Prentarinn - 01.01.1971, Qupperneq 22

Prentarinn - 01.01.1971, Qupperneq 22
2. Náraskerfið, eins og það er nú, gerir mönnum erfitt fyrir að skipta um starfsgrein. 3. Kennslan á vinnustöðunum er oft ófullnægjandi. Mikil sérhæfing fyrirtækjanna veldur því að mörg þeirra eru illa fær um að veita nemum alhliða kennslu. Oft veldur vinnutilhögunin því að meist- arinn cða aðrir starfsmenn hafa litinn tíma til þess að sinna nemunum og lítið samræmi er milli kennslunnar í skóla og á vinnustað. 4. í verkskóla er kennslan f almennum bóklcgum greinum ákaflega takmörkuð. Þessi gagnrýni á ekki eingöngu við iðnfræðsluna heldur allt skólakerfið. Eins og nú er verða ungling- arnir 15 eða 16 ára gamlir að ákveða starfsvið sitt og skólagöngu, eða „umhyggjusamir" foreldrar taka stundum af þeim ómakið og þaðan í frá halda flest- ir sínu striki og hverjum og einum er skipað á sinn „bás" og j);tr skulu þeir dúsa. Og eins og nú er um hnútana búið þarf talsverða einbcitni til þess að byrja alveg upp á nýtt ef löngun vaknar eða nauð- syn krefur. Núna reyna Danir eins og margar aðrar nágranna- þjóðir okkar að sníða mestu agnúana af iðnfræðsl- unni. Þeir stefna að því að veita í fyrstu sem bezta og vfðtækasta almenna menntun. — Skyldunámið verður lengt og samkvæmt nýju iðnfræðslulögun- um á iðnnámið að hefjast eftir 9 ára skólagöngu i stað 7 ára áður. Gert er ráð fyrir að iðnnáminu verði skipt í tvo aðalhluta, en þeir deilist í nokkra áfauga og hver áfangi veiti viss réttindi. í þessum nýju iðnfræðslulögum er ætlazt til að nemarnir í hverri faggrein (svo sem málmiðnaði, bókagerð, byggingariðnaði) hafi í fyrstu sameigin- lega námskrá og kynnist öllum sviðum sinnar fag- greinar. Nemi í bókagerð fær þá tilsögn jafnt í setn- ingu, sem offsetljósmyndun, bókbandi og offset- prentun. Og vegna þess hve námið er þá orðið fjöl- þætt dugar ekki lengur að gera námssamning við eitt fyrirtæki, heldur verður neminn að vinna stutt tímabil á ýmsum vinnustöðum milli þess sem hann er í verkskólanum og starfið á vinnustöðunum kem- ur þá í beinu framhaldi af kennslunni í skólanum hverju sinni. Gamla meistarakerfið er því afnumið. Fyrri hluti námstímans skiptist í 11 rj;i áfanga og að hverjum áfanga loknum velur nemandinn sér þrcngra svið eftir þeim kynnum sem hann liefur fengið af iðninni, en hann getur líka hætt námi, eða valið sér aðra iðngrein ef honum sýnist svo. Þegar síðari hluti námstímans hefst ákveður nem- inn sérsvið sitt og þá fyrst gerir hann fastan náms- samning við fyrirtæki sem er fært um að kenna þá sérgrein. Þegar dregur að lokum námstímans eykst verklega kennslán á vinnustað cn hlutur verkskól- ans minnkar. Yfirleitt er gert ráð fyrir þriggja ára námstíma og þar af tveggja ára kennslu í vcrkskóla. Fyrstu lærlingarnir sem hófu nám eftir nýja danska iðnfræðslukerfinu voru úr málmiðnaðinum. Það var haustið 1969. Þeir hafa orðið einskonar tilraunadýr og ýmsar breytingar verða vafalaust gerðar sam- kvæmt reynslunni af þeirri tilraunakennslu. Johan Sternberg sagði að enn væri ekki ákveðið hvenær nýja námsáætlunin kæmi til framkvæmda í bókiðnaðinum. Hún þyrfti mikinn undirbúning Sviar stejna einnig aÖ j)vi að taha upp algerlega nýja kennsluhætti i iðnfrœðslunni og hér að neðan má í stœrstum dráttum sjá hvernig peir hugsa sér að haga náminu i bókiðninni. — Ætlun peirra var að hejja kennslu eftir pessu nýja fyrirkomulagi 1. júli sl., en af j>vi gat pó ekki orðið og framkvrcmd pess frestað a. m. k. til nccstu áramóta. 4. náms- önn Setning A1 Ljósmyndun Plötugerð A2 3. náms- önn Setning Ljósmyndun Plötugerð A 2. náms- önn Véla- Umbúða- bókband gerð C3:1 C3:2 Vélabókband Umbúðagerð C2 2. ár 1. ór Prentun Bókband C1 Bókband Umbúðagerð 1. náms- önn Undirstöðunám í bókagerð 20 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.