Prentarinn - 01.01.1971, Page 5
Aðalfundur HIP 1971
sumarbiistað Kjartans við hæfilegu verði, og lagði
því formaður fram eftirfarandi tillögu: „Aðalfund-
ur HÍP haldinn 25. apríl samþykkir að taka boði
skiptaráðandans í Reykjavík um kaup á sumarbú-
stað Kjartans Ólafssonar á matsverði." Var hún
samþykkt samhljóða.
Þá var samþykkt tillaga frá Stefáni Ogmundssyni
um að stjórnin óskaði eftir því að teknar yrðu upp
samningaviðræður milli FlP og HÍP um endurskoð-
un á reglugerð fyrir Lífeyrissjóð prentara. Skyldi sú
endurskoðun unnin af stjórn, laganefnd og fulltrú-
um HÍP í lífeyrissjóðsstjórninni og síðan borin und-
ir félagsfund.
Þá var lýst stjórnarkjöri. Tvær tillögur bárust um
menn í stjórn og var kosið að Hverfisgötu 21. Þessir
menn voru kjörnir:
Formaður: Þórólfur Daníelsson
Varaform.: Óðinn Rögnvaldsson
Ritari: Lúther Jónsson
2. meðstj.: Gísli S. Guðjónsson
3. meðstj.: Jón Otti Jónsson
Varastjórn:
Ritari: Gestur Arnason
Gjaldk.: Baldur Aspar
1. meðstj.: Valgeir J. Emilsson
2. meðstj.: Þorsteinn Marelsson
3. meðstj.: Jónas R. Guðmundsson.
í trúnaðarmannaráð voru kjörnir:
Jón Ágústsson, Árni Guðlaugsson, Björgvin Ólafs-
son, Ellert Ág. Magnússon, Stefán Ögmundsson, Ósk-
ar Guðnason, Jón Már Þorvaldsson, Helgi Hóseas-
son, Kári B. Jónsson, Ingimundur B. Jónsson, Guð-
mundur Kr. Aðalsteinsson.
Varamenn í trúnaðarmannaráð:
Torfi Ólafsson, Ásgeir Gunnarsson, Hilmar Ey-
steinsson, Óskar Sampsted, Jón B. Magnússon.
Endurskoðendur voru kjörnir Helgi Hóseasson og
Birgir Sigurðsson. Til vara Óskar Sveinsson og Ingi-
mar Jónsson.
Kjósa átti ritstjóra Prentarans, en þeim ]ið var
vísað aftur fyrir liðinn lagabreytingar, vegna þess að
lagabreyting lá fyrir aðalfundinum, sem varðaði rit-
stjóra Prentarans.
í fasteignanefnd var endurkjörinn Sigurður Guð-
geirsson.
í skemmtinefnd voru kjörnir Haukur Már Har-
aldsson, Ingvar Hjálmarsson, Trausti Finnbogason,
Jóhannes Harðarsson og Rafn Árnason.
Pjetur Stefánsson var kjörinn fulltrúi HÍP i stjórn
Byggingarfélagsins Miðdalur.
í bókasafnsnefnd voru kjörnir Ólafur Björnsson
og Jón Ágústsson.
Enginn garðstjóri var kosinn og talið ráðlegast, að
Dói hefði það embætti óformlega áfram á sinni
könnu.
Þá var samþykkt tillaga um, að skipting gjalda
milli sjóða félagsins yrði áfram í sama hlutfalli og
verið liefur og ennfremur, að lieimilt væri að skipta
heildarupphæð innkominna félagsgjalda 1 árslok.
Er hér var komið sögu var samþykkt tillaga um
að fresta aðalfundi og halda honum áfram innan
fjögurra vikna.
Framhaldsaðalfundur HÍP var haldinn í Félags-
heimili prentara fimmtudaginn 20. maí.
Fyrsta málið á dagskrá var lagabreytingar. Fyrir
framhaldsaðalfundinum lágu þessar breytingartil-
lögur frá laganefnd:
Grein 23. 1 lok greinarinnar komi: „Reikningar
félagsins skulu endurskoðaðir af löggiltum endur-
skoðanda og fylgist hann með bókhaldi og fjárreið-
um þess.“
Grein 28. Upphaf greinarinnar hljóði svo: „Aðal-
fund skal halda á tímabilinu marz-apríl ár hvcrt ...“
Grein 31. Upphaf hennar hljóði svo: „Eigi síðar
en mánuði fyrir aðalfund skal stjórnin láta fram
fara stjórnarkosningu. Úr stjórninni ganga annað
árið þrír menn, hitt árið fjórir menn, eftir aldri
þeirra í stjórninni: formaður, ritari, 2. og 3. með-
stjórnandi eða varaformaður, gjaldkeri og 1. með-
stjórnandi. Skulu þeir ..." o. s. frv.
Grein 32. Upphaf greinarinnar orðist svo: „Þessar
nefndir skulu kosnar á aðalfundi" — og við bætist:
„ ... og skulu þær vinna í nánu samráði við stjórn
félagsins."
Grein 41. Burt falli síðasta sctningin: „Stjórnin
skal halda fund ...“ o. s. frv., en í lok greinarinnar
PRENTARINN
3