Prentarinn - 01.01.1976, Side 4

Prentarinn - 01.01.1976, Side 4
tclja fólki trú um, að allir geti með iðkun tiltekinna dygða, „iðjusemi, reglusemi og sparsemi", öðlast samfé- lagsaðstöðu eignamannanna. Fyrir því segir tilfinning slíkra manna oft- lega rangt til um stéttaraðstöðu þeirra í samfélaginu. Stéttarvitund þeirra hefir ruglast, og þeir eru orðnir stétt- viltir, sem kallað er. Þessi misskiln- ingur þeirra er yfirráðastéttinni mjög hagkvæmur, því að þeir verða eins og viðnámsbólstur henni til Iilífðar gegn aðsóknum kúguðu stéttarinnar. Er hlutskifti þcirra næsta ömurlegt, því að þeir vcrða til þess að veita yfir- ráðastéttinni vígsgengi, þegar f odda skerst um hagsmuni þjóðfélagsstétt- anna, þótt þeir eigi í raun réttri sam- stöðu við hina, kúguðu stéttina. Eins og áður er vikið að, gera eign- arráð auðvaldsstéttarinnar henni fært að sitja yfir kosti alþýðustéttarinnar. Auðvaldsstéttin kaupir vinnu alþýð- unnar, og það cr einfalt mál, að ágóði hinnar fyrrnefndu verður því meiri, sem hún fær vinnuna lægra verði, en að sama skapi verða kjör hinnar síð- arnefndu þeirn mun verri, sem hún fær minna fyrir vinnuna. Hagsmunir þjóðfélagsstéttanna eru því alveg gagnstæðir, en sjálfsbjargarhvöt hvorr- ar tveggja rekur þær til að kosta kapps um að hera scm mest úr býtum, ann- ars vegar f arði af eign, liins vegar i kaupi fyrir vinnu. Því meiri arð, sem eignastéttin fær, því auðveldara verð- ur henni meðal annars að eignast vinnuspör verkfæri, sem aftur veita lienni enn meiri arð. Sumir eigna- mannanna, sem annaðhvort hafa ekki verið nógu harðvíttigir að þrýsta nið- ur kaupi verkafólks síns eða ekki nógu fljótir að festa sér kaup á hrað- virkari tækjunum, dragast þó aftur úr og verða bráðlega að gefast upp, láta af hendi eignirnar og fara að selja vinnu sína. Mestu gróðamennirnir meðal burgeisanna ná þannig eignar- ráðum á æ fleiri framleiðslugögnum, og við það safnast cignirnar á sífelt færri hendur. Þetta gengur ótrúlega fljótt stundum . .. Fjöldi þeirra manna, sem verða að selja vinnu sína, verður þannig æ meiri, og við sam- keppnina milli þeirra fellur hún í verði. Margir geta þó alls ekki selt vinnu sína og ganga atvinnulausir, og verða þeir eins konar varalið, sem burgeisarnir geta gripið til, þegar fjörkippir lilaupa í atvinnurekstur, og hindra atvinnuleysingjarnir þannig óviljandi, að kaup hækki við það, að eftirspurn eykst eftir verkafólki. Þegar þróun auðvaldsskipulagsins er komin á þetta stig, þá er líf fjöldans í veði. Þá neyðir sjálfsbjargarhvötin hann til þess að finna til sín sem heild- ar, og hann gerir tilraun til að rísa gegn ofureflinu. Þá cr komin upp bar- átta milli þjóðfélagsstéttanna, stétta- barátta. Stéttabaráttan er þannig bein afleiðing af þróun auðvaldsskipulags- ins og óumflýjanleg, meðan það ríkir, eins og skugginn þeim, sem á ferli er í sterkri birtu. Hún er þvf ekki neitt uppátæki óhlutvandra manna, sem ekki geti stillt sig um að ala sífelt á ósamlyndi og úlfúð, eins og sumir virðast halda. Hún verður þess vegna ekki heldur þögguð niður með því að fárast yfir henni eða með umvöndun- um einum til þeirra manna, sem neyddir eru til að hefja hana til bjarg- ar lífi sínu. Þar með er þó ckki sagt, að ekki sé unt að losna við hana. Það er um hana eins og livert annað mein, sem að eins verður læknað með því að ncma burt undirrótina, sem það er sprottið af, og þar scm sýnt hefir ver- ið, að stéttabaráttan stafar af skifting- unni í þjóðfélagsstéttir, en undirrót þeirra er einkaeign á framleiðslu- gögnum, þá Hggur í augum uppi jafn- vel hverju barni, að lækningin er sam- eigti á framleiðslugögnunum, enda hefir það verið ráð hinna vitrustu manna alt frá því, að bölvun r,tétta- skiftingarinnar gerði fyrst vart við sig, þótt seint hafi gcngið að koma þvf í framkvæmd sakir mótspyrnu burgeis- anna. Stéttabaráttunni er að jafnaði þann- ig háttað, að kúgaða stéttin efnir til samtaka í jiví skyni að sporna við kúguninni. Reynir hún þá fyrst og fremst að hindra með verklýðsfélags- skap undirboð á vinnukaupi, knýja fram kauphækkanir með því að gera vinnu ófáanlega nema við ákveðnu verði (kauptaxta eða kauplagi) og leggja við verkfall, ef tilraun er gerð til mótþróa. Samtökin leitast enn fremur við að stytta vinnutíma dag- lega, svo að vinnan dreifist á sem flest- ar hendur og slfti síður verkamönnum út fyrir aldur fram, og yfirleitt að bæta kjör alþýðu á hvern þann veg, sem unt er. Hins vegar búast burgeisar einnig til varnar, sem von er, því að arður þeirra verður vitaskuld því minni, scm kjör alþýðunnar verða betri. Þeir efna því líka til samtaka sín á milli og freista að vinna bug á alþýðusamtökunum bæði með því að leita allra bragða til að sundra þcim og með þvf að þrýsta niður vinnu- kaupinu. . . . Kemur þeim tíðum að liði, að f kappinu um vinnuna fram- leiðir alþýðan meira en markaður er fyrir, svo að offramleiðsla verður, sem kallað er, og framleiðsluvörurnar selj- ast ekki; raunar stafar offramleiðslan oft ekki sfður af því, að kaupgeta al- þýðunnar er ekki nægileg til þess, að hún geti keypt framleiðslu sína, sak- ir þess, að hún hefir borið of iítið úr býtum af verðmæti framleiðslunnar. Framleiðsluvörurnar seljast jiví bæði seint og illa, og afleiðingin verður kreppa í atvinnulífinu. Kreppur jiess- ar verða Jiví harðari, langærri og tíð- ari, sem auðvaldsþróunin kemst á hærra stig, svo að það verður sífelt örðugra viðfangsefni að ráða bót á því böli, sem þær valda. Þjóðfélagsstéttirnar komast fljótt að raun um, að þær geti ekki barist til úrslita á verkamálasviðinu. Þó að al- þýðan hefði t. d. fram allar kröfur sínar um kauphækkun, vinnutíma- styttingu o. fl., þá gæti burgeisastéttin gert þann ávinning að engu með valdi sínu f samfélaginu. Yfirráðastéttin getur t. a. m. með einfaldri lagabrcyt- ingu innheimt með tilsvarandi hækk- un á tolluin á neyzluvörum og skött- um á þurftartekjur alþýðu og veitt sjálfri sér síðan sömu fúlgu úr ríkis- sjóði sem „styrk til atvinnuveganna á örðugum tímum“, og hún getur rask- að gildi peninganna sér í hag, eins og dæmin hafa sýnt. Baráttan snýst jiví bráðlega upp f átök um yfirráðin í jijóðfélaginu á vettvangi stjórnmál- anna. Stéttirnar mynda stjórnmála- flokka og kappkosta að afla þeim meirihlutafylgis kjósenda, þar sem fólksstjórnarfyrirkomulag er og al- 4 PRENTARI N N

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.