur prentara opinbera viðurkenningu, þegar Maximilian I keisari útnefndi hann keisaralegan hirðprentara. Keisarinn var fyrsti þjóðhöfðingi sem gerði sér ljóst hvílíkt gildi prentpressan gat haft í pólitískum áróðri. Hann samdi stórhuga útgáfu- áætlun um 130 bækur, sem dreifa áttu vítt um kring hróðri Habsborgaraættarinnar og sér i lagi Maximilians sjálfs. Ríkmannlega myndskreytingu þessara hlemmiverka fól Maximilian fremstu lista- mönnum samtímans, þeirra á meðal Hans Burgk- rnair og Albrecht Diirer, og sérstök letur voru skorin fyrir hvert bindi. En ekki voru nema tvö bindi (og „myndabók" með myndatextum einum saman) full- gerð við lát Maximilians, og hafði Schönsperger prentað bæði. Bænabók keisarans (1512—13) var sannkölluð lúxusútgáfa, aðeins tíu eintök voru prentuð, öll á pergament. Theurerdank, fjarstæðu- kennd lykilskáldsaga í stíl riddarasagna miðalda um hvernig Maximilian biðlaði til Maríu af Búrgund, PRENTARINN 7

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.