Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1956, Síða 4

Nýi tíminn - 20.09.1956, Síða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 20. septembér 1956 Islendmga saga Jóns Jóhannessonar Jón Jóhannesson: íslendinga saga. I. Þjóóveldið. Almenna bókafélagið 1956. í formálanum að íslendinga sögu sinni, afsakar prófessor Jón Jóhannesson, að hann verði að nota orðið saga. Þessi af- sökun er skiljanleg og réttmæt. Okkur vantar, eins og hann bendir á, ákveðið orð, sem hægt yrði að nota um vísinda- lega sagnfræði einvörðungu. Prófessor Jón er vandvirkur maður og beitir meiri ná- kvæmni og rökvísi en títt var með sumum forverum hans, sem ritað hafa Sögu fslend- inga. Bók hans er tuttugustu aldar verk, eins og viðhorf hans til orðsins saga raunar sýnir. Höfundur skiptir riti sínu í sex meginkafla, og ipú •af þeirri skiptingu nokkuð ráða um afstöðu hans til verkefnis- ins: Fundur íslands og bygging. Stjórnhættir. Siglingar og landafundir. Trú og kirkja. Fjörbrot þjóðveldisins.-Hagsaga og verkleg menning. II. Fyrsti kaflinn fjallar um sagnirnar um Thule, papa á ís- landi, landnámið, uppruna fs- lendinga og byggð og mann- fjölda á fslandi í öndverðu. í fáum dráttum gerir höfundur grein fyrir upptökum íslenzku þjóðarinnar, heimildum um þetta tímabil og skoðun fræði- manna um þau atriði, sem tor- ráðnust eru. Fyrir mörgum ár> um skrifaði prófessor Jón rit um gerðir Landnámabókar, og er það eitt af helztu verkum í íslenzkri ritskýringu og heim- ildakönnun. Eins og vænta má, leysir íslendinga saga hans ekki úr öllum hinum fjölþættu vandamálum þessa tímabils, enda vantar und- irstöðurannsóknir á ýmsum sviðum, svo sem mannfræði, fomleifafræði og örnefnafræði. En höfundur gefur skilmerki- lega mynd af því, sem vitað verður með fullri vissu, vinnur úr sundurleitum heimildum af stakri varkámi. Kaflinn um stjómhætti á fs- landi, allt frá stofnun Alþingis til ritunar laga, er einhver bezta greinargerð, sem birzt hefur um þetta efni, enda er hann ásamt með tveim loka- köflum bókarinnar veigamesta efni hennar. Hér eru engin tök á að rekja meðferð höfundar á þessu torvelda efni, sem allir þroskaðir íslendingar eiga að kunna einhver skil á, enda mun íslenzk alþýða eiga eftir að kynna sér það rækilegar í þessari bók en hún hefur átt kost á hingað til. III Þriðji kaflinn er um landa- fundi íslendinga, siglingar og viðskiptin við Ólaf helga. Eins og höfundur bendir á í skemmtilegri inngangsgrein að kaflanum, þá var norræn tunga í rauninni sama málið um öll Norðurlönd og í byggðum nor- xænna manna, um það leyti Sem ísland byggðist. Þetta hafði ómetanleg áhrif á ís- lenzka menningu, að íslenzka var ekki mál fámennrar þjóð- ar í öndverðu. Höfundur hefði einnig mátt geta þess, að fram yfir miðja 11. öld voru íslenzka og enska svo líkar tungur, að þær skild- ust túlklaust, eins og ráðið verður af fyrstu málfræðirit- gerðinni og Gunnlaugs sögu ormstungu. Hinn ókunni höf- undur fyrstu málfræðiritgerð- arinnar telur íslenzku og ensku hafa verið eina og sömu tungu, þótt báðar hefðu breyzt. Þetta var fslendingum býsna mikil- vægt, þeir áttu á fyrstu öldum landsbyggðar hægt með að kynnast enskri menningu, sem stóð norrænni menningu þá að mörgu leyti framar. Enda er auðséð áf hinum mikla sæg enskra tökuorða í íslenzku, að áhrifin hafa verið mikil. IV. Eini 'hluti bókarinnár, sem olli mér vonbrigðum, er þáttur- inn um heiðni í kaflanum um trú og kirkju. Lýsing höfundar á trúarlífi fornmanna er ó- greinileg og gefur vægast sagt óljósa mynd af hinum- forna sið. Þegar höfundur segir, að af kaflanum um Úlfljótslög megi ráða, að Freyr, Njörður og hinn almáttki ás hafi verið þeir æsir, sem mest voru dýrk- aðir hér á landi, þá er það hæpin ályktun. Hitt er senni- legra, að hér sé um gamlan formála að ræða, sem land- námsmenn hafi flutt með sér frá Noregi og hafi síðan varð- veitzt með afkomendum þeirra. Heimildir okkar um Njarðar- dýrkun hérlendis eru ekki svo verulegar, að þær styðji þessa skoðun, og Freysdýrkun virðist ekki hafa verið almenn. Skilningur höfundar á goð- fræðilegu heimildargildi goð- kvæða er ærið vafasamur. Eng- in rök færir hann fyrir þeirri staðhæfingu, að þau sýni hnignun hinnar fomu trúar (148. bls.). Á sömu blaðsíðu kemst hann svo að orði: „Stór- felld tilraun til að endumýja ásatrú felst í Völuspá, sem mun ort skömmu fyrir 1000.“ Eg get ekki skilið, að neitt at- riði í Völuspá bendi til trúará- róðurs’, né heldur að neitt goða- kvæði sýni hnignandi trú Og það er vafasöm aðferð að beita kvæðum, sem verða hvorki tímasett né staðsett með fullri viss.u, til að skýra trúar- ástand á íslandi á tilteknu tíma- bili. Hitt mun sönnu nær, að fræðimenn almennt ofmeta goð- fræðilegt heimildargildi þessara kvæða, Þau eru flest í eðli sínu sögukvæði, ort út af á- kveðnum arfsögnum, sem sköp- uðust um goðin á svipaðan hátt og sagnir af forsögulegum hetj- um. V. íslenzk frumkristni hefur vafalaust átt drýgri þátt í sköpun íslenzkrar menningar en oft hefur verið af látið. Frá upphafi landsbyggðar höfðu ís- lendingar kynni af kristnum sið og hinni evrópsku menn- ingu á Bretlandseyjum. Nú er örðugt að fullyrða, hve vel kristnin varðveittist hér á landi, þegar kemur fram um miðja 10. öld og síðar. Þó má benda á eitt atriði, sem virðist sýna, að vitneskjan um krlsthi hafi aldrei dáið út með þeim ættum, sem komnar voru af kristnum landnámsmönnum. Allir formælendur kristinnar trúar hérlendis á síðara hluta 10. aldar áttu ættir sínar að rekja til manna, sem komið höfðu vestan um haf. Hins veg- ar olli hin heiðna stjómskipun því, að menn áttu örðugt með að rækja kristnina, En þótt stjórnhættir hafi gert ráð fyrir heiðnum sið einum saman, gátu kristnar hugmyndir varðveitzt og erfzt frá kynslóð til kyn- slóðar. Höfundur bendir rétti- lega á, að heiðnar hugmyndir og kristnar virðast hafa bland- azt hér á 10. öld, en þó þykir mér hann gera fulllítið úr ís- lenzkri kristni fyrir siðatökuna árið 1000. í innganginum að kaflanum um kristnitöku gerir prófessor Jón skýra grein fyrir heimild- um um hana. Svipaðri aðferð beitir hann víðar í ritinu, og er hún hin lofsverðasta. Frá kristnitökunni, trúboðsbiskpum og þróun ísl. kristni fram til loka þjóðveldis er ýtarlega sagt. Þar er stuttur þáttur um erlend áhrif og skóla, merkileg greinargerð um andleg við- fangsefni íslendinga á þessum tíma. VI. Sá megingalli er á þessu stórmerka riti prófessorsins, að bókmenntum er ' algerlega sleppt. f formálanum hefur hann þá afsökun, að aðrir menn kenni bókmenntir við há- skólann, og því sé þeim sleppt. Fyrir bragðið verður íslend- inga saga hans miklu fátækari en ella. Eg efast ekki um, að bókin hefði orðið enn girni- legri til fróðleiks og stórum mun fjölþættari, ef hann hefði ekki útilokað bókmenntimar. Menningarsaga íslendinga hefði þá verið tekin fastari tökum. Og þótt hann segi, að ritið sé einkum ætlað nemendum i fslendingasögu við Háskólann, þá er hæpið að miða ritið við svo fámennan hóp. Það er gefið út af almennu bókafélagi og verður lesið af miklum fjölda manna, sem engan aðgang eiga að ritum um íslenzkar forn- bókmenntir. VII. Fimmti kafli bókarinnar fjall- ar um stjórnmálaþróunina fram að lokum þjóðveldisins og lýk- ur með Gizurarsáttmála. Um þenna Þátt ísí. sögu eru til miklar og nákvæmar samtíma- heimildir. Þeim, sem um Sturl- ungaöld hafa ritað, hefur stundum hætt til að rekja ein- staka þætti hennar svo ýtar- lega, að meginþróunin verður óskýr. Slíkt verður ekki sagt um þennan höfund. Hann still- ir öllu í hóf, gefur lesendum skýra mynd af þessum örlaga- ríka tíma. Síðasti kaflinn er um at- vinnuhætti, utanrikisviðskipti, samgöngur, húsaskipun og að lokum stéttaskipting. Þetta er stórmerk rannsókn á þeim þætti íslenzkrar sögu, sem mest hefur orðið út undan í ritum um íslenzka sögu. Þó er rétt að geta þess hér, að Bjöm Þor- steinsson hefur ritað margt vel um þetta í bók sinni íslenzka Stéttarsamtökin höfðu úrslita- v fhaldsblöðin halda áfram að ■"■hamra á þeim ósannindum að samtök verkamanna og bænda hafi engan KÍut átt að setn- ingu bráðabirgðalaganna um festingu kaupgjaldsvísitölunn- ar og yerðlagsins. Þetta eru svo ósvífnar staðhæfingar að furðu gegnir að íhaldsblöðin skúli leyfa sér að bera þær ffám. Með: því gerir íhaldið sig að viðundri meðal verka- manna og bænda um allt land. Áður en lögin voru gef- in út hafði ríkisstjórnin náið samráð við forustumenn stétt- arsamtakanna... og eftirtaldir aðilar höfðu lýst stuðningi sínum við þá leið sem valin var: Fjölmennur fundur stjórna verkalýðsfplaganna í Reykja- 1 vík. ' Miðstjórnir Alþýðusam- bands : Vestfjarða, Alþýðu- ■ sambands Norðurlands, Al- þýðusambands Austurlands. Miðstjórn Alþýðusambands íslands. Stjórnir og forustumenn fjölmargra einstakra verka- lýðsfélaga víðsvegar um land. Stjórn Stéttarsambands bænda. 17nginn forustuaðili í stétt- arsamtökum vinnandi fólks lagðist gegn því að þessi leið væri farin meðan verið væri að rannsaka ástand efnahagsmálanna og leita var- anlegra úrræða til lausnar á vandamálum þeirra. ¥»etta er hið sanna í mál- * inu og þesstim staðreynd- um verður ekki hnekkt hversu oft sem íhaldsblöðin endur- taka staðleysur sínar. Og til viðbótar þetta: Þáð voru sjálf stéttarsamökin sem höfðu úr- slitavaldið um setningu bráðabirgðalaganna. Án sam- þykkis þeirra og vilja hefðu aldið bráðabirgðalögin um festingu verðlagsins og vísitölunnar alls ekki verið gefin út. Þessu hefur margssinnis verið yfir lýst og forustumenn stéttar- samtakanna vita allra manna bezt að þetta er sannleikan- um samkvæmt. Staðhæfingar ihaldsins um hið gagnstæða eru því ó- merkilegar blekkingartilraun- ir óheiðarlegra og sjúkra valdastreitumanna sem einskis svífast í erindrekstri sínum fyrir verðbólgubraskarana. Þetta skilja vinustéttirnar sem hafa orðið að bera þunga dýrtíðarinnar meðan spekul- antarnir hafa grætt í skjóli hennar. Áróður íhaldsins ber því ekki annan árangur en þann að auka fylgi almenn- ings við ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar en afhjúpa ó- heiðarleik og valdabrask í- haldsforkólfanna. Tveir Jágóslavar dæmdir Tveir Júgóslavar, sem studdu gagnrýni Kominforms á stjórn Títós voru fyrir skömmu dæmd- ir í fimm og átta ára fangelsi af héraðsdómi í Belgrad. Menn þessir heita Milutin Raikovich og Yovan Pradovich. Þeir unnu báðir við blaðið Nova Borba, sem gefið var út á júgóslav- nesku og í Prag og gagnrýndi stjórn Títós. Báðir sneru þeir aftur til Júgóslaviu af frjálsum vilja fyrr á árinu. Það er haft fyrir satt, að enn sitji um eitt þúsund þeirra manna í fangelsi í Júgóslavíu, sem handteknir voru vegna stuðnings við gagnrýni Komin- forms, þótt mörgum hafi verið sleppt úr haldi. þjóðveldið, sem Mál og menn- ing gat út fyrir fáum árum og flestir íæsir íslendingar munu væntanlega þekkja af meir en afspum einni. En rit þessara tveggja sagnfræðinga erusvoó- lík um viðhorf og aðferðir, að hvorugri þeirra er ofaukið í bókaskáp, þótt önnur sé þar fyrir. í hagsögukaflanum í bók prófessorsins er unnið úr geysi- miklum og sundurleitum fróð- leik. Eg myndi ráðleggja mönn- um að lesa þann kafla fyrst, ef þeir vilja kynnast ytri menn- ingu forfeðra sinna á þessu tírhabili. í sambandi við þennan kafla má benda á smáatriði, sem bet- ur hefði mátt fara. f grein- inni um samgöngur segir höf- undur (398. bls.), að Kaldaðar- nes, sé komið af ,,Kallanarnes“, en þetta er ekki rétt. Nafnið er afbökun úr Kallaðarnes (af kallaður), enda tíðkaðist það örnefni bæði í Noregi og vík- ingabyggðum vestan hafs. VIII. Þær fáu aðfinnslur, sem ég hef tínt fram, kasta lítilli rýrð á mikið og gott verk. Hið ný- stofnaða bókafélag gat naumast unnið þarfara verk en gefa það út eins og sakir stóðu, enda vandséð, að félagið vinni mörg slík, nema vera skyldi fram- hald þessa fræðirits. Að lokum vil ég minnast á eitt atriði, en það er meðferð Jóns á íslenzkri tungu, sem er til mikillar fyrirmyndar. Við lestur bókarinnar rifjuðust upp fyrir mér fyrirlestrar höfund- arins, sem ég hlýddi á í Há- skólanum um þriggj.a ára skeið. Eg dáðist oft að skýrleik hans, óbrotnu og ótvíræðu orða- lagi; hann reyndi aldrei að klæða fátæka hugun í orð- skrúð. Það hefur hann heldur ekki gert í þesari bók. Hún minnir mig einnig á þroskað húnvetnskt lalþýðumál, eins og það hefur verið bezt ritað. í vísindalegu riti fer illa á líkíngamál (metafórum), en slíkt hefur höfundur forðazt. Þótt stíllinn láti ekki mikið yfir sér, þá vinnur hann mikið á við nánari kynni, vandaður og alþýðlegur í senn. Fyrir þetta rit á höfundur skilið þakkir allra hugsandi manna, og þurfa þeir væntan- lega ekki að bíða lengi eftir síðara bindinu af sögu þjóðar- innar fyrir siðaskipti. Hermann Pálsson.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.