Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 8
að ráða frekari starfskraft starfsmanni félagsins til
aðstoðar um eins árs skeið."
Samþykkt var samliljóða að veita Iðnnemanum,
málgagni Iðnnemasambands íslands, 5 þúsund króna
styrk í samræmi við bréf sem borizt hafði frá rit-
nefnd blaðsins.
I>á las formaður tillögu, sem lá fyrir fundinum
frá Jóni Otta o. fl. um að fela fulltrúum HÍP í
stjórn Lffeyrissjóðs prentara að leggja til við sjóðs-
stjórnina, að öll bankaviðskipti sjóðsins verði færð
frá Búnaðarbankanum til Alþýðubankans. Tillög-
unni var vísað til stjórnar HÍI’ eftir nokkrar um-
ræður.
Kosnir voru í laganefnd þrír menn: Ellert Ág.
Magnússon, Óskar Guðnason og Stefán Ögmundsson.
I>á lagði formaður fram tillögur frá stjórn HÍP,
fasteignanefnd, orlofshcimilisnefnd og Byggingarfé-
laginu Miðdalur:
Tillaga til framhaldsaðalfundar HÍP 20. maí 197]
frá stjórn HÍP, Orlofsheimilisnefnd, Fasteignanefnd
og stjórn Byggingafélagsins Miðdalur.
Á sameiginlegum fundi þessara aðila þriðjudaginn
18. maí 1971 var samþykkt að leggja til við félagið
eftirfarandi tillögur varðandi sumarbústaða- og or-
lofsheimilissvæðisland HÍP í Laugardal.
a) Að heimila veg þann og brú yfir Ljósá, sem
lagður hefur verið eftir bakka Skillandsár í bústaöa-
hverfi, og leggja fram fé til þess að ljúka honum.
b) Lagður verði vegur frá Miðdalsbrú á brú Fjall-
skilavcgar eftir hlíðinni og á vöðum yfir Ljósárnar
og í efra bústaðasvæði við svonefndar Þorleifstóftir.
c) Skipuleggja skal svæði bústaðahverfisins með
tilliti til þeirra almennu þarfa sem nauðsynlegt er
að fullnægja á komandi árum, og að nýtt bústaða-
hverfi verði skipulagt innan heildarskipulagsins og
ofan við gamla bústaðahverfið.
d) Gera skal ráðstafanir nú í sumar til þess að
undirbúa tjaldsvæði í kjarrinu neðan neðra bú-
staðahverfisins.
e) Að stjórn og Fasteignanefnd IIÍP verði falið að
leita eftir fjármagni til þessara framkvæmda með
lánum til lengri tíma, og rannsaka hverja styrki
liægt verður að fá til þeirra.
Orlofsheimilisnefnd HÍP
Stjórn HÍP
Fasteignanefnd HÍP
Stjórn Byggingarfélagsins Miðdalur.
Urðu miklar umræður um tillögurnar og málefni
Miðdals í heild, en að þeim loknum voru tillögurn-
ar bornar upp í einu lagi og samþykktar.
Var nú dagskráin tæmd, en Þorsteinn Vetuiliða-
son varaform. Félags bókagerðarnema, ávarpaði
fundarmenn. Magnús E. Sigurðsson ritstjóri Iðn-
nemans tók einnig til máls og þakkaði HÍP fyrir
stuðninginn við Iðnncmann.
Sumarbústaðahverfi
í uppsiglingu
Svipazt um
með byggingarfræðingum
og tveim formönnum
á fyrirhuguðu sumarbiistaðasvæði
í Miðdal.
liyggingarjrrvðingarnir ]ón Róbert (t.v.) og Jón Kal-
dal athuga kort sitt.
— Hvernig er jtað með Miðtlalinn? Á ekki að jara að
úthluta lóðum undir sumarbustaði jtar? Á að láta
sitja við þá bústaði, sem komnir ertt?
Þessar spurningar og aðrar þeim skyldar hafa leit-
að á margan prentarann og þ. á m. undirritaðann.
.4 framhaldsaðalfundi félagsins 20. maí sl. var sam-
þykkt tillaga frá stjórn HÍI’, Oi'lofsheimilisnefnd,
Fastcignanefnd og stjórn Byggingafél. Miðdalur, um
frekari framkvæmdir í Miðdal (sjá grein Lúthexs
Jónssonar um aðalfund HÍI’). í framhaldi af þeirri
samþykkt leitaði ég á fund formanns HÍI’, Þórólfs
Daníelssonar, og spui'ði hann um málið.
— Jú, það stendur einmitt til um þessar mundir
að fá sérfræðinga til að skipuleggja hverfi þar eystra,
sagði Þórólfur. — Við höfum fengið byggingar-
fræðinga frá Staðli til að fara austur og kynna
6
PRENTARINN