Nýi tíminn - 20.09.1956, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. september 1956—NYI TlMINN — (3
Súez-sk uröurinn
Þótt Egyptaland yrði í raun
og veru brezk nýlenda á árun-
um eftir 1882 var staða þess
að forminu til óbreytt til 1914.
Það laut Tyrkjasoldáni. En þá
skall heimsstyrjöldin á og Eng-
land sagði Miðveldunum stríð
á hendur. Undirkonungurinn
var þá á ferðalagi í Evrópu' og
snerist á sveif með Miðveldun-
um, enda gengu Tyrkir þegar
í lið með þeim. Lýsti þá enski
yfirhershöfðinginn í Egypta-
landi yfir því, að veldi Tyrkja-
soldáns þar væri lokið, og var
Egyptalandi gert að ensku
verndarríki og var leppstj. sett
á laggimar. Árið eftir reyndu
Tyrkir að ráðast inn í Egypta-
land yfir Súezeiði, en biðu ó-
sigur og voru hraktir til baka
af hinu brezka liði. Fóru þá
Bretar fyrir alvöru að búa um
sig við Súezskurðinn og byggðu
þar mikla hemaðarbækistöð.
Á styrjaldarárunum óx hinni
egypzku sjólfstæðishreyfingu
mjög fiskur um hrygg, og er ó-
friðnum lauk kröfðust foringj-
ar hins egypzka sjálfstæðis-
flokks að fullveldi landsins
yrði viðurkennt með Versala-
samningunum, og var sú krafa
í fullu samræmi við yfirlýs-
ingu Vilsons Bandaríkjaforseta
um sjálfsákvörðunarrétt þjóð-
anna.
Bretar þverskölluðust fyrst
í stað við þeirri kröfu, en 1922
viðurkenndu þeir þó sjálfstæði
Egyptalands, en áskildu sér
viss réttindi þar og efldu hina
miklu herstöð við Súez. Egypta-
land varð því aðeins að nafn-
inu til sjálfstætt ríki, en Bret-
ar sátu enn með her í landinu
og réðu þar öllu sem þeim þótti
máli skipta. Á næstu árum
urðu enn harðar deilur milli
egypzku sjálfstæðishreyfingar-
innar og Breta, en 1936 urðu
þeir að lát'a allmikið undan
freisiskrofijm Egypta. Sam-
kvæmt samningi, er þá var'
gerður, fengu þer að hafa her-
stöð við Súezskurðinn í 20 ár.
Ennfremur var þeim leyft að
hafa Alexandriu sem herstöð
og flotahöfn um nokkurra ára
skeið. Árið eftir gengu Egyptar
í Þjóðabandalagið.
f síðari heimsstyrjöldinni var
Egyptaland mikilvæg herstöð
Breta og bandamanna þeirra.
Herstöðin við Súezskurðinn var
efld mjög, enda var skurður-
inn ein af mikilvægustu sam-
gönguleiðum heimsins, og and-
tilraunir til að ná honum á
vald, sitt.
Skúli Þórðarson sagnfræðingur:
SUES-
SKURÐURINN
Síðari hluti
Eftir styrjöldina heimtuðu
Egyptar endurskoðun á samn-
ingnum frá 1936 enda þótt
hann væri bindandi til 1956.'
Samkomulag náðist, og sam-
kvæmt því skyldu Bretar
hverfa algeirlega á brott með
her sinn frá Egyptalandi fyrir
1. 9. 1949. Þetta ákvæði náði
þó ekki til herstöðvarinnar við
Súez, en hún var þá öflugri en
nokkru sinni óður.
Árið 1954 var hún að öllu
samanlögðu einhver mesta her-
stöð í heimi. Hún náði yfir
svæði, sem var eitthvað um
16—17000 ferkm.. Héraflinn
þar var 83000 márins, her-
gagnabirgðir um; 50.000 smálest-
ir, um 300.000 smálestir af
ýmiskonar útbúnaði, 10 flug-
vellir o. m. fl. Kostnaðurinn
við að byggja herstöð þessa
var 500.000.000 sterlingspuncl,
og verðmæti birgðanna þar
var 250.000.000 sterlingspund.
Árlegur kostnaðúr við stöðina
var um 50.000.000 sterlings-
pund.
Slík herstöð hlaut .aljtal að
vera egypzkum .[nsjpjísí@aði;s-:
mönnum þyrnir i augum. Með-
an svo öflug herstöð yar í
landinu, var Egyptaland í raun-
inni alls ekki sjálfstætt ríki.
Hófust brátt miklar æsingar
gegn Bretum við Súez, en þeir
reyndu eftir megni að hafa
hægt um sig og forðast á-
rekstra. Það tókst þó ekki til
lengdar, og brátt hófust smá-
skærur milli Egypta og brezka
liðsins, og var Bretum varla
viðvært á svæðinu fyrir árás-
um egypzkra ofstækismanna.
Hinn 23. júlí 1952 gerðist
einhver merkari atburður í
sögu Egypta á síðari tímum.
Herforingjahópur undir forustu
tveggja manna Nagibs og Nass-
ers gerði uppreist og tók öll
völd í Egyptalandi í sínar
hendur. Faruk konungur var
neyddur til að segja af sér og
var rekinn úr landi. Undirrót
uppreistarinnar var megn óá-
nægja út af spillingunni við
hirðina og meðal æðri embætt-
ismanna. Foringjarnir voru á-
kafir þjóðemissinnar, er kröfð-
ust þess að hert yrði á barátt-
unni gegn erlendum áhrifum
í landinu. Heift Egypta gegn
hinu brezka setuliði á Súez-
svæðinu óx nú um allan
hélming og skæruhemaðurinn
færðist í aukana. Forystumenn
Breta töldu því að her þeirra
í Egyptalandi yrði ekki við-
vært þar til langframa, ákváðu
að leggja herstöðina niður og
afhenda Egyptum svæðið, eins
og þeir höfðu skuldbundið sig
til í samningnum 1936. Var
því gerður ensk-egypzkur
samningur 1954, þar eem brott-
för brezka liðsins frá Súez var
ákveðin. Skyldu þeir hafa flutt
allt liðið á braut þaðan í júní
1956. Var samningurinn haldinn
af Breta hálfu og er síðustu
brezku hermennimir voru á
brott héldu Egyptar miklar há-
tíðir, því þá töldu þeir fyrst
að land þerra vær í raun og
veru orðið fullvalda ríki.
Á þessu var þó einn hængur
Súezskurðurinn var ennþá eign
erlends stórgróðafélags, sem
hafði starfrækslu hans á hendi
og græddi stórfé á honum.
Samkvæmt samningum við Sú-
ezfélagið áttu Egyptar að vísu
að fá skurðinn til fullrar eign-
ar og umráða árið 1968, en
hinum blóðheitu egypzku ætt-
jarðarvinum mun hafa þótt sú
bið löng, fundizt að Súezfélagið
væri þegar búið að græða nóg
á skurðinum og heimtuðu að
stjórnin hæfist handa um eign-
arnám á eignum félagsins þar
sem hún hafði líka fulla heim-
ild til slíkra aðgerða. Eigi er
ólíklegt að höfuðtilgangur
Nassers með aðgerðunum gegn
félaginu sé að auka vinsældir
sínar og styrkja sig gegn and-
stæðingum sínum til hægri og
vinstri. Hin mikla ólga, sem
lengi hefur verið í Egyptalandi
stafar ekki fyrst og fremst af
andúð á Bretum eða öðrum út-
lendingum, heldur á hún rót
sína að rekja til þjóðfélagsað-
stæðna.
Egyptaland er í raun og veru
mjög ríkt land. Þjóðartekjurn-
ar eru meira en 1000 milljónir
sterlingspunda, og eru miklu
hærri en í nokkru öðru landi
í Afríku nema ef til vill í sam-
veldislandi Breta í Suður-Af-
ríku. En þjóðarauðnum og
þjóðartekjunum er svo mis-
skipt að fá dæmi eða engin eru
til slíks. Meginhluti jarðeign-
anna er í höndum fámennrar
jarðeigendastéttar, sem er rík-
ari en í nokkru öðru landi ver-
aldar. Hinir egypzku smábænd-
ur og verkamenn lifa við því-
lík eymdarkjör að engin dæmi
munu vera til slíks í víðri ver-
öld nema ef vera skyldi á
Gangessvæðinu í Indlandi. í-
búunum þar hefur fjölgað mjög
á síðari árum og munu nú vera
um 23 milljónir, en ræktað
land er alls 6 milljónir ekra
í öllu Egyptalandi. Land-
þrengslin auka því mjög á
eymd almennings.
Nasser og fylgismenn hans
eru miklir umbótasinnar þótt
þeirN séu engir sósíalistar. Hafa
þeir mikinn hug á að hrinda í
framkvæmd miklu áveitufyrir-
tæki, sem á að auka rækran-
legt land í Egytalandi um 2
milljónir erkra. Til þessa fyrir-
tækis þurfa Egyptar ú miklu
lánsfé að halda og sneru sér til
Breta, Bandaríkjamanna og
Rússa með beiðni um lán, en
gengu bónleiðir til búðar. Setja
menn synjunina um þá lánveit-
ingu í sambandi við aðgerðim-
ar gagnvart Súezfélaginu, telja
að það sé bæði hefnd Nassers
fyrir synjunina og svo ætli
hann að nota tekjurnar af
skurðinum til að byggja hina
fyrirhuguðu Aswan stíflu.
Súezfélagið er án efa eitt .af
mestu gróðafyrirtækjum heims-
ins. Árið 1880 voru nettótekjur
þess'þegar orðnar 12.3 milljón-
ir franka (gull) og árið 1900
51 miJljónir - franka. Félagið
var þá þegar orðið blóðsuga á
hinni alþjóðlegu verzlun og tók
miklu hærra gjald .af skipum
þeim sem notuðu skurðinn en
sanngjarnt var. Á þessari öld
hefur þó umferð um skurðinn
vaxið meir en nokkru sinni
áður og tekjur félagsins að
sama skapi. Á þessu ári sigla
um Súezskurðinn milli 45 og 50
skip að jafnaði dag hvem. Síð-
astliðið ár voru flutt gegnum
hann nálægt 120 milljón tonn
af vamingi. En það er 4 sinn-
um meira en 1938. Þessi gíf-
urlega aukning stafar að mestu
leyti af hinum miklu olíuflutn-
ingum frá Persaflóa vestur á
bóginn. Engin ein þjóð notar
skurðinn eins mikið og Bretar.
Af 67 milljónum tonna af olíu,
er flutt voru norður um skurð-
inn árið 1955, fóru 21 mlljón
til Englands.
Það kostar nú 7 shillinga
fyrir hvert tonn af vörum, sem
flutt er gegn um Súezskurð-
inn. Fyrir skip með ballest er
verðið 3 shillingar og 2 pence
fyrir tonn.
Árið 1955 greiddu skip, er
fóru gegnum skurðinn, félaginu
ca. 32 milljónir sterlingspunda
og allar tekjur félagsins voru
nærri 34 milljónir £. Kostn-
aður í Egyptalandi var á sama
ári um 9 milljónir £, þar af
kostnaður vð viðhald skurðar-
ins 6 milljónir £. 1 milljón
£ gengur til egypzku stjómar-
innar. Önnur útgjöld félagsins
teljast um 8 milljónir £, en
mikið af þeiri fjárhæð rennur
til félagsins sjálfs og eru því
aðeins á pappírnum. Það er
mjög varlega áætlað að telja
helminginn af tekjum félagsins
hreinan gróða eða um 17 millj-
ónir £. Þar iað auki hefur fé-
lagið mikil útgjöld sem í raun
og veru koma rekstri skurðar-
ins ekkert við. Fyrir utan fram-
kvæmdastjómina sem vinnur
allt verkið eru 32 forstjórar
fyrir því. Af þeim eru 16
Frakkar, 9 Bretar, 5 Egyptar,
1 Hollendingur og 1 Banda-
ríkjamaður. Laun þessara 32
forstjóra eru gífurlega há, en
starf þeirra er í rauninni ekk-
ert. Þessar forstjórastöður eru
því einskonar ellistyrkur fyrir
afdankaða stjórnmálamenn.
Hafa t. d. 2 af fyrrverandi for-
setum Fnakka komizt í þessa
stjórnarnefnd, þeir Casimir
Périer og Gaston Doumergue,
ennfremur fjölmargir . aðrir
af fremstu stjórnmálamönnum
Frakka og Breta, s. s. Barthou
og A. Cadogan.
Þrátt fyrr hinar miklu tekj-
ur, sem Súezskurðurinn gefur
af sér, mun höfuðorsökin til
eignarnámsins tæplega vera
fjárhagsleg heldur pólitísk.
Nasser vill fullnægja kröfum
hinna æstustu þjóðernissinna,
sem hafa verið honum andvígir
og þagga niður í þeim á þann
hátt. Varla er heldur neinn
vafi á því að með þessu tiltæki
vill stjóm Nassers beina hugum
manna að utanríkismálunum
frá hinu mikla eymdarástandi
og misrétti sem ríkir i landinu
og stjórnin hefur ennþá lítifr
eða ekkert getað bætt úr.
Þegar Nasser gaf út tilkynn-
inguna um eignamámið virðist
sem brezki forsætisráðherrann
og ýmsir aðrirhinna voldugustu
manna þar í landi hafi misst
stjómina á skapsmunum sín-
um, hafa þó brezkir stjórn-
málamenn orð fyrir að vera
Framh. á 11. siðu