Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 4
4) — NÝI TIMINN — Fimmtudagur 10. apríl 1958 Skemmtilegnsiu stundir ævinn- ar úti í náttúrunni - í vegavinnu Rabbað við Jón Hjaltason verksijóia sextugan Það var kyrran svalan morgun fyrir 22 árum að ég sá Jón Hjaltason fyrst. Bleik haustsól skein yfir grátt hraun, nokkur bliknuð strá, örfá bleik lauf, annars hraun og aftur hraun. Hópur manna dreifðist þar á langt svæði, snúrur voru strengdar og brátt glumdi stál í grjóti. Maður eínn, ekki hávaxinn, hæglátur í fasi gekk milli mannanna sem fárnir voru að fást við hraunið, leið- beindi éf þess var þörf, sagði annars fátt, stundum ekkert. Þetta var verkstjórinn þegar lagning Krýsuvíkurvegarins var hafin. Eg átti eftir að kyhriast því betur hvemig Jm, HjjrilÞasöaJtó*- að stjórna með þeim hljóðláta hætti að menn veittu því naumast eft- irtekt að það væri hann sem stjómaði, svo eðlileg var stjórn hans. * * * Jón Hjaltason verkstjóri er sextugur í dag, fæddur 29. marz 1898 að Rifgirðingum á Breiða- firði, og teljast eyjar þær til Skógarstrandar. Foreldrar hans voru Hjalti Jónsson, ættaður norðan úr Strandasýslu, afkom- andi Hjalta prófasts á Stað í Steingrímsfiröi, og Eyvör Arn- oddsdóttir, ættuð austan af Skeiðum. Hún „skrapp“ í kaupa- vinnu vestur að Breiðafirði eitt sumar — og fór þaðan aldrei aftur. Jón Hjaltason fluttist með Ólafi í Rifgirðingum, föðurbróð- ur sínum, til Stykkishó’ms árið 1902 og ólst þar upp hjá Ólafi og bústýru hans, Pálínu Jóns- dóttur. Fiskverkun og fiskveið- ar voru þau störf sem Jón vand- ist í æsku og rétt fyrir 1920 var stofnað þar Kaupfélag verka- manna. Verzlunarstjóri þess var Guðmundur Jónsson frá Narf- eyri, og hjá honum hóf Jón Hjaltason ungur að árum verk- stjórastarf sitt, við fiskverkun. í Stykkishólml hóf Jón búskap með konu sinni, Evu Sæmunds- dóttur, Sæmundar Skúlasonar úr Grundarfirði. Stykkishólmur — Vestmannaeyjar. — Varstu svo lengi í Stykkis- hólmi? spyr ég Jón. — Við fluttum þaðan til Vest- mannaeyja árið 1925 og áttum þar heima í 2 ár. Þar vann ég að fiskverkun. — Hvernig kunnirðu við þig í Eyjum? Var ekki róstusamt þar? — Ágætlega að mörgu ieyti. Það var annríki mikið í afla- hrotum, já, og stundum fjári fast drukkið. Einu verkfalli man ég eftir þar, en það var ekki neitt stórverkfall. Verkalýðssam tökin voru þá á byrjunarstigi. Jón Rafnsson var þá ungur mað- ur í Eyjum. — Hvað hefurðu verið lengi hér í Reykjavík, og hvað hef- urðu aðallega starfað? — Við fluttum hingað vorið 1930 og um líkt leyti réðist ég til starfa hjá Vegagerð ríkisins, fyrst sem undirverkstjóri, síðan sem aðalverkstjóri og annaðist ýmis umsjónarstörf fyrir Vega- gerðina ailt til ársins 1942. Hvalfjörður — Reykja- nes. — Þú hefur þá vafalaust farið víða um nágrennið. — Já, ég hef unnið að vega- vinnu á svæðinu innan frá Hval- fjarðarbotni austur fyrir Kamba og út á Reykjanes. Við lagn- ingu Krýsuvíkurvegarins var ég árin 1936—1940. — Hvernig féll þér hjá Vega- gerðinni? — Mér féll vel að starfa hjá Vegagerðinni undir umsjón Geirs G. Zoega því þótt við værum ekki ætíð saínmálá^irt- um við hvorn annan. Geir er mætur maður. En svo fór ég að vinna hjá Almenna byggingafélaginu, vann við byggingu Mjólkurstöðvar- innar meðan hún stóð yfir frá 1942—1949. Síðan var ég áfram hjá Almenna byggingafélaginu við gerð leikvangsins í Laugar- dal, meðan félagið sá um það verk, og varð svo áfram verk- stjóri við það eftir að bærinn tók það í sínar hendur. xmmíww. í náttúrunni en þeir eru í fjöl- menni bæjanna. Skemmitilegustu stundir æv- innar hef ég lifað úti í nátfúr- urini — við vegavinnu. Kaupmennirnir áttu fólkið. — En hvað er að segja um lífið í Stykkishólmi þegar þú varzt ungur maður? — Lífið í Stykkishólmi var mjög örðugt þá, fátækt mikil og basl. Segja mátti að kaup- mennimir ættu fólkið. Kaup- mennirnir áttu bátana og skömmtuðu þeim sem hjá þeim unnu eftir því sem þeir töldu hæfa hverju sinni, skömmtuðu eitt pund þegar beðið var um tvö. Kaup allt var greitt með úttekt á vörum. Menn fengu jafnvel ekki peninga fyrir vinnu sína til þess að greiða með opin- ber gjöld, heldur voru þau greidd með milliskrift hjá kaupmarininum. — Næg vinna? — Vetrarmáriuðurnir voru ger- samlega dauðir mánuðir, nema að því leyti sem gaf á sjó. Lang- ræði var mikið, oft stormar. Róðrar voru stundaðir á þil- skipum frá páskum og fram í ágústlok. Eftir það hófust ára- Flest sumur œvinnar hefur Jón Hjaltason búið í tjaldi og lagt vegi svo annað fólk mœtti greiðar komast um land sitt Það er hann sem stendur nœr tjáldinu en ekki er víst að pið pekkið pann sem framar stendur, hann er raunar kunnur maður, Sigurður Magnússon að nafni. bátaróðrar úr landi fram eftir haustinu. Róið var út fyrir Höskuidsey og í Bjarnareyjarál. Það var langsótt, mjög erfitt. Eftir að vélbátar komu til sög- unnar voru þessir róðrar mjög stundaðir, en sjósókn mjög hættuleg vegna skerja og grynn- inga; oft urðu slys. Harðnað með árunum. — Voru menn ánægðir með kjör sín? — Nei. Og kaupmannavaldið og fátæktin í Stykkishólmi urðu orsök þéss að þótt ég væri ungur þóttist ég sjá úrbótaleið með verkalýðssamtökunum og jafnaðarstefnunni, sem þá var að ryðja sér til rúms. Hef ég haldið þeirri skoðun síðan, og heldur harðnað á henni eftir því sem mér hefur fundizt að ýmsir aðrir hafi dignáð, enda verð ég að segja, að Guðmuridur frá Narfeyri, sem var aðalfor- ustumaður, og stofnandi, verka- lýðssamtaka í Stykkishólmi, var mjög róttækur maður. Enn langt að marki. — Ertu ekki ánægður með það sem áunnizt hefur? — Við höfum lifað miklar breytingar. Ytra borðið hefur mjög svo lagfærzt, það er yfir- Framhald á 9. síðu. Slgurinn Bidstrup teiknaði Jfiað: Jón Hjaltason . Hann Iiefur ekki - eýt t tímanum um dagaria í að sitja fyrir hjá myr.dasmiðnum. Báoar meðfylgjandi myndir eru gaml- ar augnabliksmyndir —• teknar við vegavinnu. Skemmtilegustu stundir ævinnar. — Fannst þér ekki vegavinn- an skemmtileg? — Jú, vegavinnan er frjálsleg ig skemmtileg, reglulegt nátt- rulíf. Öll árin sem ég var hjá 'egagerðinni lá ég meira og únna úti í tjöldum, og ástæður oru náttúrlega allerfiðar á öflum, en aldrei kom það að 'ik. þótt við lægjum stundum ti þar til komið var 8 stiga •ost á haustin. Útilífið á sér- taklega vel við mig. — Þú hefur váfalaust kynnzt nörgum og misjöfnum mönnum vegavinnunni? — Já, ég hef verið með mönn- m úr öllum landsfjórðungum. if öllum landshornum, að sjálf- igðu misjöfnum, en þeir hafa yfirleitt verið nýtir og góðir. lenn verða frjálslegri, eðlilegri jg óþvingaðri við vegavirinu úti

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.