Prentarinn - 01.01.1971, Qupperneq 12

Prentarinn - 01.01.1971, Qupperneq 12
Þá fór um sali gustur af veðrum róttækni og framfara Stefán Ögmundsson þarf ekki atí kynna fyrir is- lenzkum prenturum. En einhverjir liunna þeir að vera, sem ekki vita, að þessi gamla baráttukemþa átti sextugsafmœli i fyrra. Petta viðtal ber þó ekki að taka sem afmtclisviðtal eingöngu, þótt afmcelið vteri notað sem átylla til að já inni hjá Stefáni. petta er i rauninni frásaga manns, sem staðið hefur i jremstu röð i stéttarbaráttu islenzkra prentara und- anfarna áratugi, ýmist i stjórn HIP eða utan — og raunar i baráttu islenzkrar alþýðuhreyfingar innan vébanda Alþýðusambands íslands. Steján kann frá tnörgu að segja og það hefur orðið úr, að skipta þcssu rabbi i tvo hluta, og birtist sá síðari vcentau- lega i nccsta blaði. Hvað var það sem vakti fyrst óhuga þinn á félagsmálum? — Slíkri spurningu er erfitt að svara. Hún hlýtur að vekja margar aðrar. Hvar og hvenær byrjar áhugi ungs manns að vakna í félagslcgum cfnum? Eru það myndir hins daglega lífs, bjartar eða dökkar, sem knýja á um svör í vitund barns? Er það fyrir áhrif hcimilis eða félagsskapar? Ég býst við að svo miuii það jafnan vera, áhrif annars hvors eða beggja. En sé það svo, að ég hafi snemma haft áhuga á félags málum, þá hefur andrúmsloftið í Prentsmiðjunni Gutenberg ýtt undir þann áhuga, ef ekki beinlíms vakið hann. Við, sem vorum að leggja inn á lífsbraut launa- mannsins á þriðja tug aldarinnar, hlutum snemrna að vcrða þcss vísari, að ekki yrði lijá því komizt að heyja baráttu fyrir rétti okkar. Baráttan milli stétt- anna blasti snemma við, enda þótt þekking okkar á lögmálum þeirrar baráttu væri af skornum skammti. Ég kom í Gutenberg sem sendisveinn nýlega 13 ára, haustið 1922, rétt fyrir stóra verkfallið, sem kallað var. Hclgi Jónsson í Lambhól, frændi minn, benti mér á plássið; sjálfur vildi hann losna úr Rætt við Stefán Ögmundsson um æskuþrekraunir Prentarafélagsins; um innkomu vísi- tölunnar í mann- lífsspilið á íslandi; stóra verkfallið 1923 og mannlífið almennt. Fyrri hluti. embættinu og komast á sjóinn. Sjálfsagt hefur Magn- ús bróðir hans átt þarna hlut að máli. Sendisveinn í prentsmiðju hafði meiri möguleika til þess að komast í prentnám en aðrir, og það var að ýmsu leyti eftirsóknarvert. Ég var ákaflega spenntur fyrir þessu tækifæri. Það stóð líka þannig á, að ég liafði lokið barnaskóla helzt til ungur og uppi voru ráða- gerðir um að ég yrði aftur í 8. bekk og gengi líka til prestsins á ný. Það mun hafa verið vegna þess að séra Ólafur fríkirkjuprestur lét af prestskap um þessar mundir og entist ekki aldur í embættinu til að ferma mig. Þetta var mér hins vcgar ekkert til- hlökkunarefni. Embætti sendisveinsins varð til þess að ég losnaði við frekari barnaskólagöngu og lauk við kristindóminn 1 seljarasalnum og altaninu i Gutenberg — milli sendiferða — og var svo endan- lega „kristnaður" af séra Bjarna. 10 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.