Prentarinn - 01.01.1970, Síða 16
FRÁ
LIÐNUM
DÖGUM
Prentsmiðjupósturinn
Mynd þessi er tekin a£ Aðalstræti í Reykjavík iaust
eftir aldamótin 1900 og átti að fylgja ljóði Matthí-
asar Jochumssonar „Til prentsmiðju íslands". Mynd-
in er söguleg heimild úr sögu Reykjavíkurborgar frá
því tímabili. Rctt fyrir aftan manninn á myndinni,
sem mun hafa verið Jón smali, stóð hinn svonefndi
Prentsmiðjupóstur. Hann var áður fyrr kallaður
Ingólfspóstur um tíma. Ur Prentsmiðjupóstinum var
vatninu dælt í fötur, hellt í tunnur og síðan flutt
heim til neytendanna.
Þegar prentsmiðjan var flutt úr Viðey var hún
staðsett rétt sunnan við liús það sem verzlun B. H.
Bjarnason var lengi til húsa í. Prentsmiðjuna starf-
rækti Jrar um skeið Einar prentari Þórðarson. Prent-
smiðjuhúsið sjálft og pósturinn sjást ekki á rnynd-
inni, en stafninn á húsi verzlunar B. H. Bjarnason-
ar sést vel. Rétt norðan við það hús stóð Cockhills-
hús. Þar var bar og vínveitingar. En vinstra megin
götunnar er Breiðfjörðshús (Aðalstræti 8), sem í dag-
legu tali var nefnt Fjalakötturinn. Rétt norðan við
það var Morgunblaðshöllin reist. Rennan í Aðal-
stræti var mjó. Mun Lækjargata, meðan liún var
með rennandi læk eftir miðri götu, hafa verið minnst
10—12 sinnum breiðari, eftir því sem ég man bezt
eftir frá fyrstu árum mfnum hér í Reykjavík. Það
getur verið bæði gaman og fróðlegt fyrir núlifandi
kynslóð, Jró einkum yngri hlutann, að vita hvernig
borgin leit út fyrir 60—70 árurn. J. Þ.
Af blöðum Gunnlaugs O. Bjarnasonar
Með hikandi hönd og huga
hripa ég þetta á blað.
Hvar skal byrja, — ei buga;
ég bið drottinn minn um það.
Arið 1884, 14. maí, byrjaði ég prentnám hjá Sig-
ntundi Guðmundssyni, sein þá var hættur að vera
yfirprentari Isafoldarprentsmiðju. Sigmundur hafði
árið áður en ég kom til hans sett á stofn nýja prent-
smiðju í húsi, sem hét „Merkisteinn". Þegar ég kom
til Sigmundar var búið að flytja prentsmiðjuna frá
Vesturgötunni — þar var „Merkisteinn" — að Skóla-
stræti 3. Það hús átti Einar heitinn Jónsson (spille-
mand) og var það vinnustofa hans við trésmíðar.
Það var venja á þessum árum, að nemendur voru
fyrsta árið látnir vera í alls konar snúningum, sendi-
ferðum, s\o sein að sækja handrit, fara með prófark-
ir, sækja fisk og stundum kol fyrir heimili húsbónd-
ans. — A milli þessara sendiferða átti nemandinn að
æfa sig í að þekkja hvar hver einstakur stafur var x
stílkassanum, — án þess að fá nokkra tilsögn. Þessi
aðferð þótti þá hentugust.
Eftir sex mánaða tíma þótti hæfilegt að nemand-
inn byrjaði að „setja" smágrein í blað — og það án
þess að honum væri sagt neitt til.
Smátt og smátt sá nemandinn hve nauðsynlegt var
að einbeita huga sínum að efninu í handritinu, svo
að hann sleppti ekki úr smáorðum eða heilum setn-
ingum, — eða tvisetti. Sigmundur tók upp þá reglu
að láta sérhvern nema skrifa nöfn sín við þær grein-
ar, sem þeir settu. Þetta reyndist vel og sáum við
fljótt hve nauðsvnlegt var að hafa allan hugann við
staifið. — Bannað var okkur að skrafa saman.
Sigmundur hagaði því þannig að við nemendurn-
ir stæðum ekki saman. Hann kom því fyiir á þann
hátt að við stóðum við hlið „meistara“-sveinsins
Torfa Þorgrímssonar, sem var tengdafaðir Sigmund-
ar. Átti Torfi að líta eftir mér og Jóni Einari Jóns-
syni, sem allir eldri prentarar kannast við.
Ekki get ég neitað því, að okkur nemendunum
þótti þetta nokkuð þvingandi, en vænt Jxótti okkur
um, Jxegar einhver kom að tala við Sigmund. Oftast
14
PRENTARINN