Nýi tíminn


Nýi tíminn - 20.09.1956, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 20.09.1956, Blaðsíða 6
IB) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 20. september 1056 Ntl TlMINN Útgefandl: Sósíalistaflokkurínn. Ritstjon og aDyrgðarmaSur: Ásmundur Sigurðsson. — Áskriftargjald kr. 50 á árl. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V.. Næg verkefni 17'yrir skömmu birtu íhalds- blöðin ályktun sem sögð var gerð á fundi í svonefndu Verzlunar- og skrifstofu- mannafélagi Suðurnesja þar sem ákvörðuninni um brott- flutning hernámsliðsins var cmótmælt og þess krafizt að ríkisstjórnin sæi þeim félags- mönnum sem yrðu að hverfa frá störfum á vegum amer- íkananna fyrir „hliðstæðri vinnu“. Varð ekki annað af ólyktuninni skilið en að þeir sem að henni stóðu gætu ekki til þess hugsað að gefa sig lað öðrurn störfum en þeim er væru sem skyldust þjón- ustustörfum hjá hernum og þá helzt að ástandið héidist ó- breytt. Hefur Morgunblaðið verið sérstaklega iðið við að smjatta á ályktun þessari og ýta undir þann furðulega hugsunarhátt sem stendur að baki hennar. Ekki verður því trúað að ó- reyndu að margir íslend- ingar séu þannig gerðir að þeir taki niðurlægjandi þjón- ustustörf hjá erlendu her- námsliði fram yfir vinnu í þágu eigin þjóðar. Krafan um ,,hliðstæð störf“ gæti þó vissulega bent til þess að nokkur hópur manna sem snúizt hefur í kring um her- námið og fengið greiðslu fyrir sé komiun á þetta þroskastig. Ber að harma að slíks -hugs- unarháttar skuli gæta meðal íslenzkra starfsmanna á Suð- urnesjum. En þess ber að gæta að sökin í þessu efni er hjá þeim forustumönnum Sjálfstæði".f’okksins sem -hafa haldið þeirri kenningu að þjóðinni pð engin vinna væri nauðsynlegri og þjóðhollari en sú sem unnin hefur verið í þégu hins ameríska hernáms. Og sannarlega sýnir sam- þykkt Verzlunar- og skrif- stofumannafélags Suðurnesja að það var kominn tími til að stinga við fótum og beina íslenzku vinnuafli að nýju af fullum krafti að framleiðslu landsmanna sjálfra og ann- arrí uppbyggingu í þágu þjóð- arinnar. Þegar þessi breyting á sér stað verða menn að gera sér ljóst að í þjóðarbúskap Islendinga er ekki vöntun á mönnum til starfa sem talizt geta „hliðstæð“ við sópunina og skrifstofuföndrið á Kefla- víkurflugvelli. Hins vegar er tilfinnanlegur skortur á vinnuafli til fiskveiða, sér- staklega á togurunum sem orðið hefur að manna útlend- ingum til þess að geta haldið þeim á floti. Talið er að um 1000 manns vanti í frystihús- in við Faxaflóa miðað við full afköst. Mikill -hörgull er á mönnum til byggingarstarfa, ekki sízt fagmönnum og hefur það tafið stórlega fyrir að foyggingar gætu gengið með eðlilegum hætti, og aukið kostnaðinn. Svona mætti lengi Athygli manna beinist nú að Marz sem er nálægt jörðu Þessi nœsfi nágrannahnötfur íarSarbúa er nu ,,aÖeins’ 56 m/7//. km frá okkur ihalda áfram upptalningu. Á flestum sviðum er skortur á vinnuafli vegna þess að þús- undir manna hafa verið bundnar við störf sem eru þjóðinni og atvinnuvegum hennar framandi. Hervirkja- gerðin á Keflavíkurflugvelli hefur dregið til sín vinnuafl sem að réttu lagi átti heima við framkvæmdir íslendinga sjálfra og full þörf er fyrir. Þegar hernáminu lýkur hljóta þeir starfskra-ftar sem þarna hafa verið bundnir að snúa sér að þeim margháttuðu verkefnum sem unnið er að á vegum þjóðarinnar og eru við það miðuð að treysta at- vinnuvegi hennar. ¥»að er ótrúlegt ef allir góðir * Islendingar fagna ekki þessari breytingu. Það get- ur ekki verið neinum nein- um -heilhrigðum manni keppi- kefli að eyða ævi sinni og starfskröftum í þjónustu er- lends hernámsliðs og stríðs- undirbúnings. Sú mun líka verða raunin á að allur þorri þess fólks sem á tímabili valdi hernámsstörfin scm illa nauðsyn meðan atvinna var rýr eða óviss er því allshugar fegið að geta nú snúið sér að öðrum og þjóðhollari störf- um. Sá hugsunarháttur sem fram kemur í ályktuninni af Suðurnesjum er vitnað var til í upphafi er algjör undan- tekning enda ekki í samræmi við hagsmuni -þjóðarinnar og heilbrigðan metnað. Islend- inga hefur aldrei dreymt um að gera snúningsstörf í kring- um erlent herlið að ævistarfi. Fram að þessu hefur þjóðin lifað á að stunda fiskimiðin, rækta landið og reisa mann- virki í þágu nútíðar og fram- tíðar. 1 þesssum efnum bíða enn ótal verkefni eftir því að verða leyst af stórhuga þjóð sem standa vill á eigin fótum. Ftyrirætlanir núverandi rík- *■ isstjórnar um alhliða upp- byggingu og eflingu atvinnu- lífsins eiga að útiioka alla möguleika á atvinnuleysi þótt herinn hverfi úr landi. Það sem fyrir þjóðinni liggur er að efla fiskiskipastólinn og fiskiðnaðinn, byggja verk- smiðjur, auka ræktun lands- ins og reisa mannsæmandi í- búðarhús yfir þann hluta landsmanna sem býr við ó- fullnægjandi húsakost. Nýt- ing orkunnsr í fallvötnum landsins er og verkefni sem kallar á stórhug þjóðarinnar og möguleika til að búa í hag- inn fyrir framtíðina. Takist þjóðinni og stjórnarvöldum hennar að vinna að lausn þessara verkefna eins og efni standa til þarf vissulega engu að kvíða. Þau útheimta allt vinnuafl þjóðarinnar óskipt og enginn þarf að sakna þess að hverfa frá þeim ógeðfelldn störfum sem Morgunblaðið vill gera að framtíðaratvinnu- vegi Islendinga. í nótt munu stj örnufræöingur um allan heim beina sjónaukum sínum aS reikistjömunni Marz, sém nú er nær jörðu en hún hefur verið lengi, eða „aðeins“ 56.509.000 kílómetra, en hnettimir köma næst hvor öðr- um á 15 ára fresti. Undanfarin tvö ár, meðan fjarlægðin milli hnattanna hef- ur farið minnkandi, hafa stjörnufræðingar rannsakað Mars í kíkjum sínum. 1954 tók alþjóðleg Marznefnd til starfa og aldrei fyrr hafa verið gerð- ar jafnsamhæfðar rannsóknir á þessum nágrannahnetti okkar í okkar sólkerfi. Meira að segja stjörnufræð- ingar sem voru löngu orðnir þreyttir á þessum stöðugu vangatfeltum um líf á Marz og höfðu orðið heldur lítinn áhuga á okkar eigin sólkerfi, þegar þeim opnuðust nýir heimar í þeim óráfjarska, sem fullkomn- Kort petta af Marz og „skurðum“ þeim sem hann taldi sig sjá teiknaði bandaríski stjörnufrœðingunnn Percival Lowéll, og leiddi um leið rök að þvi, að þeir vœru grafnir af skyni gæddum verum. Enn eru skoðanvr skiptar um rákirnar á yfirborði reikistjörnunnar. jarðarbúa og að þessu sinni. „Farvegir“ eða „skurðir“ Allt frá því að ítalskur stjömufræðingur, Giovanni V. Schiparelli, tók árið 1877 eftir einkennilegum rákum á yfir- borði Marz, sem hann kallaði „canali‘“ („farvegi"), hafa staðið miklar deilur um Marz. Þær deilur stöfuðu að miklu leyti af því, að orðið „canali“ var ranglega þýtt „skurðir“, en það orð gefur ótvírætt til kynna að þar hafi skyni gædd- ar verur verið að verki. Er líf á Marz? Þau áttatíu ár sem síðan eru liðin hafa bæði stjörnu- fræðingar og leikmenn í þeim fræðum reynt að finna svör við ýmsum spurningum. Er líf á Marz? Búa þar lífverur svip- aðar mönnum? Eða er stjarn- an löngu útkulnuð, eins og stjörnufræðingar höfðu áður talið? I hugum almennings og þá sérstaklega blaðalesenda hafa þ-essar spurningar orðið ágengari, eftir að fréttir tóku að berast um „fljúgandi diska“, sem að sögn sumra hlutu að hafa komið úr him- ingeimnum og geimsiglinga- fræðingar tóku að tala um lík- ur á því að bráðum gætu menn brugðið sér á milli hnattanna ustu sjónaukar og útvarpskíkj- ar ná til, hafa aftur fengið á- huga á þessu máli. eálujrt 1 Snjohettur a heimskautunum Gufuhvolfið sem umlykur Marz er miklu þynnra en gufu- hvolf jarðarinnar, varla meira en 100 km á þykkt, en gufu- hvolf jarðar er um 500 km. Af þeim sökum er auðvelt að. kanna yfirborð Marz jafnvel í tiltölulega litlum stjörnusjón- aukum. Það fyrsta sem menn taka eftir er að hvítar hettur eru á heimskautum Marz eins og á heimskautum jarðarinnar. Þær vaxa og minnka eftir árstíð- um og eru vafalaust hrim eða snjór. Snjórinn er ekki djúpur, varla meira en þumlungur á dýpt að því tálið er. Græmir blettir Ýmislegt annað merkilegt má sjá á yfirborði Marz. Þar má sérstaklega nefna stóra græna bletti, sem verða haust- brúnir þegar sumri hallar, en grænka á vorin. Þessi litaskipti eiga sér stað í fullu samræmi við þær breytingar sem verða á stærð heimskautahettanna. Lífsskflyrffi U Þrátt fyrír snjóinn á heim- skautunum er það enn óvíst hvort vatnsgufa er í gufuhvolfi Marz, en telja má ólíklegt, að líf geti þrifizt án hennar. Auk þess þykjast menn hafa gengið úr skugga.um, að ekkert súr- efni sé í gufuhvolfi Marz. En óbundið súrefni er ekki algert skilyrði fyrir lífi. Það er ekki tiltölulega mikið af súrefni í okkar andrúmslofti, og auk þess eru til lífverur á jörðinni, sem ekki fá súrefni sitt úr loftinu, heldur afla sér þess á annan hátt, Lífverur á jörðinni eru mjög háðar hitaskilyrðum, þola fæstar minni hita en nokkru fyrir neðan frostmark og fæst- ar meiri hita en 60—70 stig, a. m. k. ekki til lengdar. Frá þessu eru að vísu til undan- tekningar, en lífverur jarðar- innar þola ekki hitastig sem eru mjög undir eða yfir þess- um mörkum. Samkvæmt mæl- ingum er hitinn á Marz frá -í- 70 stigum á Celsíus upp í um + 4 stig við heimskautin, og frá -H45° upp í + 180° við miðbaug. Hitasveiflurnar þar útiloka því varla líf. „Skurðirnir" margumræddu Ekki er hægt að skilja svo við Marz að ekki sé minnzt nánar á „skurðina", sem áður voru nefndir. Bandarískur stjörnufræðingur, Percival Lowell, sem teiknaði kort það af Marz sem við birtum í dag, hélt því fram og leiddi að því nokkur rök, að hér væri um að ræða áveituskurði, sem skyni gæddar verur hefðu grafið til að veita því vatni sem myndast á vorin þegar snjórinn bráðnaði á heimskaut- unum til þurrkasvæðanna á hnettinum svo að hægt væri áð stunda þar akuryrkju. Þessar bollaleggingar hans vöktu mikla athygli, ekki sízt það at- riði, að Marzbúar hlytu að hafa jafnað öll sín ágreinings- mál fyrir löngu, þar sem þeim væri lífsnauðsyn að vinna allir saman að hinum miklu mann- virkjum. Voru skrifaðar um þetta margar bækur, skáldsögur og pólitísk heilabrot. Sú kunnasta mun vera bók H. G. Wells um árás Marzbúa á jörðina, en Orson Welles las upp úr henni í útvarp í Bandaríkjunum nokkru fyrir stríð og gerði söguna svo sennilega, að margt fólk þar vestra trúði hverju orði. Enn þá er ekkert svar fengið við spurningunni um af hverju þessar rákir á yfirborði Marz stafa og jafnvel af sumum haldið fram, að þar sé aðeins um sjónblekkingu að. ræða. Reynt hefur verið að taka ljós- mynd af rákunum gegnunx sjónauka, en þær myndir hafa hingað til ekki leyst vandann, og hafa bæði þeir sem eru viss- ir um að rákimar séu sj<?n- blekking og þeir sem eru á annarri skoðun talið myndjm- ar sanna sitt mál. Tsikniogipn; Framh, á 11. eíðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.