Prentarinn - 01.01.1976, Page 3
þeirra cru mcim því ofurseldir hungri
og dauða. Eigendur framlciðslugagu-
anna geta því sett hinum sem vantar
þau slíka kosti sem sigurvegarar sigr-
uðum mönnum, með þvf að þeir eiga
vald á lífi hiuna, og kostirnir eru þeir,
að fólkið sem ekki á framleiðslugögn
og er því í heild kailað öreigar, selji
vinnu sína eignamönnunum, sem oft
eru einnig atvinnurekendur, en ekki
alltaf, að minnsta kosti ekki bcinlínis,
svo að tæplega er nógu víðtækt að
kalla samheild þeirra ]jví nafni. Nokk-
uð algeng málvenja er að kalla hana
borgarastétt og á það rót sína að
rekja til þess að stéttin á uppruna
sinn og viðgang að þakka viðurkenn-
ingu þeirri, er stjórnarbyltingin mikla
hafði í för með sér, hinni undirokuðu
stétt þátímans.borgurunum.til handa,
en annars er þetta nafn óheppilegt
vegna þess að ríkari er sú málvenja,
að borgari sé hver góður og gildur
samfélagsþegn. Þessi tvískinnungur í
merkingu þessa orðs, þcgar það er
notað fyrir nafn á eignamönnunum
sem stétt, leiðir og til þess að ætla við
fljótlegt álit, að sú samfélagsstéttin
sé fjölmennari en hún er í raun og
veru, því með tilliti til almennari
merkingarinnar verður ekki mótmælt,
að allir séu borgarar. Til leiðréttingar
þessu hefur verið reynt að kalla cigna-
mennina auðborgara, og cru þeir þá
að vísu réttilega greindir frá öðrum
borgurum, en til er orð, sem hefur
orðið innlyksa í málinu, þótt af er-
lendum toga sé, og síðan snemma á
íslenskum öldum verið notað um slíka
menn sem eignamennina, sem meira
fyrir sakir auðs en ágætis hafa borist
á, sem sé „burgeis". Er það samstofna
við nafn eignastéttarinnar með öðrum
þjóðum (bourgeosie) og engin hætta
á, að það villi um stéttaraðstöðuna.
Þetta orð virðist því tilvalið sem stétt-
arheiti á eignamönnunum, og sam-
kvæmt því verða þá nöfn þjóðfélags-
stéttanna öreigar og burgeisar.
Viðskipti þessara stétta fara nú
fram með þeim hætti, að öreigarnir
selja burgeisunum vinnu sína gegn
því, að hinir fyrrnefndu fái af verð-
mæti þess er þeir framleiða, sem næst
því sem þeir þurfa til þess að geta
dregið fram lífið og haldið nokkurn
veginn vinnuþoli sínu. Vinnukaup-
andinn fær með því aðstöðu til að
draga úr framlciðslukostnaði án þess,
að það komi fram til lækkunar á sölu-
verði framleiðsluvörunnar, og mynd-
ast við það mismunur honum til iiagu-
aðar og kallast hann virðismunur.
Þessum virðismun stingur vinnu-
kaupandinn, burgeisinn, í eigin vasa
og öðlast með þvf h'fsuppeldi áu
vinnu. Það veitir honum tómstundir,
sem hann getur neytt til þess að ná f
völd f þjóðfélagi sínu í því skyni að
tryggja sér sérstaka vernd eigna sinna
og sníða lög þess og rétt 1' samræmi
við hagsmuni sítia og sinnar stéttar.
A þá lund verður stétt burgeisanna
•yjirráöastétt í samfélaginu, og er hún
með tilliti til þess oftlega kölluð auð-
valdsstétt, með því að yfirráðunum
heldur hún og viðhcldur í krafti auð-
æfauua, sem henni safnast, en hin
þjóðfélagsstéttin er þá „hin kúgaða
stétt", og hefur hún sem slík frá upp-
hafi verið kölluð alþýöa eða alþýöu-
stétt hér á landi. Stundum er hún og
kölluð verkamannastétt, en það er
sprotlið af áhrifum crlendrar hugsun-
ar og er alltof þröngtækt í íslensku
máli, því að til kúguðu stéttarinnar
teljast allir öreigar, eigi aðeins verka-
menn f venjulegri merkingu, þ. e. þeir
sem vinna líkamlega erfiðisvinnu án
undirbúningsnáms, heldur og allir
iðnlærðir verkamenn, ennfremur all-
ir aðrir starfsmenn, er selja vinnu sína
fyrir kaup, og auk þeirra allir bænd-
ur til lands og sjávar, er ekki hafa
skuldlaus eignaráð á framleiðslugögn-
um sínum. Litlu víðtækara er að kalla
stéttina verkalýð einu nafni, svo sem
og er stundum gert. Reynt hefur ver-
ið að ráða bót á þessu með orðtak-
inu „verkamenn og bændur", sem líka
er gert að hætti manna, er hugsað
hafa á málum sem vantar eitt orð yfir
allt hugtakið, en það er einnig of
þröngtækt og því villandi í islensku
og óþarft, þar eð orðið alþýða tekur
einmitt yfir alla einstaklinga samfé-
lagsins nema þá, sem heyra til yfir-
ráðastéttarinnar.
Fyrir aðgerðir yfirráðastéttarinnar,
er hún hreiðrar um sig innan samfé-
lagsins, fær það ákveðið skipulag, sem
kailað er auðvaldsskifiulag, og er
grundvöllur þess einkaeign á fram-
leiðslugögnum og lög og réttur, er
hvort tveggja er miðað við eignarráð.
Skýrasta einkenni þess er það, sem i
grundvallarlögum allra auðvaldsríkja
er ákveðið, að eignarrétturinn sé frið-
heilagur, en réttar til vinnu, sem er
lífsskilyrði fyrir öreigastéttina, er ekki
getið einu orði, enda er það alveg rök-
rétt. Eigendur framleiðslugagnanna
hafa jafnskjótt sem afkomu þeirra er
borgið í krafti friðheilags eignarrétt-
arins tök á að synja alþýðu um afnot
af framleiðslugögnunum, hvenær sem
virðismunurinn minkar vegna verð-
falls eða annars, og girða þar með
fyrir, að þeir geti yfir höfuð að tala
lifað.
Hér hefir vitanlega að eins verið
lýst aðaldráttunum í viðskiftum þjóð-
félagsstéttanna í auðvaldssamfélagi, og
ýmsir kunna að draga þá ályktun, að
ekki sé rétt frá skýrt, af því, að í auka-
atriðum séu viðskifti þjóðfélagsstétt-
anna í ýmislegum, fleirum myndum.
Það kernur að vísu fyrir, að burgeisa-
stéttin kaupir ekki vinnu alþýðustétt-
arinnar beinlínis. Stundum leigir hún
alþýðunni framleiðslugögnin og læt-
ur hana sjálfa annast um kaup á
vinnuafli og sölu á framleiðslunni, en
tekur þá virðismuninn í leigunni, eða
hún gefur alþýðumöuuum kost á eign-
arráðum cinhvcrra framlciðslugagna
með því að lána fé til kaupa á þeim,
og tekur hún þá virðismuninn í vöxt-
um af fénu. Alþýðumaðurinn er þá
kominn í atvinnurekenda-aðstöðu, úr
því að hann er farinn að kaupa vinnu
annara manna að meira eða minna
leyti, og liættir honum því til að finna
til sín sem vinnukaupanda, þótt hann
sé í rauninni að eins umboðsmaður
burgeisanna eða milliliður fyrir þá til
vinnukaupa, enda gera burgeisar mjög
mikið að því að villa slíkum mönn-
um sjónir um stéttarstöðu þeirra.
Líkt fer um ýmsa, sem með öðrum
og beinni hætti selja auðvaldsstéttinni
vinnu sfna til umboðsstarfa fyrir hana,
svo sem embættismenn, ýmsir opin-
berir starfsmenn, verslunarfulltrúar,
skrifstofustjórar o. s. frv„ og enn frem-
ur á það sér stað, að ráðvandir menn
og grandalausir láti blekkjast af því,
sem auðvaldsstéttin lætur málgögn síi?
PRENTARI N N
3