Prentarinn - 01.01.1971, Síða 16
BLAÐAPRENT
í apríl í fyrra var formlega gengið frá stofnun
nýrrar prentsmiðju, Blaðaprents hf., sem annast
skal setningu og prentun Alþýðublaðsins, Tímans,
Vísis og Þjóðviljans. Blaðaprent hf. hefur nú fest
kaup d nýrri Goss Community offsetprentvél ásamt
plötugerð og ljóssetningarvélum af gerðinni
Compugrapliic frá Bandaríkjunum. Húsnæði er
cinnig fengið að Síðumúla 14, en þar keypti Blaða-
prent 600 fermetra hæð.
Þetta er auðvitað engar nýjar fréttir fyrir prent-
ara, en þeir hafa mikið rætt um þetta nýja fyrir-
tæki ( sínum hóp og furðað sig á þvi að heilt ár
skyldi líða áður en teknar voru upp viðræður við
HÍP og Offsetprentarafélag íslands um þau fjöl-
mörgu atriði sem semja þarf um jafnhliða því sem
gerðar eru svona umfangsmiklar breytingar á rekstri
dagblaðanna.
Hliðstæð umskipti og nú eru að gerast hér á
blöðunum eru orðin mjög algeng erlendis, nýjar
vélar koma í stað þeirra gömlu og gjörbreyta
vinnu starfsfólksins og yfirleitt þykir þá forráða-
mönnum fyrirtækjanna hyggilegast að láta starfs-
fólkið og stéttarfélög jress fylgjast með breytingun-
um allt frá byrjun, jni' mcð góðu samstarfi má ofL
forða árekstrum og erfiðleikum. Og víða eru kom-
in í samninga verklýðsfélaga ákvæði sem tryggja
atvinnuöryggi starfsfólks Jregar um er að ræða
tæknilegar breytingar.
Það var ekki fyrr en 4. maí s.l. að stjórn HÍP
fékk bréf frá Blaðaprenti hf. ])ar sem óskað var eftir
viðræðum við Prentarafélagið og liafa nokkrir
fundir verið lialdnir með stjórnum HÍl’ og Blaða-
prents. A þessum fundum vildu fulltrúar Blaða-
prents fá fram ýmsar breytingar á vinnutímanum,.
sem þýddu lengingu vinnuvikunnar, og fóru frarn á
að dagvaktin hefjist klukkan 5.30 að morgni og;
14
PRENTARINN.