Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 12
KÖLN. Fjölmennasta borg Þýzkalands á miðold-
um, Köln, varð um nokkurra áratuga skeið miðstöð
prentlistar um norðvestanvert Þýzkalands. Frá 1464,
þegar Ulrich Zell kom upp fyrstu pressunni, fram
til loka aldarinnar birtust yfir 1300 titlar í Köln,
en af þeim voru tveir þriðju bæklingar, tólfblöð-
ungar eða minni. Hartnær allar Kölnarbækur voru
á latínu; rúmur helmingur var guðfræðirit og þar
af var meira en helmingur bæklingar í anda albert-
ína og thomista. Þessi einhæfni bókaútgáfu í Köln
skýrist af fastheldni háskólakennaranna við thomist-
iskan rétttrúnað, en þess var skammt að biða að
fjandskapur þeirra við fornmenntastefnuna kæmi
þeim i koll með háðinu í Epistolae obscurorum
virorum.
Ulrich Zell, sem lézt 1507, sendi frá sér yfir 200
titla; Heinrich Quentell, ættaður frá Strasbourg,
sem eftir nokkurn starfstíma í Antverpen prentaði í
Köln frá 1486 til æviloka 1501, fór fram úr honum
og komst upp í 400; hann lagði til mestan hluta
heimspekirita sem kennd voru við háskólann i Köln
og Trier. Johann Koelhoff, nemandi Wendelins hjá
Speier í Feneyjum, hóf starfsferil sinn í Köln (1472—
93) með útgáfu tylftar ritlinga eftir Thomas frá
Aquino. Peter Quentell, sonarsonur Heinrichs, tók
loks forustu í prentun fyrir andstæðinga lúterssinna
eftir 1520, en það hindraði þó ekki að hann prentaði
fyrir William Tindale þýðingu enskra mótmælenda
á Nýja testamentinu á árunum 1524—25.
Samt eru það tvær þýzkar bækur sem hæst ber í
framleiðslunni á fyrsta skeiði prentunar i Köln,
sem sé Biblían á lágþýzku frá Heinrich Quentell
(1479) og Kölnarannáll Johanns Koelhoffs yngra
(1499). Quentell gaf Bibliuna út i tveim útgáfum,
aðra á mállýzku Rínarlanda-Vestfalen, hina á mál-
lýzku Neðra-Saxlands. Myndskreytingin, sem var
mikil, hafði veruleg áhrif á síðari Bibliuútgáfur, því
að Koberger keypti trémyndamótin og notaði þau
í hina vinsælu Núrnberg-Bibliu sína frá 1483. Ann-
áll Koelhoffs, sem okkur er ómetanlegur vegna þess
sem þar greinir frá uppruna prentlistarinnar, setti
útgefandann þó á hausinn; bókin var gerð upptæk
og bönnuð og Koelhoff vísað i útlegð (d. 1502).
Hvað England snertir hefur Köln sérstaka þýð-
ingu, þvi að þar lærði William Caxton prentun
(1471—72), og Theodore Rood og John Siberch,
fyrstu prentarar háskólanna í Oxford og Cambridge,
voru þar upprunnir, Rood i Köln sjálfri, Siberch í
nágrannabænum Siegburg.
LÚBECK. Höfuðstaður Hansasambandsins, Lú-
beck, átti meginþátt í útbreiðslu prentlistarinnar
um Norðaustur- og Austur-Evrópu. Mestur prentari
i borginni var Stephen Arndes, upprunninn i Ham-
borg. Hann hafði lært letursteypu, setningu og
prentun i Mainz og dvaldi á Ítalíu árin 1470—81,
þar sem hann vann í fyrstu með Johann Neumeister
í Foligno. Svo var hann kvaddur til Slésvíkur, lik-
lega fyrir tilstilli háttsetts, dansks embættismanns,
sem átti son er hafði kynnzt honum á Ítalíu, og
settist að i Lúbeck 1486. Auk margra helgisiðabóka
sem ýmsar danskar kórsbræðrasamkomur og munka-
reglur fólu honum að gera, er meginverk Arndes
lágþýzka Biblían frá 1494, meistaralega prentuð og
myndskreytt. Samt er svo að sjá að starfið hafi ekki
orðið Arndes gróðavænlegt frekar en svo mörgum
öðrum i hópi fyrstu prentaranna; þótt hann héldi
prentun áfram til dauðadags 1519, varð hann að
drýgja tekjur sínar með ritarastörfum við dómstól-
ana i Lúbeck.
Eftir gamalreyndum viðskiptaleiðum Hansasam-
bandsins, komu útgefendur langt suður í Þýzkalandi
bókum sinum á framfæri við kaupendur á norðlæg-
um slóðum. Árið 1467 hafði bóksali í Riga á boð-
stólum tvær Biblíur, fimmtán saltara og tuttugu
tíðabækur prentaðar hjá Schöffer í Mainz.
Frá Lúbeck sigldu prentararnir, sem kynntu hina
nýju iðn í borgunum við Eystrasalt, en meðal þeirra
bar Rostock og Danzig hæst. Johann Snell, sem
prentaði í Lúbeck frá 1480 til 1520, kom upp fyrstu
prentsmiðjunni í Danmörku og Svíþjóð, þótt enn
um skeið væri þorri danskra og þýzkra bóka prent-
aður í Lúbeck. Einnig átti upptök sín í Lúbeck
fyrsta misheppnaða tilraunin til að innleiða prent-
listina i Rússaveldi. Sendimenn ívans keisara þriðja,
sem ferðuðust um Þýzkaland 1488—93 til að ráða til
starfa þýzka iðnaðarmenn, buðu prentara í Lúbeck,
Bartholomeus Gothan, að koma á stofn prentsmiðju
í Moskvu. Gothan, sem fyrir skömmu (1486—87)
hafði starfað í Stokkhólmi og prentað fyrstu bókina
til notkunar í Finnlandi (Missale Aboense 1488),
hélt 1493 til Novgorod (og máske Moskvu). Dauða
hans bar að höndum í síðasta lagi í september 1496,
líklega af manna völdum, áður en hann hafði kom-
ið út nokkurri rússneskri bók. Svo vill þó til að
nvlega hafa kynlegar minjar um Rússlandsdvöl Got-
hans komið á daginn. Handritaðar rússneskar þýð-
ingar á Viðræðu lífs og dauða, Trójumannasögu,
Dracolewyda harðstjóra, Elucidarius og öðrum þýzk-
um textum gengu manna á milli í Novgorod á önd-
verðri sextándu öld; þær verða allar raktar til
bóka prentaðar í Lúbeck milli 1478 og 1485, og lítill
vafi leikur á að þær voru komnar úr farangri Got-
hans.
Það kom loks í hlut hins mikla keisara ívans
fjórða, sem nefndur var hinn ógurlegi (oftast rang-
þýtt „hinn grimmi"), að koma upp prentverki í
Rússlandi. Að beiðni hans sendi Kristján þriðji
Danakonungur prentara frá Kaupmannahöfn, Hans
Missenheim, árið 1552 til Moskvu, þar sem hann
vígði prentlistinni Ivan Feodoroff, þann sem fyrstur
gerði Rússum prentletur.
Framhald.
10
PRENTARINN