Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.01.1956, Síða 7

Nýi tíminn - 12.01.1956, Síða 7
Gtiimar M. Magnúss: ABENDING til yfirmanns herþrælanna á íslandi, ]ohn W. White á Keflavíkurflugvelli L - Að gefnu tilefni hefst þetta greinarkorn á nokkurri upp- rifjan um fáeina menn. sem koma við sögu íslands sem sendiboðar erlends valds og er- lendra yfirgangsmanna. Fyrst skal ségja yður, herra John W. White, frá Una danska. Hann var sendur frá konungi Noregs, skömmu eft- ir landnám íslands, til þess að freista þess að leggja land- :ið undir konung. En þann veg tóku landsmenn þessum er- lenda sendimanni, að þeir neit- nðu honum um vistir og aðr- ar nauðþurftir, svo að hann ■:fékk eigi við haldizt, hrökkl- aðist því milli héraða og var loks drepinn. Því næst er að segja yður frá öðrum sendimanni er Þór- arinn hét og var Nefjólfsson. Þá var ártalið 1024. Hann kom til alþingis og gekk á Lög- toerg á Þingvöllum, bar þar fram kveðju konungs og þá orðsendingu til landsmanna að þéir gengi honum á hönd. Vék- ust menn að nokkru undan þessu. Þá mæltist sendimað- ur til þess af konungs hálfu, að íslendingar gæfu honum eyju þá fyrir norðan land, er Grímsey heitir, og hét fríð- indum á móti. Vildu sumir höfðingjar þægjast konungi í þessu. En þá reis upp bóndinn Einar Þveræingur og benti á þá firnahættu, er þjóðinni staf- aði af slíku landsafsali, — en hinsvegar vel til fallið að senda konungi vinargjafir, þeir er það vildu. Fór svo að sendi- för konungsmanns varð árang- urslaus að þessu leyti, en orð Einars Þveræings lifa til ævar- andi dáða í sögu þjóðarinn- ar. Þessu næst skal minnast á atburð, sem gerðist árið 1286, 24 árum eftir að íslendingar höfðu með Gamla sáttmála gengið Noregskonungi á hönd. Þetta ár gerði konungur til- raun til þess að koma á hern- aðarskyldu á íslandi. Stefndi hann utan handgengnum mönn- um og enn öðrum sér til styrkt- ar og tjáði íslendingum að Svíar myndu ráðast á Noreg og brenna Víkina. Undir for- ustu ágætra manna voru þing haldin um málið um land allt og neitaði þar alþýða manna að ganga til herskyldu, enda skýlaust brot á Gamla sátt- mála. Og að lokum er rétt að segja yður frá Krók-Álfi, einum vild- armanni konungs, er hingað var sendur upp úr aidamótun- um 1300 með konungsbréf um utanstefnur og margskonar beiðslur fyrir hönd konungs. Var aðsúgur allharkalegur gerð- ur að Krók-Álfi á Hegranes- þingi, og hefði' hann verið þar drepinn, ef handgengnir menn hefðu ekki komið honum til bjargar og skotið honum und- an. Varð hann skelfdur mjög, bar sitt barr ekki eftir það og andaðist um haustið. En árið eftir gerðu bændur sam- þykkt á alþingi og mótmæltu einarðlega boðskap konungs og kröfum hans. Þessar minningar eigum vér íslendingar og enn fleiri af slíku tagi. Þær rifjast jafnan upp, þegar íslenzka þjóðin á í vök að verjast gegn erlendri ásælni og erlendum yfirtroðslu- mönnum. Þessir atburðir gerðust allir áður en Bandaríkin yðar urðu til Svona er baráttusaga ís- lendinga gömul saga og löng. Og svona hafa erlendir yfir- gangsmenn si og æ reynt að fjötra hina fámennu bjóð. Og John VV. White - yfirmaður herþrælanna á íslandi enn gerðust margir hliðstæðir atburðir í þjóðlífi ísléndinga áður en komið er að upphafi þjóðarsögu yðar, hr. John W. White. II. 17n tilefni þess- arar greinar er ritsmíð, er þér birtuð í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 29. des. s. 1. og nefnist: Aðeins eitt orsakar dvöl vamarliðs- ins á íslandi og það er árásar- hætta frá hinu austræna stór- veldi, í ritsmíð þessari gangið þér feti framar en hóflegt er. Með henni hafið þér skipað yður í flokk hinna verstu erlendu á- sælnismanna er þjóð vor hef- ur kynnzt, — í öðru lagi seil- ist þér til áhrifa á innanríkis- mál íslenzku þjóðarinnar, — í þriðja lagi berið þér fram lúalegar dylgjur og hatramman róg í garð vinaþjóðar íslend- inga, — í fjórða lagi falsið þér sögulegar staðreyndir, — í fimmta lagi krefjist þér auð- mýktar og þakkar íslénzku þjóðarinnar fyrir hina .svoköll- uðu „vernd“ hersins. Þessi ritsmíð yðar er því áróðursgrein af verstu tegund gegn íslenzku þjóðinni og hinu unga lýðveldi voru. Við henni er aðeins eitt verðugt svar íslendinga: að svipta yður land- vistarleyfi á íslandi. Þér haf- ið í ritsmíðinni komið fram í gerfi allra hinna fyrrnefndu sendimanna erlends valds, er ég kynnti yður í upphafi. En þér þurfið ekki að óttast, að íslendingar fari að yður svo sem Una danska og Krók- Álfi. Þeir munu ekki skerða eitt höfuðhár yðar, jafnvel þótt þér egnið þjóðina til haturs og hernaðarárása á aðrar þjóðir. En þjóðin mun svara yður með fullum rökum og reka ofan í yður dylgjur o; róg þann hinn fúla og ekk linna fyrr en þér og aðrii herþrælar á íslandi eru fyrir fullt og allt horfnir út fyrir íslenzka landhelgi. III. Rógsgrein yðar gegn íslenzku þjóðinni birtið þér í Morgun- blaðinu og var þess reyndar að vænta. En þér hafið verið við þesar athafnir í ýmsu ó- heppinn, svo sem einnig mátti vænta. Að vísu er stjórnmála- ritstjóri Morgunblaðsins, Sig- urður Bjarnason, á yðar snær- en þér megið gjarnan vita að hann er mikill og þjóðkunn- ;r s; jaðrari og að sama skapi maður lítilsigldur í skoðunum svo sem dæmin sanna. Að hinu leytinu hafið þér valið framgjarnan tóka til þess að koma ritsmíð yðar í islenzk- an búning, en án afdráttar skal yður sagt, að þessi blaða- tóki er um þessar mundir einn helzti hortittameistari Morgun- blaðsins, og hafa flestir þeir, sem hann hefur leitt fram á sjónarsviðið hlotið af vanvirðu eða skop, svo sem nærtæk dæmi staðfesta. Þér hafið hlot- ið að makleikum hvorttveggja: vanvirðuna og skopið. Hallast þá ekki á með yður hernáms- djórunum á Keflavíkurvelli. Fyrsti hernámsstjórinn, hinn borubratti McGaw, varð að athlægi um gjörvallt land fyrir hina gleiðgosalegu heilsan sína, er hann sté hér fyrst á land, — fyrirrennari yðar, Hutehin- son, er nú að verða jafn fræg- ur fyrir framhleypni sína og derringshátt, svo sem mynd í nýkomnu hefti af Virkinu í norðri sýnir. Og nú standið þér nakinn sögufalsari með hofmóðulegt orðbragð í garð íslenzku þjóðarinnar, en biðj- ið jafnframt lesendur Morgun- blaðsins að líta með samúð á umkomuleysi yðar í hinum lágkúrulega Nissen-bragga, þar sem þér verðið að hirast, ves- alingurinn, við að stjórna hinni voldugu herstöð. En lítum nú á nokkrar fuil- yrðingar yðar og sjáum hvaða svip þær fá í ljósi staðreynd- anna. IV. ér segið: „Við vitum allir, að í síðustu styrjöld höfðu Banda- ríkjamenn lagt óhemjufé í að koma upp hinum voldugustu herbækistöðum og einnig áttu þeir stærsta og sterkasta her í heimi. Strax og styrjöldinni lauk, hikuðu þeir ekki við að leysa upp allt þetta mikla hernaðarkerfi, hvað marga milljarða, sem það hafði kost- ----- Fimmtudagur 12. janúar 1956 — NÝI TÍMINN — (7 fslendlngar hafna eindr^! lð krofisnnm mm i®andarfska i flotastöð í Hvalfii-M [ Þau ánægjulegu tíðindi gerðust nýl. að Tíminn, : málgagn utanríkisráðherra, ítrekaði fyrri yfirlýs- ■ ingar sínar um að ekki komi til mála að leyfa : Bandaríkjamönnum að koma sér upp flotastöð í \ Hvalfirði. Blaðið segir í forustugrein: : „Hinsvegar er ástandið tvimœlalaust orðið \ pannig, að nú er minni þörf að fjölga varnarstöðv- : um en áður var. Þess vegna veröa óskir um auknar : bœkistöðvar hér á landi, t.d. við Hvalfjörð, aðeins \ álitnar frómar tillögur hershöfðingja, er telja pað : skyldu sína að leggja fram sem víðtækastar áætl- ] f anir miðaöar við mestu hugsanlega hœttu, en taka 1: síður tillit til breyttra, friðvœnlegri viöhorfa. í : ■ pví Ijósi munu íslendingar líta á slíkar kröfur og : hafna peim eindregið, að óbreyttum aðstœðum, : ef pær verða bornar fram.“ Ástæða er þó til að benda á fyrirvarann, „að ó- : breyttum aðstæðum"; hann sýnir að Tíminn vill : enn hafa útgöngudyr. að. Herbækistöðvarnar voru rifnar upp með rótum, herflug- vélar brotnar í spón í þús- undatali og hermennirnir sjálf- ir voru því fegnastir að fá að hverfa heim aftur.“ Lítum nú á staðreyndirnar: Vopnahlé eftir heimstyrjöldina var samið í byrjun maímán- aðar 1945 og í ágústmánuði þ.á. vörpuðu flugmenn yðar hel- sprengjunni yfir Hirosíma í Japan og auglýstu þá Banda- ríkin að síðasti óvinurinn hefði verið að velli lagður. Og þá tóku Bandaríkjamenn „að rífa hérbækistöðvarnar upp með rótum og brjóta herflugvélar í spón í þúsundatali", að yð- ar sögn. Sé eitthvað hæft í þessu, liggja fyrir því eðlilegar forsendur. Friður var saminn Þjóðir í austri og vestri, Sovét- þjóðirnar og Bandaríkjamenn, höfðu staðið hlið við hlið og lagt sameiginlega fram krafta sína til þess að vinna bug á herveldum fasismans. En fram- kvæmdir þær, er þér skýrið frá, gerðust ekki hér á landi. Hér voru hvorki „rifnar upp með rótum“ herbækistöðvar né flugvélar „broinar í spón“. Öðru nær. Á þessum sömu dög- um sem friður var samihn, voru útrunnir samningar um hersetu Bandaríkjamanna á ís- landi. En hvað skeði á þeim friðardögum? í stað þess að hverfa héðan, svo sem Bretar gerðu, sviku Bandaríkjamenn samninga og fóru hvergi. Og það sem meiri furðu gegndi: Þeir báru fram dólgslega kröfu um ævarandi dvöl hér á landi. kröfuna um herstöð til 99 ára í Keflavík, Hvalfirði og Rvik. Nú er skorað á yður, herra John W. White, eð svara því undanbragðalaust, hvaða rök voru að baki kröfu Bandaríkja- manna 1945 um ævarandi her- stöð á íslandi á sama tírna og þér segið að þjóð yðar hafi rokið í að brjóta flugvélar og rífa niður herstöðvar. Það er krafa íslenzku þjóðarinnar, að þér svarið með rökum. sem hæfa þeim tíma, þegar kröf- umar voru fram bornar. En á eitt skal yður bent í þessu sambandi: Svarið ekki með því að benda á „hættuna frá austri“ á þeim tíma. ís- lenzka þjóðin minnist ýmissa atburða, er gerðust fyrir þús- und árum, svo að þér skuluð ekki ímynda yður að hún liafi gleymt því, sem gerðist fyrir tug ára. Skal nú minnzt á ýmis önn- ur atriði úr ritsmíð yðar: um hættuna úr austri, um mikil- vægi „herverndarinnar", um vinnuafl íslendinga í hernað- arþágu, um samneyti hernáms- manna við íslendinga, urrj ein- stæðingsskap og umkomuleysi yðar á „þessari eyju ykkar í At’antshafinu", eins og þér örð- ið það, — um bandarísku borg- ina á íslandi, um Nissen-bragg- ann yðar, um leiðbeiningar yðar til læsra íslendinga, um erindreka yðar og þjóna á ís- landi, um fræðslu yðarí alþjóða málum til handa íslendingum og sitthvað fleira, sem þér fleipr- ið um. Og að lokum mun yð- ur látin í té skýring á því, hversvegna menn yðar á Kefla- víkurvelli eru kallaðir herþræl- ar, og hversvegna þér, herra John W. White, hafið öðlazt titilinn: yfirmaður herþrælanna á íslandi. (Framhald). SuSurtisimskaufs- iandið kannað Flugvélar frá bandaríska leið- angrinum sem kominn er til Suð- urheimskautslandsins til rann- sókna flugu í gær yfir Suður- póiinn. Byrd flotaforingi, sem stjórnar leiðangrinum, fór sjálf- ur í kopta til að skyggnast eftir ummerkjum á þeim slóðum þar sem fyrsti leiðangur hans til Suð- j urlieimskautsins hafði aðsetur . fyrir 27 árum og sá hann þar ! útvarpsstöng sem þá var reist. | Leiðangur frá Sovétríkjunum er þegar tekinn að kanna og gera landmælingar á ástralska hluta heimskautslandsins og ástralski leiðangurinn er nú í þann veginn að koma til landsins. Þessar rannsóknir sem enn fleiri þjóðir taka þátt í eru gerð- ar í sambandi við hið alþjóð- lega jarðeðlisfræðiár sem hefst. næsta sumar.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.