Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 20
Athyglisverð
nýbreytni
skemmtinefndar
Skemmtinefnd Prentarafélagsins tók upp á þeirri
nýbreytni fyrir síðustu kosningar, að boða á fund
félagsmanna fulltrúa þeirra flokka, sem fram buðu
í alþingiskosningunum 13. júní sl. Sendi nefndin
flokkunum bréf, þar sem óskað var eftir einum full-
trúa frá hverjum flokki. Þrír flokkar sendu fulltrúa
og voru það Alþýðuflokkurinu, Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkurinn. Var fundurinn lialdinn
fimmtudaginn 27. maí og setti Haukur Már, for-
maður skemmtinefndar hann. Síðan fluttu fulltrúar
flokkanna framsöguræður og sátu fyrir svörum
fundarmanna. Heldur var fundurinn fámennur, en
umræður urðu nokkuð fjörugar og fengu fulltrúar
flokkanna ýmsar nærgöngular spurningar við að
glíma. Vonandi verður hægt að halda þessari starf-
semi áfram, enda er ólíkt aðgengilegra fyrir félags-
menn HÍP að kynna sér stefnu flokkanna svona f
návígi við fulltrúa þeirra, heldur en að lesa meiia
og minna útþynntar hugleiðingar í flokkamálgögn-
um. Efri myndin cr af fulltrúum flokkanna og
fundarstjóra. Frá v.: Jón Snorri Þorleifsson (Al-
þýðubandalag), Eggert G. Þorsteinsson (Alþýðu-
flokkur), Haukur Már, fundarstjóri og Baldur Ósk-
arsson (Framsóknarflokkur). A neðri myndinni sjást
fundarmenn sem voru óþarflega fáir, cn létu vel yfir
fundinum.
18
PRENTARINN