Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 1
Greiðið Nýja tímann KaupiS Nýia fimann Fimmtudagur 10. apríl 1958 — 12. árjangur 13. tölublað. „Almennur fundur, hald- inn í Gamla bíói sunnu- daginn 30. marz 1958, að tilhlutan rithöfunda og með áðild Fulltrúaráðs verka-! lýðsfélaganna í Reykjavík, I krefst pess, að ríkisstjórn íslands standi vio sampykkt Alpingis frá 28. marz 1956 um uppsögn herstöðva- i samníngsins við Bandaríki j Ftorður-Ameríku. Fundurinn brýnir paö \ fyrir pjóðinni, að von'.n um afvopnun herveldanna og frið með pjóðum er framar öllu bundin atfylgi hlut- lausra ríkja, sem taka málamiðlunarafstöðu gagn- yart stórveldunum, og láta ekki ánetjast hernaðarkerf- um peirra. Þess veana skor- ar fundurinn á pióðina að fylkja sér um pá stefnu, er verið hefur henni, til mestrar scemdar um ára- tugi: yfirlýst œvarandi hlut- leysi íslands í hernaðará- tökum. Fundurinn heitir á hvers- konar félaaasamtök að hefja pessar kröfur og hvet- ur lisiamenn, vísindamenn, kennara, háskóla^tudenta og aðra hópa manna, sem svipaða samstöðu eiga, til að . bindast samtökum að dcemi rithöfunda um pessi höfuðmál og hefja pau í vitund manna yfir dœgur- pras og skoðanaágreining um önnur efni. Sérstaklega brýnir fmid- urinn fyrir œsku landsins að fylkja sér einhuga um pá stefnu, að Ísland verði um aldur og œvi friðlýst land.“ Ályktunin hér að framan var samþykkt með öllum atkvæðum á Gamla bíó-fundinum gegn einu (fréttamanns Morgunblaðs- ins Þórs Vilhjálmssonar!). Húsið var troðfullt og hlýddu fundar- menn máli ræðumanna með at- hygli og áhuga. Einar Bragi var fundarst.ióri. í setningarávarpi sínu mælti hann á þessa leið: „Til þessa fundar er boðað aí samtökum rithöfunda og" Full- trúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík í þeim tilgangi að fylkja þjóðinni um tvær megin- kröfur: 1. að staðið verði við heit þings og' stjórnar iui endur- skoðun herstöðvasamnings- ins við Bandaríkin með það fyrir augurn að heriiui hverfi úr landi. 2. að endumýjuð verði yfir- lýsingin um ævarandi hlut- ieysi íslands í hernaðará- tökum. Rithöfúndasamtökin, sem stofn- uð hafa verið til að vinna þess- Frá fundinum í Gamla bíói í fyrradag — Ljósmynd. Sig Guðm. um kröfum fyig'i með þjóðinrú, hafa valið sér kjörorðin: Frið- lýst land. Gerum þau að kjörorðum okk- ar allra! Látum þau berast frá manni til manns, unz þau hljóma um alla landsbyggðina, því undir þeim hlýtur hverjum íslendingi að vera Ijúft að berj- ast, hvaða skoðanir sem hann aðhyllist í öðrum efnum. Frið- lýsing landsins er hin eina stefna, sem friðsamri menning- arþjóð sæmir — hin eina ís- lenzka grundvallarstefna í utan- ríkismálum. Gæti geréytt ísland Fýrstí ræðumaður fundarins var Þorbjörn Sigurgeirsson pró- fessor. Ræddi hann um kjam- orku- og vetnissprengjur og verkanir þeirra. Um áhrif vetn- issprengja sagði hann meðal Framh. á 10. síðu. Fréff í dönsku úfvarpi um fyrirœflanir Islendinga kemur heim fil oð reka upp mikiS angisfarvein Brezkir togaraeigendur og fiskkaupmenn halda áfram hættu, ef Isiendinp-ar prerðu al- aö reka upp angistarvein vegna þeirrar ófrávíkjanlegu vöru úr fyrirætlunum sínum um ákvörðunar íslendinga og yfirlýstu stefnu ríkisstjórnar- að fc=ra fiskveiðitakmörldn. innar aö stækka landhelgina. Nýjasta tilefni kveinstaf- r’,rezkir toga,rar fengju 40% af anna er frétt úr Kaupmannahafnarútvarpinu. í frétt þessari, sem vakti talsverða athygli og var m.a. getið í flestum fréttasendingum brezka útvarpsins í gær, var það haft eftir Lúðvík Jóseps- syni sjávarútvegsmálaráðherra, að „Island ætlaði að setja 12 mílna takmörk frá ströndum sínum hver sem yrði niður- staða hinna alþjóðlegu við- ræðna í Genf“ (orðalag brezka útvarpsins). Brezka útvarpið gat þess um leið að íslenzka sendiráðið í London hefði sagt að því „væri ókunnugt um nokkra yfirlýs- ingu sjávarútvegsmálaráðherra né annars talsmanns íslenzkra stjómarvalda um yfirvofandi útvíkkun fiskveiðitakmarkanna við Island.“ Fregn Kaupmannahafnarút- varpsins varð til þess að for- maður sambands bresíkra fisk- kaupmanna lýsti yfir áð öllum fiskiðnaði Breta yrði stofnað í | afla sínum á miðum sem væru | innan 12 rrnlna takmarkanna. 1 Arétting. ! Sökum þess að nokkurs mis- skilnings virðist gæta bæði í frétt Kaupmannahafnarút- varpsins og í yfirlýsingu ís- jlenzka sendiráðsins í London, j er rétt að taka þetta fram: | Það er ekki rétt að sjávar- útvegsrnálaráðherra hafi nokk- juð látið uppi um á hvem hátt rfidsstjómin hefur ákveðið að stækka. landhelgina. Hitt er rétt nð í viðtaíi við Þjóðvilj- ann, sem birt var 22. febrúar, tveim dögum áður en landhelg- isráðstefnan í Genf var sett, sagði hann: „Verkefnj okkar á ráð- stefnunni í Genf verður það, að reyna að fá eins víðtæka viðurkenningu og kostur er á yfirráðum Islendinga yfir öllu landgrunninu. Við télj- um rétt okkar ótvíræðan, en viljum fá sem flestar þjóðir til að viðurkenna liann og þar með einnig val fslend- inga til að ákveða þær regl- ur sem gilda skuiu um veið- ar okkar og annarra á fiski- miðunum á landgrunnssvæð— Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.