Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 15
— Ég er þess fullviss að tími blaðberanna er brátt liðinn. Við vitum hve erfitt er að fá fólk til þess að bera blöðin út eldsnemma á morgnana i misjöfnum veðrum, fyrir lágt kaup. Ég held að lausnin verði sú, að áskrifendur fái blöðin heim til sín gegnum mót- tökutæki á svipaðan hátt og við tökum nú upp sím- sendar myndir livaðanæva að úr heiminum. — En yrði það ekki alltof dýrt? — Ekki þarf svo að vera. Með því móti sparast flutningsgjöld með bílum og flugvélum og greiðslur til blaðbera. — Verða lesendur ánægðir með að fá blöðin síðu fyrir síðu gegnum fjarsendi? — Það venst og fréttaþjónustan yrði ólíkt betri. Reyndar er of snemmt að slá því föstu hvaða tæki muni annast blaðadrcyfinguna, en víst er að eftir 30 ár verða dagblöðin ekki borin út til áskrifenda. Því næst var rætt við Carl Adam Nycop, sem á sín- um tíma mótaði Expressen, útbreiddasta dagblað Norðurlanda, með stórum fyrirsögnum og mörgum myndum og síðar hefur Expressen orðið fyrirmynd ýmissa annarra blaða á Norðurlöndum: — Haldið þér að fólk kaupi blöð eins og Express- en þegar til lengdar lætur? — Ég býst við að Expressen gefi fréttaskýringum ineiri gaum en nú er gert. En Expressen er fyrst og fremst ætlað fólki sem er á leið frá vinnu og vill þá helzt lesa stuttar greinar og fréttir. Blöðin sem koma út á morgnana þegar menn eru að byrja daginn ó- þreyttir geta hins vegar leyft sér ýtarlegri frásagnir. — Sænsku kvöldblöðin leggja litla áherzlu á frétt- ir. — Já, fréttir verða stöðugt þýðingarminni fyrir blöðin. Tæknin þróast á þann veg — útvarp og sjón- varp eru fyrst með fréttirnar. Eftir nokkur ár munu flestir hafa siná útvarpstæki í armbandsúrinu og geta hlustað á fréttir á öllum tímum sólarlirings- ins. Hlutverk blaðanna verður þá að flytja frétta- skýringar. Einkunnarorð blaðamanna eru nú: Hver, hvað, hvar, hvenær? En í framtíðinni einungis: Hvers vegna? — Þér 'sköpuðuð inyndablað, trúið þér enn á það blaðform? — Myndimar eru þýðingarmikill hluti blaðs, þær segja oft meira en orð. En blöðin verða að birta litmyndir. Þegar 'litasjónvarp verður almenningseign vilja lesendur ekki lengur svart-hvítar myndir í blöð- unum. Þau blöð sem ekki liafa efni á að prenta lit- myndir lenda í erfiðleikum. Hver vill t. d. sjá svart- hvíta mynd af ísknattleik í dagblaði eftir að hafa horft á leikinn í litasjónvarpi? — Verða þá nokkur dagblöð tórandi árið 2000? — Jú, því sjónvarp og útvarp geta aldrei komið i stað dagblaða. Útvarp og sjónvarp setja heldur ekki smábæjarblöðin á hausinn, þau hafa sérstöðu í efni og auglýsingum. Dagens Nyheter hóf nýlega útgáfu fylgiblaða sem eru æcluð útborgum Stokkhólms og birta efni og auglýsingar frá þeim Ixirgarhlutum. Þessum aukablöðum hefur verið mjög vel tekið. Styrkir sem iðnaðarmenn hagnýta sér ekkl sem skyldi Iðnaðarmenn sem óska þess að sækja námskeið við erlencla skóla eiga ekki margra kosta völ varðandi fjárstyrki úr opinberum sjóðum. Þetta er furðulegt því iðnaðarmenn geta þó haft ómetanlegt gagn af stuttum námskeiðum erlendis, en fátt er gert til þess að ýta undir þá í þeim efnum og iðnrekendur virð- ast oft á tíðum líta á þá fjármuni sem þeir verja til aukinnar verkmenntunar glataða peninga. Þó eru til sjóðir sem gegna þessu hlutverki og t. d. úthlutar menntamálaráðuneytið árlega nokkrum styrkjum til iðnaðarmanna sem sækja vilja nám- skeið erlendis og er það gert í samráði við iðn- fræðsluráð. En því miður hafa iðnaðarmenn ákaf- lega lítið notfært sér þessa styrki og þótt heildarupp- hæðin sem í þetta er ætluð á hverju ári sé ekki há, hefur stærsti hluti fjárins farið til tæknifræðinema. 1 en þeim var þó upphaflega ekki ætlaðir þessir pen- ingar. I okkar starfsgrein eiga prentsmiðjurnar kost á að senda héðan menn á ódýr námskeið, t. d. hjá Inter- type-, Linotype-, Monotype-, Heidelberg-skólunum og víðar, en lítið hefur verið gert af því. Nokkrir ís- lenzkir setjarar hafa sótt Monotype-skólann og þá kostaðir af smiðjunum sem þeir unnu hjá og fáeinir pressumenn hafa farið á námskeið hjá Heidelberg. Enn færri vélsetjarar hafa lagt i nám við Intertype- eða Linotype-skólana og ekki við öðru að búast, þeg- ar þeir verða að kosta sig að langmestu leyti sjálfir. Prentsmiðjurnar ættu J>ó að hafa mikinn hag af því að senda starfsmenn á þessi námskeið og ýmis fleiri og notfæra sér þá styrki sem völ er á. PRENTARINN 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.