Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1956, Side 11

Nýi tíminn - 20.09.1956, Side 11
 Dómsmáloráðherra skipar meðdémendur í verðlagsdóm Samkvæmt tillögu Verögæzlunefndar hefur dómsmála- ráðherra skipað meðdómendur í verðgæzludómi í kaup- stöðum landsins til næstu áramóta, en hlutaðeigandi héraðsdómari er formaður dómsins. í verðlagsdómum kaupstað- anna eiga því sæti eftirtaldir menn: f Reykjavík Valdimar Stefánsson, saka- dómari, formaður, Rannveig Þorsteinsdóttir, héraðsdóms- lögmaður, meðdómari, Magnús Jónsson, alþingísmaður, vara- maður. Akranes: Þórhallur Sæmundsson bæj- arfógeti, formaður, Hallfreður Guðmundsson, hafnsögumaður, meðdómari, Þorvaldur 'Ellert Ásmundsson, útgerðarmaður, varamaður. fsafjörður: Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, formaður, Jón H. Guðmundsson, kennari, með- dómari, Jón A. Jóhannsson, yf- irlögregluþjónn, varamaður. _ Sauðárkrókur: Sigurður Sigurðsson, bæjar- fógeti, formaður, Pétur Hann- esson, póstafgreiðslumaður, meðdómari, Magnús Bjarnason, kennari, varamaður. Siglufjörður: Einar Ingimundarson, bæjar- fógeti, formaður, Sveinn Þor- steinsson, hafnsögumaður, meðdómari, Snorri Stefánsson, verksmiðjustjóri, varamaður. Ólafsfjörður: sbíiv; jnod' övT ,. Awi Sigurður Guðjónsspu, bæjar- fógeti, foimaður, Magnús Gam- alíelsson, útgerðarmaður, með- dómari, Gunnar Ásgrimsson, verkstjóri, varamaður. Framhald af 7. síðu. ar og haustlegu Landakots- túninu. Lík skipsbrotsmanna; af Púrkvó-pa eru borin til. kirkju í Landakoti af hundrað og fimmtíu sjóliðum herskips- ins Hugreifs, l’Audacieux, hins hraðskreiðasta í heimi, sem þá hafði verið siglt hingað frá Búlonju á rúmum tveim sólarhringum til að veita hin- um látnu þjónustu franska ríkisins. Og á eftir hinum þrjátíu og niu líkum geng- ur einn maður, sem máir alla aðra menn út, smár vexti, dökkur, þéttur, snöfurlegur. með ofurlítið yfirskegg, hinn sígildi franski strandmaður á íslandi, í búningi sjó'liðsfor- ingja lágrar gráðu, með kaskeytið sitt í hendinni. Hann drúpir höfði—varast að líta upp svo enginn maðurfái séð hina óttalegu spum sem hlýtur að felast í augum hans: Hversvegna. Vinir hans og félagar — þrjátíu og níu lík; hann — einn. standa höfuðlútir meðan þær eru bornar hjá. Og enn geng- ur þessi einmana maður Efgen Gonídekk á eftir hin- um 39 líkkistum, svo öll lík- fylgdin, þúsundimar og tug- þúsundirnar, allt stórmenni Frakklands og sendiboðar er- lendra þjóða þurrkast út og verða að engu fyrir honum einum — og þessari óttalegu sourningu sem rikir yfir lífi hans: Hversvegna —- hvers- vegna er þetta lagt á mig .... Hversvegna — Og myndin af haustdöpr- um strætum heimsborgarinnar leysist sundur og er horfin. Löngum síðan, en einkum þegar ég horfi á máva sveima uppí landsteinum hér við ströndina, hvarflar hugur minn til Frakklands. Hafi maður einu sinni skilið harm þjóðar er sem maður sé bund- inn henni órjúfandi böndum alla stund upp frá því. Akureyri: Friðjón Skarphéðinsson, bæj- arfógeti, formaður, Bjarni Halldórsson, gjaldkeri, með- dómari, Marteinn Sigurðsson, sýsluskrifari, varamaður. Húsavík: Jóhann Skaptason, bæjarfó- geti, formaður, Sigurður Gunn- arsson, skólastjóri, meðdómari, Áxel Benediktsson, skólastjóri, varamaður. Seyðisfjörður: Erlendur Björnsson, bæjar- fógeti, foimaður, Sigurbjörn Jónsson, fyrrv. bæjarfulltrúi, meðdómari, Haraldur Víglunds- son, tollþjónn, varamaður. Neskaupstaður: Axel Tulinius, bæjarfógeti. formaður, Eyþór Þórðarson. kennari, meðdómari. V estmannaey jar: Torfi Jóhannsson, bæjarfó- geti, formaður, Sighvatur Bjarnason, skipstjóri, meðdóm- ari, Þorvaldur Sæmundsson. kennari, yaramaður. Keflavík: Álfreð Gíslason, bæjarfógeti, formaður, Valtýr Guðjónsson. bæjarstjóri, meðdómari, Falur Guðmundsson, skipstjóri, vara- maður. Hafnarfjörðnr: Guðmundur í. Guðmundsson, bæjarfógeti, formaður, Ólafur Þórðarson, hafnargjaldkeri, meðdómari, Gunnlaugur Guð- mundsson, löggæzlumaður. varamaður. Kópavogur: Sigurgeir Jónsson, bæjarfó- geti, formaður, Jósafat J. Lín- dal, skrifstofustjóri, meðdóm- ari, Magnús Sigurjónsson. varamaður. (Frá dómsmálaráðuneytinu) ^ • vV\ • Ort t're/o/ð A/ý/o timann Mcsrz i farðnánd Næsti þáttur fréttamyndar- innar var frá Frakklandi. Likum þessara skipsbrots- manna hefur verið komið fyr- ir á Sánkti-Vinsents-torginu í hafnarbænum Sánkti-Maló, biskupinn yfir Reims veitir hinum látnu syndakvittun og flotamálaráðherra Frakklands mælir nokkur orð. Efgen Gonídekk stendur einnig á torginu fyrir framan líkkist- urnar þrjátíu og níu, einn sér eins og í Landakoti, með kaskeytið sitt í hendinni og án þess að líta upp. Yfir lífi þessa einstæða manns ríkir aðeins eitt orð: Hversvegna.. Síðasta atriði þessa lifandi fréttablaðs er frá Parísarborg. Lík hinna þrjátíu og níu skip- brotsmanna af Mýrum hafa verið borin í Kirkju Frúar Vorrar, Notre Dame. Kista Sjarkós doktors stendur fyrir miðri kirkju. Þegar sálu- messunni er lokið og lík- in borin út ganga þeir Le- brun Frakkaforseti og erki- biskupinn yfir París í veg fyr- ir kistumar, hneigja sig og Framhald af 6. síðu. sem menn hafa gert af rák- unum eftir að hafa séð þær í sjónauka ber heldur ekki saman. Evrópskir stjörnufræð- ingar hafa alla tíð haft minni trú á þessum rákum en starfs- félagar þeirra vestan hafs. Vonandi tekst nú að'fá úr því skorið hvorir hafi meira til síns máls. Samt sem áður líf Hvað sem þessum rákum líð- ur hallast nú æ fleiri fræði- menn að því að á Marz séu frumstæðar lífverur og hafa t. d. sovézkir vísindamenn á síðari árum sýnt fram á að lif- verur sem hafast við ofarlega á háum fjöllum á jörðinni búi við svipuð lífsskilyrði og eru fyrir hendi á Marz, og myndi tilvera þeirra eða annarra skyldrá á Marz skýra þau lita- skipti sem verða á yfirborði hnattarins eftir árstíðum. Hins vegar trúa því nú fáir að þar búi skyni gæddar ver- ur. Það myndu helzt vera þeir sem gabba sum blöð til að skýra frá því undir stórum fyrirsögnum að þeir hafi séð „fljúgandi diska‘“ á lofti. ás. Hreindýrin Framhald af 2. síðu. sýslumenn Norður- ög Suður- múlasýslna. Var þá veitt leyfi til að veita allt að 600 hrein- dýr og haustið 1955 var enn heimilað að veiða allt að 600 dýr. En í hvorugt skiptið voru veidd eins mörg dýr og heimil- að var, — samtals tæplega 700 dýr af þeim 1200, sem veiða mátti. Eins og áður segir er talið að hreindýrin muni nú vera alls hátt á þriðja þúsund. Fimmtudagur 20. september 1956 — NÍT TÍMINN — (II Kennshibók í íslenzkri mál- fræði han*!a framhaldsskólum eftir Haildér Haildérsson dósent kemnr út þessa dagana Komin er út ny kennslubók í íslenzkri málfræði handa framhaldsskólum eftir dr. Halldór Halldórsson, dósent. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar: Akureyri, en bókin er gefin út í samráði við fræðslumálastjóra. ir í þessum efnum, enda telur dr. Halldór mjög gagngerðar breytingar ekki æskilegar. „Mér er nær að halda“, segir dr. Hall- dór í formála að bókinni, ,,að. kenna megi verulegum hluta ís- lenzkrar æsku öll aðalatriði ís,- lenzkrar málfræði, þau sem skýrð eru í þessari bók. Ég. hefi nokkra . reynslu í því að kenna miður gefnum nemendum ísp lenzka málfræði, og varð niður- staða mín sú, að furðumargt mætti kenna þeimú Þegar dr. Halldór hafði lokfð við að semja Kennslubók í setn- ingarfræði og greinarmerkjasetnr ingu, sem út kom í fyrra, taldi hann nauðsynlegt að semja einn- ig málfræði í samræmi við hana, ætlaða sömu nemendum eða nemendum á svipuðu stigi. Bók- in er 168 blaðsíður og "skiptist í 9 aðalkafla. Bandið er snoturt og í sama stíl og bandið á setn- ingarfræðinni. Bókin er prent- uð í prentverki Odds Björnsson- ar h.f., Akureyri. I "forhiáíá ! sejgir dr. Halldór að éfni bókaririnar sé miðað við þær krofur, sem nú eru gerðar í miðskólum og gagnfræðaskól- um um nám í islenzkri málfræði. Efnisval er því svipað og tíðk- azt hefur i kennslubókum í mál- fræði fyrir þetta fræðslustig, einkum bók Björns Guðfinns- sonar. Um skýringar hugtáka og verk-- efnaval er bókin hins vegar ail- frábrugðin því, sem tíðkazt hef- ur, en þar byggir dr. Halldór á langri kennslureynslu. Þó er bókin alls ekki róttæk breyting frá því, sem kennarar eru van- KaupicS Nýja timann Súezskurðurinn Framhald af 3. síðu framúrskarandi rólegir, hvað sem að höndum ber: Herliði var boðið út á landi, í lofti og á legi og sent bæð flugleiðis og sjóleiðis til bækistöðva Breta við Miðjarðarhaf. Hátt- prúðustu sjentilmenn í Eng- landi jusu skömmum yfir Nasser og kölluðu hann öllum illum nöfnum. Frakkar tóku undir með þeim og létu ófrið- lega. En þessi mikli aðgangur hafði ekki tilætluð áhrif úti um heiminn. Nærri öllum bar saman um að aðgerðir Nassers væru i fullu samræmi við lög og rétt, enda kom aldrei annað til greina en að Nasser greiddi eigendunum skaðabætur, léti allar þjóðir njóta jafnréttis til að nota skurðinn og héldi i einu og öllu þær reglur sem^gilda um hann. Brezk árás á Egypta- land hefði þvi verið hreint of- beldi og þar að auki á móti lögum Sameinuðu þjóðanna. Brezka stjórnin lét sér því nægja ýmsar efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Egyptum og kallaði safan ráðstefnu 24ra þjóða sem nota Súezskurðinn, en valdi þær eftir eigin geð- þótta. Ekki ráðgaðist brezka stjórnin við Egypta um ráð- stefnuna og kom þá auðvitað ekki til mála að þeir gætu þegið boð um að senda full- trúa þangað. Á ráðstefnu þess- ari blés heldur á móti Bretum. Bæði Rússar og Bandaríkja- menn og fiestir aðrir töldu að Nasser hefði lög að mæla. Meiri hluti fulltrúanna samþykkti þá tillögu frá Dulles utanrikisráö- herra Bandaríkjanna um að al- þjóðleg stjórn yrði sett yfir skurðinn, en starfræksla hans mun þó að mestu eiga að vera i höndum Egypta. Nasser mun þó ekki ganga að þessari til- lögu óbreyttri, þar sem talið er að hún geti ekki samrýmzt fullveldi Egyptalands. Æsing riksstjórna Breta og Frakka út af Súezmálinu staf- ar auðvitað ekki fyrst og fremst af umhyggju fyrir hags- munum eigenda Súezfélagsins eða biltingalýðs þess, sem hengdur hefur verið á félagið. Einhver helzta örsökin er sú, að eignamámið hefur í för með sér gifurlegan álitshnekki fyrir Bretaveldi meðal þjóðanna við austanvert Miðjarðarhaf og gefur hættulegt fordæmi, því gera má eignarnám hjá fleiri félögum en Súezfélaginu einu. Sama gildir um Frakka. Þeir óttast að sigur Nassers í Súez- málinu muni stappa stálinu í ibúa Atlaslanda, er nú berjast gegn þeim fyrir sjálfstæði sínu. Bretar tortryggja Egypt.a og telja að þer muni misbeita valdi sínu yfir Súezskurðinum. Er sú tortryggni eðlileg og mannleg, því sjálfir hafa þeir oftar en einu sinni misbeitt valdi sínu yfr skurðinum með- an þeir réðu þar lofum og lög- um. Er því varla við því að búast að svo ágætir menn sem Bretar áliti að Egyptar taki þeim fram um sanngimi Og réttlaeti.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.