Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 7
-L-g — Hinn 29. marz 1956 gat að líta á fremstu síðu „Tímans“ þessi orð, létruð stærstu stöf- um prentsmiðjunnar: „Staðið við yfirlýsingar um að ekki sé hér herlið á friðartjmuin.“ Þetta var mildl nýlunda í landi þar sem pólitísk loforð og yfirlýsingar hafa oftast verið mörkuð hinu gyllta Kainsmerki skrumauglýsing- anna. Skemmst var að minn- ast yfírlýsinganna, sem gefn- ar voru 1949, er Island var teygt inn í Atlanzhafsbanda- lagið með fagurgala annars vegar og litt duldum hótun- um hins vegar. Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sór þess dýran eið, og lagði við heið- ur sinn og höfuð, að aldrei mundi þess verða krafizt af Islendingum, að hjá þeim gisti erlendur her á friðar- tímum. Hinir íslenzku stjóm- málaflokkar, er stóðu að inn- göngu íslands í Atlanzhafs- bandalagið — Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflökk- urinn og Alþýðuflokkurinn — lögðu hönd á helga bók og sóru hinn sama eið, og Jögðu einnig við höfuð sín og heiður. Réttum tveimur árum síðar steig amerískur her á land og hreiðraði um sig á Reykjanesskaga. Ekki var þetta gert með alþingissam- þykkt, heldur á leynilegum einkafundi ríkisstjórnar og þingmanna fyrmefndra flokka. Þá hófst nýtt ökeið í sögu íslenzks þingræðis og vinnubragða þess. Við þetta sat í fimm ár. I byrjun einmánaðar 1956 virtist hrollur sækja að tveim okkar ágætu lýðræðisflokka, Alþýðuflokknum og Fram- sóknarmönnum. Það er al- kunna, að vöskustu menn kenna glímuskjálfta áður en þeir ganga til leiks, stjórn- málamenn merkja þennan undarlega fiðring í taugum á undan kosningum. Fögur loforð eru talin öruggasta meðalið við þessum kvilla, enda alkunna, að timbraðir menn lina þjáningar sínar að afstöðnu svalli með fyrirheit- um að bragða ekki vín fram- ar. Það er einnig alkunna, að loforð gefin i timburmönnum eru litt merk. En hvernig svo sem litið er á hvatir Alþýðuflokksins og Framsóknar á mótum góu og einmánaðar 1956, þá komu þessir tveir flokkar sér sam- an um eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Alþingi ályktar að lýsa yfir: Stefna Islands í utanríkismálum verði hér eft- ir sem hingað til við það •xniðuð, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir og að ísland eigi samstöðu um ör- yggismál við nágrannaþjóðir sínar, m.a. með samstarfi í Atlanzhafsbandalaginu. Með hljðsjón af breyttum viðhorfum síðan varnarsamn- ingurinn frá 1951 var gerð- ur og með tilliti til yfirlýs- ingarinnar um, að eigi skuli vera. erlendur her á íslandi á fi'iðartímum, verði þegar hafin cndurskoðun á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, með það fyrir augum, að Is- . lendingar annist sjálfir gæzlu og viðhald varnarmannvirkja — þó ekki hernaðarstörf — og að herinn hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, v.erði málum »STAÐIÐ VIÐ YFIR INGAR« eítir Sverri Kristjánsson, fylgt eftir með uppsögn sam- kvæmt 7. gr. samningsins." Þessi yfirlýsing, er Alþýðu- flokkurinn og Framsókn sömdu og orðuðu, var sam- þykkt með'Sl atkv. gegn 18 atkv. Sjálfstæðismanna. Sós- íalistaflokkurinn og Þjóðvarn- arflokkurinn greiddu henni atkvæði, þótt óánægðir væru með form hennar og efni. Þjóðin greiddi yfirlýsingunni meirihlutaatkvæði sitt í kosn- ingunum 24. júní: 57,1% kjósenda lýsti fylgi sínu við þá flokka, er stutt höfðu yf- irlýsingana um brotthvarf hins erlenda here. Mánuði sið- ar var núverandi ríkisstjóm mynduð, og í málefnasamn- ingi hennar standa þessi orð: „Ríkisstjómin mun í utan- ríkismálum fylgja fram álykt- un Alþingis 28. marz s.l. „um stefnu fslands í utanrikis- málum og meðferð varaar- samningsins við Bandarikin.““ Þetta er í stuttu máli saga yfirlýsingarinnar fram að stjómarskiptum. Það tók að- eins fjóra mánuði að standa eltki við yfirlýsinguna. Dag- ana 20.—24. nóv. 1956 fóm fram viðræður í Reykjavík milli ísl." ríkisstjómarinnar og nokkurra fulltrúa Bandaríkja- stjómar um yfirlýsinguna. Hinn 6. des. 1956 skýröi ísl. utanríkisráðuneytið frá því, að „viðræðurnar leiddu i ljós, að vegna ástands þess er hef- ur skapazt í alþjóðamálum undanfarið og áframhaldandi hættu sem steðjar að örj’ggi Islands og Noröur-Atlanz- hafsbandalagsins sé þöi'f vamarliðs á íslandi sam- kvæmt ákvæðum varaarsamn- ingsins". Jafnframt var þess getið í tilkyxmingu utanrík- isráðuneytisins íslenzka, að sagnfræðing i viðræðunum hafi verið „haft í huga“ hið gamla sjónarmið, að erlendur her skuli ekki dvelja á íslandi á friðartím- um, sömuleiðis var „haft í huga“, að „úrslita ákvæði um hvort varnarlið dvelji í land- inu, er hjá rikisstjóm ís- lands.“ Þetta em í stuttu máli efndirnar á yfirlýsingu Al- þingis frá’ 28. marz 1956. Þegar Alþýðuflokkurinn og Framsókn mönnuðu sig upp í að semja yfirlýsingu sína kom það fram í umræðum á Alþingi, að horfur í alþjóða- málefnum væru þá ólíkt frið- vænlegri en áður hafði ver- ið, og var vitnað um það efni í Eisenhower Bandaríkjafor- seta. Þess vagna mundi það ékki koma að sök, þótt „varn- arliðið“ yrði látið hverfa til síns heima. En Eisenhower reyndist slæmur spámaður. Siö mánuðum síðar er ver- öldin öll á öðram endanum: Rauði herinn ber niður upp- reisnina á Ungverjalandi, þverbrestir koma í Ijós í Var- sjárbandalaginu, siðferðileg taflstaða Ráðstjórnarríkjanna verri en verið hafði um langa stund. I sama mund hafa tvö siðmenntuðustu og kristnustu ríki Atlanzhafsbandalagshis ráðizt inn í Egyntaland með öllum hertólum nútímatækni, að kjarnorkuvopnum undan- skildum, brennt Port Said til ösku og drepið saklaust fólk í hundraða og þúsundatali. Af þessu viðburðum dró Al- þýðuflokkurinn þá ályktun, 1. des. 1956, að ekki sé „rétt eins og nú er ástatt að gerðar séu ráðstafanir til brottfarar varnarliðisins frá Islandi." En stefna beri að því, „að Islendingar reki vamarstöðv- arnar sjálfir með nauðsyn- legri aðstoð, þegar þeir telja örvggi landsins og Norður- Atlanzhafsbandalagsins leyfa slíkt.“ Alþýðuflokkuririn hrösaði sér af því að hafa verið höf- undur að yfirlýsingunni 28. marz 1956 og er ástæðulaust að svipta hann þeim heiðri. En hann má einnig hrósa sér af því að hafa hlaupið frá þeesu veika barni sínu þegar mest lá við, og ástæðulaust líka að sleppa því atriði úr frægðarsögu flokksins. Hitt er svo annað mál, hvort á- stæða sé til að fyrirgefa höf- undi yfiriýsingarinnar flótt- ann. Þegar vígsnautar okkar Is- lendinga, Englendingar og Frakkar, gera herhlaup inn í annað land, þá virðist nokk- uð hæpið að draga af því þá ályktun, að íslandi sé nauðsyn á dvöl erlends hers til að vernda „öryggi Islands og Noröur-Atlanzhafsbanda- lagsins.“ Nema þvi aðeins, að ísland leggi blessun sína á þetta herhlaup, telji það nauðsynlegt öryggi sínu. En engin skilríki hafa birzt um það, að slík hafi verið opin- ber afstaða íslenzka utanrík- isráðuneytisins. Hins vegar skal það játað, að öryggi At- lanzhafsbandalagsins var í hættu í innrásinni í Egypta- land. En það vom Englend- iiigar og Frakkar sjálfir, er stefndu því í voðann, og þar áttu engir aðrir sök á, allra sizt Ráðstjórnarríkin. En við- burðir þeir, er urðu þess vald- andi að Alþýðuflokkurinn og Framsókn gengu á bak kosn- ingaloforða sinna um brott- för hins erlenda hers, gerðu það bert, að staða Islands í Atlanzhafsbandalaginu er ekki aðeins andhælisleg, held- ur blátt áfram lífshættuleg. Það er eitthvað kynvillings- legt við það ástand, að vopn- laust smáríki sé að spóka sig í hernaðarbandalagi og hafi sýslumann úr Gullbringu- og Kjósarsýslu til að semja um hermál í stórráði Atlanzhafs- generálanna. Þama situr full- trúi Islands, og á ekki einu sinni trésverð, og ræðir af al- vöm við gullbryddaða herfor- ingja, um vamir Atlanzhafsr ins — já um varnir alls hins „frjálsa heims“! Eri þetta er ekki aðeins hjákátlegt, það er háskalegt. Island er dreg- ið eins og lamb til skurðar inn í hverja þá deilu, sem upp kann að rísa á hnettinum. Hver úlfaþytur, hvar sem er á jarðkringlunni verður til þess, að stjórnmálaflokkar okkar, sem eru þó að burðast við á stundum að vera heiðar- legir fyrir kostningar, svíkja allt sem þeir hafa lofað þeg- ar líður að haustnóttum. Með aðild sinni í Atlanzhafsbanda- laginu hefur Island í raun og vera misst alla stjórn á ut- anríkisstefnu sinni, það bei*st eins og stýrislaust far í stór- sjóum ,heimsviðburöanna,‘étur ofan í sig í dag það sem það sagði í gær, sviptii' sig póli- tískum manndómi, treystir sér ekki til þess að lifa eins og frjálsbornum manni sæm- ir og lætur öðrum um að dæma, hver sé hagur þess í samskiotum og viðskiptum við umheiminn. Hin maTgncfnda yfir'ýsing frá 28. marz var ÖU mörk- uð þessarj fáránlegm „sam- stöðu“ okkar i Atlanz,hafs- bandalaginu. Því er lýat vfir að Islendingar :,s5ru?; riálfir framkvæma öll störf víð ,,varnarmannvirkin“, — „þó ekki heruaðarstörf“. Mér er spum: hví ekki heraaðar- störf? Eru það ekki Ivnað- arstörf að viðhnlda hemaðar- mannvirkjum ? En hvers vegna undanskilja höfundar yfirlýsingarinnar hernaðar- störfin ? Einfaldlega vegna þess, að þeir kveinka sár við r 5 gerácí hcrncnn, en vllja Þdr v:rðnst pevV’-nv, O’VIIV, llVG fjarstæðukennd aðild U,'inds er í AtlanzhafsbaudaUrinu, en liafa ekki manndóm í sér til að mæla með þv;. sem s.jálfsagt er: úrsöam Is'ands úr þeim félagsskap! Það má hverjum manni ■rivyir— -Jjóst, að e’kki verður Íosnað við erlendr.n her úr landi nema að geröar verði ráðstafanir til þess að segja ísland úr Atlanzhafsbandalag- inu og taka upp aftur það hlutleysi, er lýst var vfir við vöggu íslenzks sjálfstæðis ár- ið 1918. Höfundar þeir er stóðu að seinni yfirlýsingu Alþýðuflokksins 1. des. 1956, játa þetta óbeinlínis. Þeir staðhæfa, að eklti sé hægt að koma hernum*burt. „eins og nú er ástatt“, en Islendingar eigi að stefna að því ,.að reka varnarstöðvarnar með nauð- synlegri aðstoð“. Orðalavið er dálítið torskilið, eða öllu heldur: það má skilia það og misskilja eftir geðbóta. Rnð- herra Albvðuflokksins hafði setið 4 máriuði og einni viku betur í stóli utanríkisemb- ættisins þegar yfirlýsinrin um flótt.ann frá fyrri afstöðu var samin. Stuttur tími, jafn- vel á ævi íslenzkrar ríkis- stjórnar, en nóau langur til þess að Alþýðuflokkurinn hafði numið hið tvíræða tungumál sem talað er í söl- um utanríkisþiónustunnir. Það sem á hinni dinlómatísku íslenzku Alþýðuflokksins heit- ir „að reka varnarstöðvar“, hlýtur að þýða á íslenzku okkar hinna: að fást við hernaða’störf og liervamir. Þetta verk eiga Islendingar að rækja „með nauðsynlegri aðstoð“. Getur þessi nauðsyn- lega aðstoð verið nokkuð ann- að en amerískir, þjálfaðir har- menn? Hin mikla yfirlýsing frá 28. marz 1956 um brott- för hins erlenda hers er þá orðin að yfirlýsingu um kyrr- setu þessa hers í landinu, að viðbættri þátttöku íslendinga í „rékstrinum“. Sic transit! Það sem hér hefur verið tekið fram er ekki sagt til þess að leggja Alþýðuflokk- inn í einelti eða skattvrðast við hann, heldur til þpss að sýna fram á, að brottflutn- ingur hersins af Islaudi eru draumórar einir, ef ekki verð- ur um leið reynt að flvtia Island búferlum úr Atlanz- hafsbandalaginu. Þetta er heldur ekki sagt til þess að letja menn til baráttu fyrir brottflutningi hersins á gmndvelli hinnar gömlu yfir- lýsingar Alþingis 28. marz 1956. Það er aðeins á það Framh. á 11. siðri

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.