Nýi tíminn - 20.09.1956, Side 9
Er sólin hnígur
EFTIR HANNES HAFSTEIN
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir,
á svalri grund, í golu þýðum blæ
er gott að hvíla þeim, er vini syrgir.
I hinztu geislmn hljótt þeir nálgast þá,
að huga þínum^veifa mjúkum svala.
Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá,
í hjarta þínu byrjar ljúft að tala.
Og tárin sem þá væta vanga þinn,
er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni.
Þau líða eins og elskuð hönd um kinn
og eins og koss þau brenna ljúft á munni.
Þá líður nóttin Ijúfum drauinum í,
svo Ijúft, að kuldagust þú finnur eigi,
og fyrr en veiztu röðull rís á ný,
og roðinn lýsir yfir nýjum degi.
(Þetta ljóð hefur verið sungið um langt bil
undir ljúfu lagi).
Þegar Islenðiagar. töluðu nm „hónginn
sinn" sem dáinn var fyrir hálfu ári
4
Frímerkjasafn
feðganna
Yið erum alltaf öðru
hverju að fá fregnir af
söfnum og söfnurum og
eigum óbirtar nokkrar
frásagnir af slíku. Nú
ætlum við að segja ykk-
ur frá feðgum í Reykja-
vík sem okkur þykir
eiga álitleg söfn. Bréf
um þetta skrifar vinur
okkar, sem áður hefur
birt eitt og annað í blað-
inu okkar undir fullu
nafni. en bréf hans er á
þessa lund':
„Kæra Óskastund.
Komdu nú blessuð og
sæl. Mér datt í hug að
skrifa þér nokkrar línur.
Ég er alveg vinnulaus.
Ég er að safna frímerkj-
um, á eitthvað um 1500
merki. Pabbi er líka að
safna. Hann á eitthvað
um 7—10 þúsund. 100
af mínum merkjum eru
íslenzk, hin eru útlend.
Vertu svo blessuð og ssél.
Gummi“.
Vonandi verðut Gummi
ekki lengi vinnulaus, þVí
að nú eru skólarnir að
taka til starfa og ef okk-
ur minnir rétt, teljum
við hann 9 ára með mik-
il verkefni framundan.
BÓKIN UM ÍSLAND
Okkur vantar myndir
af nokkrum höfundum,
sem eiga greinar í bók-
inni um ísland. Sendið
þær ef hægt er.
NÝ SKOÐANAKÖNNUN
Við fáum sífellt óskir
um nýjar skoðanakann-
Við lifum á þeim tím-
um, er tíðindi berast
hvaðan æva úr veröld-
inni, svo að segja á
samri stundu og þau
gerast, þ. e. a. s. það
örlitla brot af tíðindum,
sem menn komast yfir að
segja frá. Fyrr á tímum
var rólegra í þessum
efnum. Og einu sinni
vissu íslendingar ekki af
anir og samkeppni í ýms-
um greinum. Ný skoð-
anakönnun verður hafin
í næsta blaði.
þvi í hálft ár að þeir
höfðu fengið yfir sig nýj-
an kóng í Danmörku.
Það var árin 1863—1864.
Friðrik VII. konungur dó
:á nóvember 1863. Frétt-
in um það kom fyrst með
skipi til Skagafjarðar 27.
marz 1864. En mánuði
síðar, eða 26. apríl, lagði
séra Eiríkur Briem af
stað suður frá Iljaltastað
í Skagafirði, og þegar
hann kom á Holtavörðu-
heiði mætti hann mönn-
um að sunnan, sem ekki
höfðu frétt um lát kon-
ungs.
141
, wlÍPj’
"Vjj/putu’.
Mk
’ ’*
í
Laugardag 8. september 1956 — 2. árgangur — 32. tölublað
Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss — Útgefandi: ÞjóSviljinn
Skaldaþátturinn
Hannes Hafstein
Þið kannizt við mörg
kvæðin hans og hafið ef
til vill lært þau og
sungið eins og mæður
ykkar og feður, ömmur
og afar: Þú álfu vorrar
yngsta land, — Sjá roð-
ann á hnjúkunum háu,
— Já, láttu gamminn
geysa fram, — Buldi
við brestur, — Eg berst
á fáki fráum, — Þar
sem háir hólar, — Ó,
hve mig tekur það sárt
að sjá, — Blessuð sólin
elskar allt o. fl. o. fl.
Hannes Hafsteih er
meðal yngri kyhslóð-
anna kunnastur ’sem j
skáld, en 'nafn hans ]
geymist einnig sem
mikils stjórnmálaleið-
toga. Hann fæddist
1861 á Möðruvöllum í
Hörgárdal, sonur Pét-
urs Hafsteins og Krist-
jönu Gunnarsdóttur,
systur Tryggva Gunn-
arssonar bankastjóra.
Hann útskrifaðist sem
lögfræðingur, var sýslu-
maður í Dalasýslu og
ísafjarðarsýslu, síðan
fyrsti ráðherra á ís-
landi, þegar stjórnin
var flutt inn í landið
frá Danmörku árið
1904. Hannesar Haf-
steins biðu margháttuð
verkefni þegar þjóðin
var að rísa til vaxandi
framfara á morgni ald-
arinnar. Hann hafði ort
aldamótaljóðin frægu,,
sem þjóðin las og lærði.
Þau voru allt í senn:
minning hins liðna, að-
dáun á landinu og fólk-
inu, eggjun til dáða og
drengskapar og spá-
dómsorð um framtíð ís-
lenzku þjóðarinnar. Þar
eru þessar vísur, sem
cft hefur verið vitnað
til:
Sú kemur tíð, er sárin
foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar
hylja móa,
brauð veitir sonum
móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi
nýrra skóga.
Sé ég í anda knörr oog
vagna knúða
krafti, sem vannst úr
fossa þinna skrúða,
stritandi vélar, starfs-
menn glaða og prúða,
stjórnfrjálsa menn ineð
verzlun eigin búða.
Þykir þetta í flestu
hafa gengið eftir orð-
um skáldsins. Hannes
Hafstein hefur oft ver-
ið nefndur skáld karl-
mennskunnar. Það var
hann, sem orti kvæðið
Undir Kaldadal, sem
lýkur á þessu erindi:
Að kljúfa rjúkandi
kalda gegn,
það kætir hjartað í
vöskum hal. —
Eg vildi það yrði nú
Framhald á 2. síðu.
Gátan í dag
-- Hvað er það sem þú
sérð og ég sé á hverjum
degi, kóngurinn sjaldajfc
en guð aldrei.
I
Hver er höfundurinn?
Ilver er höfundur að kvæði, sem hefst
á þessaÞ vísu og hvað heitir kvæðið:
Það er svo margt, ef að er gáð,
sem um er þörf að ræða.
Eg held það væri heillaráð
að hætta nú að snæða.
í hvaða leikriti er ljóðið, sem hefst á
þessari visu:
Láium af hárri heiðarbrún
líóshraða svífa sjón
sviptigið yfir frón.
Pésthólfið
Mig langar að komast
í bréfasamband við drengi
á aldrinum 7—10 ára
Guðmundur Kr. Sæ-
mundsson. Pósthólf 1321
Réykjavík
Settu í vísuorð
í síðasta blaði voru
setningar, sem setja átti
í vísuorð. Vísan er þann-
ig:
Það er hægt að hafa yfir
heilar bögur,
án þess að rímið þekkist,
þegar
þær eru nógu alþýðlegar.
Skólavörðuna á sinn stað
Óskastundinni berast
sífellt skemmtileg bréf og
í rauninni mörg merkis-
bréf. Við birtum hér eitt
bréf, sem sýnir að blað-
ið okkar nýtur nókkurs
trausts til þess að hafa
áhrif á meiriháttar að-
gerðir í þjóðfélaginu.
Bréfið er á þessa lund:
„Mér hefur verið sagt
frá Skólavörðunni og ég
hef séð mynd af henni.
Heyrt hef ég, að margir
innan borgar sem utan
sakni hennar. Nú vil ég
fá hana aftur á hennar
stað. Getur þú ekki hlut-
azt til um það.
Vinur þinn, Alli“.
Já, þá er fyrst frá því
að segja, að í Reykjavík
er gata, sem heitir Skóla-
vörðustígur. Hún liggur
neðan frá efsta hlutar
hinnar svokölluðu Bak-
arabrekku, gegnum Þing-
holtin og upp og austur
á Skólavörðuhæð. En þar
er nú engin skólavarða.
Og reyndar eru nú nöfn-
in breytt á bæjarhverf-
unum. Það tala fáir nú
á dögum um að fara upp
í Þingholtin eða niður í
Skuggahverfi o.s.frv. En
satt er það: leiðinlegt er
að Skólavörðustígurinn
skuli ekki liggja að
reinni skólavörðu. Við
höfum úr fleiri áttum
héyrt því hreyft, að rétt
væri að reisa Skólavörð-
tiha aftur á Skólavörðu-
holti. Og væri hér senni-
lega verkefni fyrir skóla-
æsku höfuðstaðarins til
umræðu og framkvæmda.
Það væri t.d. gaman að
fulltrúar frá öllum skól-
um, sem starfa í Reykja-
vík í vetur, héldu um-
ræðufund um málið.
Ættu þá fulltrúar að vera
frá öllum skólum milli
bamaskóla og háskóla,
að þeim vitanlega með-
töldum,
En nú skulum við
víkja örlítið að sögu
Skólavörðunnar gömlu.
Upphaflega munu skóla-
piltar í Hólavallaskóla
hafa hlaðið þarna grjót-
vcrðu kringum aldamót-
in 1800. En Hólavalla-
skóli var menntaskóli
þeirrar tíðar, eftir að
Skálholtsskóli og Hóla-
skóli höfðu verið lagðir
niður. Eftir Hólavalla-
skóla kom Bessastaða-
skóli, eftir Bessastaða-
skóla Latínu- eða Lærði
skólinn í Reykjavík, sem
nú heitir Menntaskóli. En
í sinni síðustu mynd mun
Skólavarðan hafa verið
byggð 1868. Það var turn-
laga hús, hlaðið og stein-
límt og gnæfði yfir bæ-
inn, sem þá var ekki far-
inn að teygja sig neitt að
ráði upp eftir holtinu.
Skólavarðan sást alllangt
utan af flóa og þótti í
mörgu til skemnvEunar og
til þess að viðhalda forn-
um minningum. Árið
1931 var Skólavarðan rif-
in og á hennar stað sett
líkneski af Leifi heppna.
Þetta líkneski gáfu
Bandaríkjamenn til ís-
Framhald á 2. síðu
Fuglarnir
Fyrir 50 árum töldu
menn að til væru alls
um 11000 tegundir fugla
á jörðunni, þar af um
1100 tegundir í Norður-
álfunni, og 110 tegundir
á fslandi, en 69 tegundir
verptu hér á landi. Við
höfum ekki spurt fugla-
eða dýrafræðinga um
hvernig þetta samræm-
íst athugunum á fugla-
fjölda nú á tímum, en
munum ef til vill grennsl-
ast eftir þéssu til fróð-
leiks.
i