Prentarinn - 01.01.1971, Síða 7

Prentarinn - 01.01.1971, Síða 7
bankavexti frá því að greiðsla lians vegna kom frá prentsmiðjunni til félagsins. Veikindi sín skal sjóðs- félagi sanna með læknisvottorði og vera viðbúinn því að gangast undir læknisskoðun að nýju ef stjórn HÍI’ krefst þess. 5. grein. Eigi sjóðsfélagi tryggingu í sjóðnum fyrir 40 veikiudadögum, getur hann fcngið greitt úr hon- um vegna gleraugnakaupa, heyrnartækja, tannvið- gcrða, orthopetiskra skóa og annars, sem stjórn fe- lagsins álítur, að stuðli að bættri heilsu hans og flýti fyrir endurkomu hans til vinnu. Þó má greiðsla þessi aldrci vera meiri en svo, að hún skerði tryggingu hans fyrir minnst 28 veikindadögum, eins og kaup- taxtinn er á hverjum tíma. 6. grein. Segi sjóðsfélagi sig úr HÍP og gerir kröfu til þess að fá greidda inneign sfna, skal stjórnin greiða honum innstæðuna 3 — þremur — mánuðum eftir að úrsögn hans ltefur verið samþykkt ásamt hálfum almennum vöxtum, en hinn lielmingurinn fellur til sjóðsins til þess að greiða kostnað hans vegna. 7. grein. Falli sjóðsfélagi frá skal inneign hans í sjóðnum greiðast til ekkju hans eða barna, ásamt 7% — sjö prósent — vöxtum eftir sömu reglu og í grein 4. Eigi sjóðsfélagi ekki konu eða börn, fellur inneign hans óskipt til sjóðsins. Heimilt er, að inn- eign sjóðsfélaga falli til foreldra hans eða annarra framfærsluskyldra aðila, hafi þeir verið í framfærslu hans. Núverandi stjórn HIP: Þórólfur Danielsson, for- tnaíur, er lengst til vinstri. Við hlið lians er Pjetur Stefánsson, gjaldkeri; j>á Ólafur Emilsson, 1. með- stjórnandi; Jón Otti Jónsson, 3. meðstjórnandi; Gisli Guðjónsson, 2. meðstjórnandi; Lúther Jónsson, rit- ari og Óðinn Rögnvaldsson, varaformaður. 8. grein. Rekstrartekjur sjóðsins skulu vera mis- munur þeirra vaxta, sem sjóðsfélaga er áskilið skv. 4. gr. og þess, sem sjóðurinn fær með ávöxtun fjárins til lengri tíma. Ennfremur tekjur skv. 6. og 7. grein. 9. grein. Reikningar sjóðsins skulu sýna inneign sjóðsfélaga eins og hún er um hver áramót og hvenær greiðsla hans vegna fer fram. Ennfremur skulu þeir sýna tekjur og gjöld fyrir hvert ár. Sjóðurinn skal vera í vörzlu þess starfsmanns HÍI’, sem fer með fjárrciður félagsins. Reikningarnir skulu endur- skoðast um leið og rcikningar HÍP. Skulu þeir end- urskoðast af sama löggiltum endurskoðanda og Hið íslenzka prentarafélag hefur, enda fylgist hann með bókhaldi og fjárrciðum sjóðsins. Þá var tekin fyrir tillaga um frekari starfskraft á skrifstofuna, sem lögð var fram á aðalfundinum í apríl. Urðu allmiklar umræður um hana, en endan- lega var liún samþykkt í þessu formi: „Vegua aukins fjölda félagsmanna og vaxandi verkefna í skrifstofu félagsins heimilar aðalfundur HÍP 1971 stjórninni PRENTARINN 5

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.