Nýi tíminn - 25.04.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudágur 25. apríl 1957 — NÝI TÍMINN — (11
Bændaförin
! .Framhald a.f 7. síðu.
’þá tíðkast 'allt of víða.
Þetta bú átti 14 vöirubila
og einn fólksbíl. Þá voru einn-
; ig ■ .tvær dráttaníélar í eigu
busins og auk þess .ptógar og
herfi og ýmsar léttari vélar.
en þegar á stórvirkustu vélum
þurfti að haida voru þær
leigðar frá vélastöð. En að
öðru leyti var vinnan frarn-
kvæmd eftir ákvæðistaxta. Er
hún lögð í svokailaðar vinnu-
einingar og virtist mér að fyr-
irkomulagið myndi krefjast
ailmikinar nákvæmni. Sem
dæmi getur það verið vinnu
eining að hirða ákveðinn
fjölda gripa í fjósi, vinnuein-
ing að hirða um ákveðið flat-
annál lands í sambandi við
aldinrækt eða grænmetisrækt
o. s. frv. Auðvitað verður oft
að skipta í flokka, þegar vinn-
an krefst þess, og verður þá
meðaltal flokksins sama sem
afköst einstaklingsins, en leit-
ast við að sem jafnast fólk
veljist saman.
Eins og ætið, þar sem unn-
ið er eftir ákvæðisvinnutaxta,
verða afköstin misjöfn og
launin þá einnig. Og ekki þarf
heldur að dvelja lengi tii að
sjá að áherzla er lögð á að
hvetja fólk til að afkasta sem
mestri vinnu. Sovétþjóðirnar,
og þá ekki sízt Úkrainumenn,
hafa líka þurft á því að halda.
Eftir styrjöldina var þar allt
í rústum meira og minna, t.d.
Karkoffborg að % hlutum.
Hvaða átak hefðum við þurft
að gera á 10 árum ef Reykja-
vík hefði verið skotin í rústír
að 2á í styrjöldinni og land-
búnaður Suðurlandsundirlend-
ísins að mestu eyðilagður?
Fomgrikkir dýrkuðu íþróttir
og reistu víða marmarastytt-
ur af íþróttamönnum. Þær
sjást líka víða í Sovétríkjun-
um, en einnig mjög viða
marmarastyttur af fólki í
vinnustellingum með vinnu-
áhöld í höndum.
Eins og áður er á minnst
virðist sem tekjur þeirra, er
mestu afkasta séu svo langt
fyrir ofan meðaltaiið að
manni finnst óeðlilegt. Sú
skýring virðist liggja beinast
við að þessir óvenjulegu af-
burðamenn séu tiltölulega fáir
en allur fjöldinn sé í kring
um meðaltalið. I því sam-
bandi getur manni líka til
hugar komið allskyldur sam-
anburður hér heima.
Við vorum Hka spurðir um
bústærðirnar okkar hér á Is-
landi. Það var á fundi i land-
búnaðarráðuneytinu eftir suð-
urförina. Við hliðruðum okk-
ur hjá því að nefna í sömu
andránni stærstu búin og
meðalbúið hjá okkur. Stór-
mannlegt var það nú e. t. v.
ekki, en frá mínu sjónarmiði
nokkur afsökun, að slangur
af tölum, sem ekki eru und-
irbyggðar með víðtækari þekk-
ingu á mörgum atriðum og að-
stæðum öðrum, geta oft og
tíðum verið mcira blekkjandi
en fræðandi og því mjög vand-
meðfamar.
Stjórn búanna.
Stjóm búsins var i aöaiat-
riðum hagað þarrnig að á
hverju úti er haidinn- aðal-
fundur, þar sem kosinn er
formáður, sem jafnframt er
bústjóri. Er jafnframt kosin
nefnd honum til aðstoðar.
Einnig ákveður aðalfundur
hvernig hin ýmsu störf eru
lögð í vinnueiningar, því það
getur verið breytilegt eftjr
ástæðum. Ekki er heldur sama
fyrirkomulag allsstaðar með
stjórn. Á öðru búi, skammt
frá Moskvu, sem við heím-
sóttum einnig, var bústjórinn
t.d. kosinn til tveggja ára, en
þar var siður að halda al-
mennan fund á þriggja mán-
aða fresti til að ræða um bú-
reksturinn. Líka var því skipt
í deildir eins og hinu, en bún-
aðarskilyrðin allmjög önnur
og búskapurinn allur í sam-
ræmi við það. Vinnan var
lögð í einingar eins og á hinu
búi'nu, og höfðu meðalafköst
sl. ár verið 450 vinnueiningar.
Var það hærri tala en á hinu
búinu og sennilega minna
vinnumagn í einingu, en til
þess að kynnast því fyrir-
komulagi til fullkominnar hlit-
ar hefðum við þurft meiri
tíma en \:ið höfðum.
Til gamans skal þess getið
hér, að sama ár höfðu vinnu-
laun verið fyrir hverja vinnu-
einingu: 10 rúblur í pening-
um, 1 kg mjólk, 5,5 kg kart-
öfíur og 50 gr kjöt. Getur
hver sem vill svo reiknað árs-
launin.
Á einu búinu sáum við Hka
barnaheimili, þar sem börnin
voru á daginn, þvi yfirleitt
unnu konurnar á búunum.
Koraum við m.a. í stofu þar
sem yngsfru börnin sváfu, og
annarsstaðar voru hin eldri
að leikstarfi undir eftirliti og
leiðbeiningum fóstranna. Ég
hygg að enginn okkar beri
aðra sögu en að þar andaði
allt af hreinlæti og reglu-
semi, svo unun var að sjá.
Þá er það föst venja á sam-
yrkjubúunum, að hver félags-
maður liefur lítinn landskika
til eigin umráða. Á búinu í
Úkraínu var hann % úr ha.
Á þessum blettum sínum sá-
um við fólkið vera að vinna í
frístundum, og þar voni við-
höfð vinnubrögð mjög svipuð
þvi sem við höfum lengst af
þekkt hjá okkur. Hins vegar
duldist það ekki að á búunum
sjálfum var vélavinnan mjög
mikill þáttur starfanna og
virtist mér sem öllu þj:ngsta
erfiði væri létt af fólkinu
sjálfu, og mundi sú reynsla
ekki sízt hafa gert samyrkju-
búskapinn vinsælan.
Samt held ég að umráða-
rétturinn yfir þessum einka-
blettum sé vinsæll, enda mun
margur, sem ræktar og hirðir
blettinn sinn af alúð hafa af
honum drjúgan tekjuauka.
Þá átti búið tígulsteina-
verksmiðju og framleiddi
þannig sjálft tígxilstein sem
mikið þurfti' af í byggingar,
bæði gripahús og íbúðarhús.
Má raunverulega telja það
eina af framleiðslugTeinum
búsins, og var okkur sagt að
verksmiðjan veitti vinnu
nokkrum af þeim ungu mönn-
um er bætast í hópinn. Ánn-
ars kom það fram á öðrum
vettvangi, að allmikill áróður
er rekinn af stjórnanmldun-
um til að fá ungt fólk til að
flydjást austur á hin riðlendu
nýræktarsvæði á sléttunum
við Kaspíahafið, sem nú er
verið að rækta og gera byggi-
legar með nýjum áveitum og
öðnim mannvirkjum.
Ríkisbú — tilrauna- og
kynbótastofnanir
Þetta verður að nægja um
samyrkjubúin þó fljótt sé yfir
sögu farið og mörgu sleppt.
En örfáum orðum vil ég minn-
ast á ríkisbúin, þótt í stuttu
máli verði, því annars verður
frásögn þessi lengri en góðu
hófi gegnir. Við komum fyrst
á ríkisbú nokkuð frá Karkoff.
Það var stærra fyrirtæki og
munu ríkisbúin yfirleitt vera
það, enda eru þau jafnframt
tilrauna-, kjmbóta- og leið-
beiningastofnanir. Bústærðin
var 1.500 nautgripir, þar af
700 mjólkurkýr, 2000 svín og
4000 sauðkindur; eitthvað var
auk þess af aljfuglum o. fl.
Nautgripakynin voru fimm,
og sáum við hjarðirnar úti á
ræktuðum beitilöndum. Mér
komu til hugar amerískar kú-
rekakvikmyndir, þegar ég sá
ríðandi menn gæta þeirra.
Svínakynin voru tvö pn sauð-
fjárkynin þrjú og mest lagt
upp úr ullar- og skinnafram-
leiðslu.
Á þessu búi unnu 370
verkamenn og höfðu laun
greidd í peningum. Vinnan
var 8 klst. á dag. Mánaðar-
laun góðra verkamanna gátu
orðið allt að 700 rúblur. Þetta
bú framleiddi fræ fyrir sam-
yrkjubúin í nágrenninu, seldi
þeim kálfa og veitti upplýs-
ingaþjónustu, sem byggðist á
tih-aunastarfsemi þess. Fram-
leiðslan var seld í Karkoff og
ágóðinn af búrekstrinum rann
til ríkisins, nema það sem fór
til viðlialds og uppbyggingar
á búinu. Þetta bú átti vélar
eftir þörfum og er svo yfir-
leitt með ríkisbúin. Að öllu
athuguðu varð ekki annað séð
en hér væri um afburða glæsi-
legan búrekstur að ræða, enda
hafði þetta bú 7000 ha. lands
til umráða. Það hafði verið
stofnsett 1930, en eyðilagt
með ö!lu á stríðsárunum og
uppbygging hafin að stríðinu
loknu.
En örfáum orðum vérð ég
að miniiast á vélastöðvar
landbúnaðarins, en með starfi
þeirra er skipulögð hin stærri
vélanotkun í þarfir samyrkju'-
búanna. Misjafnar eru þær að
stærð og þjóna mjög misjafn-
lega mörgum búum. Þar sem
þessi starfsemi er umfangs-
mest er henni stjórnað að
nokkru leyti þannig að þeir
sem þurfa á véluni að halda,
senda til'kynningar um það í
útvarpi til viðkomandi véla-
stöðvar, sem ætíð hefur yfir-
lit um, hvar viðkomandi vél
er stödd á hverjum tíma.
Stöðin sendir aftur útvarps-
tilkynningu til viðkomandi vél-
stjóra um að sinna tiltekinni
beiðni. Þannig virðist mjög
mikið kapp á það lagt, að
nota sem bezt vinnuafl þess-
ara dýru áhalda, sem verða í
æ ríkari mæli undirstaðan að
aukinni framleiðslu.
Einnig skoðuðum við véla-
verksmiðju í Karkoff, sem
framleiðir vélar fyrír land-
búnaðinn. I henni unnu 35.000
manns. Þar fylgdumst við með
því, hvernig ein stór beltis-
dráttarvél var sett saman úr
öllum sínum smáu og stóru
hlutum, og endaði með því að
félagi Kristófer settist upp í
við hliðina á vélstjóranum og
ók út, svo við fórum að ótt-
ast um að við sæjum hann
ekki meir og við yrðum að
fara Kristóferslausir heim. En
sem betur fór birtist hann aft-
ur brosandi eins og venjulega,
og þar með var sá ótti úr sög-
unni.
Þessi verksmiðja hafði haf-
ið störf 1930 og fyrsta drátt-
arvélin komið út 1931. Á
stríðsárunum voru vélar allar
fluttar til Síberíu og vinna
hafin þar en byggingar
sprengdar í loft upp. I ágúst
1943 létti hersetunni og í okt-
óber sama ár hófst endur-
byggingin. Og 1945 kom aftur
fyrsta dráttarvélin. Ennþá
hafði verksmiðjan eingöngu
framleitt til innanlandsnota,
en okkur var sagt að áætlað
væri að hefja á næstu árum
framleiðslu til útflutnings i
stórum stíl.
Dæmið um þessa verksmiðju
var eitt af mörgum, sem báru
því vitni hverjar truflanir
þessa fólks, bæði hvað fram-
Orðsendmg ti
frá
nijólkureftirliti ríkisins
Bændum er hér með bent á, að gefnu til-
efni, að forðast að fara eftir auglýsingum eða
öðrum ábendingum um meðferð mjólkur og
mjólkuríláta frá óábyrgum aðilum.
Reykjavík, 15. apríl 1957.
Mjóikureítirlitsmaður ríkisins,
Kárí Cuðmundsson.
fuuuniuupf mmwémmaammm ■
■ kvæmdaáætlanir og lifsk jor
snerti.
Nú vil ég biðja lesendur
mína, að taka orð mín ekki
svo, að ég þykist gefa alhliða
heildarlýsingu á landbúnaði
Sovétríkjanna. Hann er svo
fjölbreyttur að slíkt verður,
ekki gert í stuttu má3i og
er landbúnaðarsýningin bezt
vitni um það. Með því að fara:
víðár og sjá fleira hefðum við'
fengið enn aðrar og marg-
breyttari myndir. Hins vegár
var mjög greiðlega leyst úr
öllum okkar spurningum. og
ég held að enginn okkar hafi
efazt um að reynt hafi verið
að gefa okkur sem réttasta
hugmynd af því sem fyrir
augun bar og landbúnaðinn
eftir þvi sem tími vannst til.
(í næstu grein verður
rætt um förina til Kákas-
us, dvölina.þar o. fl. sem
ástæða þykir helzt til).
AuSæfi Sahara
Framhald af 2. síðu.
lindirnar í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs eða árs-
notkunina af olíu í heiminum,
sem nemur 800 milljón lestum,
en myndi nægja Frökkum um
langt skeið og verða atvinnu-
lífi þeirra mikil lyftistöng.
Erfiðleikar á vinnslu
Allmiklir erfiðleikar eru þó
á vinnslu þessara auðæfa. bæði
málma og olíu, og stafa þeir
m.a af vatnsskortinum og
t ,
erfiðum samgöngum.
Flutningur olíunnar ætti að
reynast auðveldur, hægt verð-
ur að dæla henni eftir leiðsl- .
um til strandar Miðjarðarliafs,
I Mesti erfiðleikinn sem
Frakkar munu eiga við að
stríða i þessu sambandi er þó
ófriðurinn í Alsír og hin erfiða
sambúð Fakka við Túnis og
I Marokkó, meðan hann stendur
!
vfir.
Erlend tíðindi
Framhald af 6. síðu.
sænskra sósíaldemókrata er
kenningin um sovézka heims-
valdastefnu áróðursblekking,
byggð á óhyggilegum en skilj-
anlegum viðbrögðum sovét-
stjórnarinnar við biturri
reynslu af þrem innrásum úr
vestri á þrjátíu árum. Að þess-
ari áróðursþlekkingu hafa
Bandavikjamenn blásið til að
tryggja sér hernaðaritök. I
Vestur-Evrópu, en þau ala aft-
ur á tortryggni valdhafa Sovét-
ríkjanna. Skoðanabræður
sænskra sósíaldemókrata í ut-
anríkismálum eru þýzku sósíal-
demókratarnir, sósíalistaflokk-
ur Nennis á Ítalíu og Bevan og
fylgismenn hans í brezka
Verkamannaflokknum. Ein-
dregnasta andstæðinga virðast
Svíarnir hinsvegar eiga í for-
ustuiiði Alþýðuflokksins is-
lenzka. Svo mikið er vist, að
skoðauir hins afdankaða hers-
höfðingja, sem hernaðarsér-
fræðingur sósíaldemókratamál-
gagnsins dregur sundur og
saman í háði, eru nákvæmlega
þær sömu og Guðmundur í.
Guðmundsson utanríkisráð-
herra flutti íslendingum al
mestum sannfæringarkrafti á
afmælisdegi A-bandalagsins
fyrir skömmu.
M. T. Ó. *