Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1956, Page 1

Nýi tíminn - 20.09.1956, Page 1
VEGNA sumarleyfa prent- ara kemur Nýi tíminn að- tíns út hálfs mánaðarleg:; 1 sumar. NÝI TÍMINN Finuutudagur 20. september 1956 — 10. árgangur — 39. tbJ. Kaupendnrl Muni ðað greiða póst- kröfur frá blaðinu. M r Loftferðadeila Eslendinga og Svía virðist nú úr sögynni SAS gefst upp á að þrengja kosti LoftleiSa, á nú enda sjálft i striSi viS Lufthansa Horfur eru nú á að deila Svía og íslendinga um lendingarrétt íslenzkra flugvéla í Sviþjóð sé að leysast, en nú er liðið hátt á annað ár síðan loftferðasamningur þjóðanna gekk úr gildi. Hann haföi verið framlengdur til loka þessa mánaðar. Sænska útvarpið skýrði frá því nýlega að Winberg, flug- málastjóri Svíþjóðar og Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri íslands, hafi að undanförnu set- ið við samningaborð. Útvarpið hafði það eftir Win- berg, að málið væri nú komið á það stig, að íslenzki flugmála- stjórinn hefði lagt fram flug- áætlun Loftleiða á leiðinni Reykjavík—Gautaborg á kom- andi vetri og ennfremur fyrir- huguð fargjöld. „Hr. Winberg telur að horfur séu nú á, að flugmálastjórnin (sænska) geti að mestu leyti fallizt á þau fargjöld og þá flugáætlun sem lögð hefur ver- ið fram. Flugmálastjórnin mun sennilega leggja til við ríkis- stjórnina að hið íslenzka félag fái leyfi til flugs á leiðinni Reykjavík-Gautaborg samkvæmt vetraráætluninni", sagði sænska útvarpið. ÓBREYTT FARGJÖLB t>að hefur ekki verið neitt leyndarmál, að neitun sænsku stjórnarinnar að endurnýja loft- ferðasamninginn var upphaflega runnin undan rifjum norræna flugfélagsins SAS, sem Sviar, Danir og Norðmenn eiga. SAS taldi sér stafa hættu af samkeppni Loftleiða á flugleið- inni vestur um haf og lét setja það skilyrði fyrir endumýjun samningsins, að Loftleiðir hækk- uðu fargjöld sin til samræmis við taxta IATA, sem stóru ílug- félögin fara eftir. Loftleiðir neit- uðu þessu á þeirri forsendu að Líkur á að sænski bændaflokk- urinn bætti stjórnarsamstarfi Beið mikinn ósigur í þingkosningum, Hægri flokkurinn og kommúnistar unnu á Líkur eru taldar á að innan skamms muni slitna upp úr stjórnarsamstarfi sósíaldemókrata og Bændaflokks- ins í Svíþjóð. Bændaflokkurinn er talirm munu hætta samstarfinu sökum hins mikla ósigurs sem hann beið í þingkosningunum í fyrradag. Úrslit kosninganna urðu þau, að sósíaldemókratar misstu 2 þingsæti, fengu 108 í stað 110, samstarfsflokkur þeirra, Bændaflokkurinn, tapaði 6 þingsætum, fékk 20 í stað 26, Þjóðflokkurinn tapaði 1, fékk 58 í stað 59, Hægri flokkur- inn vann 8, fékk 39 í stað 31 og kommúnistar unnu 1, fengu 6 í stað 5. Úrslitatölur eru enn ókomn- ar, þar sem eftir er að telja atkvæði sem send eru í pósti, og eru þau um 100.000. Það má vera að þessi atkvæði geti breytt þingsætaskiptingu eitt- hvað, og ekki talið ósennilegt að Bændaflokkurinn muni tapa enn einu þingsæti. Erlander forsætisráðherra sagði í sænska útvarpið í fyrri- nótt þegar ljóst var hvernig kosningarnar hefðu farið, að engin ástæða væri fyrir stjóm- arflokkana að rjúfa samstarf- ið. Meirihluti þjóðarinnar hefði enn vottað þeim traust sitt. Forystumenn Bændaflokks- ins eru taldir á annarri skoð- un og kenna þeir stjómarsam- starfinu um ósigurinn. Það er því talið líklegt að flokkurinn muni á næstunni ákveða að slíta stjórnarsamstarfinu. Er þá ekki óhugsandi að mynduð verði samsteypustjórn borgara- flokkanna tveggja og Bænda- flokksins, en samanlagt hafa þessir flokkar rétt rúman helm- ing þingsæta, eða 117 af 231. <$>--------:--------------------- flugvélar þeirra væru minni og hægfleygari en flugvélar stóru flugfélaganna. í vetraráætlun Loftleiða, sem Svíar virðast nú hafa fallizt á, er enn sem fyrr gert ráð fyrir óbreyttum fargjöldum. Ráðgert er að flugvélar félagsins hafi einu sinni í viku viðkomu i Gautaborg. SAS SJÁLFT í KLÍPU Það má telja sennilegt, að ein af höfuðorsökum þess, að Svíar hafa nú loksins fallizt á að veita Loftleiðum lendingarréttindi, enda þótt hið íslenzka félag hafi ekki fallizt á kröfu þeirra um fargjaldahækkun, sé sú, að SAS á nú sjálft undir högg að sækja í samningum um slík réttindi. Samgöngumálaráðherrar Sví- þjóðar, Danmerkur og Noregs hafa að undanförnu rætt við samgöngumálaráðherra Vestur- Þýzkalands, Seebohm, í Kaup- mannahöfn, en vesturþýzka stjórnin vill takmarka stórlega lendingarréttindi SAS í sínu landi til þess .að draga úr sam- keppni við hið nýendurreista þýzka flugfélag, Lufthansa. Samningamir í Kaupmannahöfn hafa gengið mjög erfiðlega og litlar líkur hafa verið taldar á tilslökunum af Þjóðverja hálfu. Jón Böðvarsson kiörinn foi seti Æskulýðsfylldngarinnai Nýlokið þing ÆF gerði f|ölmargsr athyglis' verðar áiyktanir um hagsmunamál æskunnar Fimmtánda þingi Æskulýðsfylkingarinnar lauk á Akureyri um miðnætti s.l. sunnudag. lúnginu lauk með kosningu sambands- stjómar fyrir næsta kjörtímabil, og var Jón Böðvarsson stud. mag. kosinn forseti. Aðrir í framkvæmdanefnd eru: Matthías Kristjánsson rafvirki varaforseti, Sigurjón Einarsson kand. theol. ritari, Jóhannes Jónsson iðnnemi gjaldkeri, og meðstjórnandi Hrafn Sæmunds- mundur Magnússon verkfræðing- ur, Gisli Björnsscn nemandi,.Bogi Guðmundson viðskiptafræðingur, Gunnar Guttormsson iðnnemi, Ingi R. Helgason lögfræðingur. Varamenn: Þórólfur Daníelsson prentari, Brynjólfur Vilhjálms- son vélskóianemi, Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur. Mjkil bjartsýni ríkti á þinginu, og voru samþykktar margar á- lyktanir um hagsntunamál æsk- unnar. Jón Böðvarsson son iðnnemi. Varamenn: Ólafur Daníelsson jámsmiður og Ólaf- ur Eiríksson jámsmiður. Auk framkvæmdanefndar voru þessir kosnir í sambandsstjórn: Guðmundur J. Guðmundsson verkamaður, Hrafn Hallgrímsson menntaskólanemi, Jóna Þor- steinsdóttir gjaldkeri, Böðvar Pétursson verzlunarmaður, Guð- Gjaldeyrisforði j Breta minnkar í ágúst þáði Bretland fjögurra milljóna dala styrk frá Banda- rikjunum til hervæðingar. En. Bretland _J>urfti að greiða jafn- virði 51 milljón dala í gulli eða bandarískum dölum til Greiðslu- bandalags Evrópu, fyrir júli- mánuð. Fram til ágústmánaðar hafði gjaldeyrisforðinn farið vaxandi í hverjum mánuði. Samdráttur hans í ágúst er talinn eiga rætur sínar að rekja til herviðbúnaðar vegna Súezdeilunnar og því að eftirspurnin i erlendum kaup- höllum eftir sterlingspundum hefur minnkað síðan deilan hófst. ■ . r:._;v Frá nýju höfninni í Rifi eru nú geröir út fjórir vélbátar. Sjá grein á 5. síöu. Trúnaðorráð Dagsbrúitar lýsir elnrónta stuðning! við ráðstaianir stjórnarinnar HléiS verSi notaS til aS finna varanlegar aSgerSir i efnahagsmálum í samráSi viS verkalýSssamtökin Trúnaðarráð Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar hélt fund fimmtudaginn 6. þ.m. og ræddi meðal annars ráðstafanir rík- isstjórnarinnar í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Að loknum umræðum um það mál lýsti fundurinn yfir, með 44 sam- hljóða atkvæðum, stuðningi sínum við þá ákvörðun stjórn- ar félagsins, að samþykkja fyr- ir sitt leyti þær ráðstafanir rík- isstjórnarinnar að binda allar verðhækkanir til 1. janúar n. k. og festa vísitöluna við 178 stig til sama tíma. Jafnframt lagði fundurinn áherzlu á, að hlé þetta verði notað til að finna varanlegar leiðir til úr- bóta í efnahagsmálum þjóðar- innar i samráði við verkalýðs- hreyfinguna og að verðhækfo unarbanninu verði stranglcgai framfylgt. [(Fréttatilkynning frá Verka^ mannafélaginu Dagsbrún).

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.