Prentarinn - 01.01.1971, Page 19
Skákkeppni stéttarfélaga
Skáksveit HÍP.
Fulltrúaráð stéttafélaganna og Taflfélag Rcykjavík-
ur gengust fyrir skákkepnni stéttafélaga dagana 19.
og 26. apríl og 3. maí s. 1. Alls tóku 13 sveitir þátt í
keppninni og voru tefldar tvær umferðir á kvöldi
eftir Monrad-kerfi. Hafði hver keppandi klukku-
stund til að ljúka skákinni. Meðal þátttakcnda voru
nokkrir kunnir skákmcistarar hér í borg.
Úrslit keppninnar urðu sem hér segir:
1. Verkamannafél. Dagsbrún, A-sveit..... 20j4 v.
2. Trésmiðafélag Reykjavíkur ........... 20 —
3. Hið ísl. jrentarafélar .............. 14 —
4. Verkamannafél. Dagsbrún, C-sveit..... —
5. Verkamannafél. Dagsbrún, B-sveit .... 131,4 —
6. Félag járniðnaðarmanna, A-sveit ..... 13(4 —
7. Málarafélag Reykjavíkur ............. 1114 —
8. Félag blikksmiða ...................... 11 —
9. Múrarafélag Reykjavíkur ............... 10(4 —
10. Félag járniðnaðarmanna, B-sveiL ...... IO14 —
11. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir........ 10t/2 —
12. Sveinafélag húsgagnasmiða ............ 9'/2 —
13. Samband starfsfólks í veitingahúsum . .. 914 —
14. „Skotta" ............................. 0 —
Eins og vinningaskráin ber með sér hefur barátt-
an um efsta sætið verið afar hörð og tvísýn, og feng-
ust ekki hrein úrslit fyrr en í lok síðustu umferðar.
Tvær efstu sveitirnar voru skipaðar sterkum skák-
meisturum og þó sérstaklega Dagsbrúnarsveitin
enda voru þeir í nokkrum sérflokki.
Arangur prentara verður að teljast með ágætum,
en þeir tryggðu sér þriðja sætið í síðustu umferð,
er þeir sigruðu húsgagnasmiði á öllum borðunum
fjórum. HÍl’ tapaði fyrir trésmiðum og múrurum,
en sigruðu járniðnaðarmenn, A og B, blikksmiði og
húsgagnasmiði.
Þess ber að geta, að sú sveit sem yfir sat, lilaut
fjóra vinninga gegn „Skottu", en við þann „draug"
tefldu prentarar ekkil
Sveit prentara var skipuð eftirtöldum mönnum:
1. borð: Ólafur Björnsson (Þjóðviljinn).
2. borð: Ögmundur Kristinsson (Gutenberg).
3. borð: Birgir Sigurðsson (Hólar).
4. borð: Gunnar Gissurarson (Kassagerðin).
Varamenn: Baldur og Bragi Garðarssynir.
Keppni þessari lauk svo með liraðskákmóti og
tóku tíu sveitir þátt f því. Sigurvegari varð Dags-
brún, B-sveit með 28 v., 2. Dagsbrún, A-sveit með 27
v. og HÍP náði hér aftur þriðja sæti með 2414 v. í
4. sæti urðu trésmiðir með 20 v.
í lok hraðskákmótsins afhenti Óskar Hallgríms-
son, bankastjóri Alþýðubankans, þrem efstu sveit-
unum vönduð verðlaun, er gefin voru af Alþýðu-
bankanum (1. verðl.), Verkamannafélaginu Dags-
brún (2. verðl.) og Tímaritinu Skák (3. verðl.). Sömu-
leiðis afhenti Guðmundur J. Guðmundsson, f. h.
Dagsbrúnar, verðlaun fyrir beztan árangur einstak-
lings á hverju borði.
Skákstjóri var Hermann Ragnarsson og fórst hon-
um það vel úr hendi.
PRENTARINN
17