Nýi tíminn


Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 6
6) ^Mlm l4íl TÍJÖMJ —- %nmtuáíágur ÍÓ. apríl 1958 — Ntl TIMIIVN Útgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Asmundur Sigurðsson. Áskiiffcargj'ild kr. 50. á ári. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Hvað vill Sjálfstæðisfiolíkur- inn í efnahagsmálum? TVFú um nokkurt skeið hefur * Sjálfstæðisflokkurinn mjög hælt sér af því, að vera stærsti stjómmálaflokkur þjóðarinnar. Og síðan hann lenti í stjórnar- andstöðu hefur mjög verið sleg- ið á þá strengi í blöðum hans, að óheppilegt væri að halda stærsta flokknum utan við það að ráða málefnum þjóðarinn- "ITera má að ýmsum finnist * hér vera mælt af nokkrum rökum. En mjög eru þessar ful'yrðingar þó illa rökstudd- ar, irieð starfsemi flokksins, eins og hún birtist fyrir sjón- um okkar. Ovo sem vel er kunnugt, hefui ^ ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar við allmikinn vanda að glíma þar sem efna- hagsmálin eru nú, og veit öll þjóðin ennfremur, að sá vand; stafar eingöngu af slæmum afiabrögðum og þar af leiðandi minni gjaldeyristekjum s.l. ár en árið áður. Jafnframt því, sem gjaldeyristekjur voru minni hefur þó eftir ýtrustu getu verið haldið uppi lifskjör- um sömu og áður, verklegum framkvæmdum hvers konar í sama og jafnvel ennþá ríkara mæli en áður, og svo mætti áfram telja. Hver rnaður sem hljóti að skapa vandamál, ekki dæma vill með sanngirni við- urkennir að þetta sé erfitt, og sízt þegar enn fremur verður að taka tillit til þess ástands, er skapazt hafði þegar stjórnin tók við völdum. Það mætti því fyllilega búast við því, að jafnframt því, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hælir sér af því að vera stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar og krefst hlutdeild- ar í stjórn landsins, eða jafn- vel allrar stjórnar þess í sin- ar hendur í krafti sinnar stærð- ar, þá myndi hann um leið birta þjóðinni tillögur sínar um lausn þeirra vandamála, sem úr þarf að leysa. Og raun- ar er sanni næst að það sé skylda hans, að segja hvað hann vill gera, um leið og hann krefst þess að sér séu fengin völdin í hendur. "|7n hvað hefur nú stærsti flokkur þjóðarinnar til málanna að leggja? Því er fljót svarað. Ekki eitt orð. Ekki eina tillögu um það hvemig eigi að leysa vandann. Þótt leitað sé línu fyrir línu í dálk- um blaða hans, finnst hvergi nokkurs staðar á það minnzt, hver er hans eigin stefna í þeim málum. Allt sem þau gera er að prenta upp klausur úr stjómarblöðunum og reyna að ala á sem mestri úlfúð um rriálin, án þess að leggja nokk- uð jákvætt til sjálf. Þess vegna gengur nú sú spuming írá manni til manns: TTvað mundi Sjálfstæðisflokk- urinn gera ef honum væru afhent völdin? Kann hann úr- ræði, sem engum öðrum hafa til hugar komið? Og ef svo væri, hvers vegna birtir hann þau ekki skýrt og skorinort, til þess að sýna enn betur fram á það úrræðaleysi stjórn- arflokkanna, sem liann er þó sí- fellt á að klifa. Eða er það máske svo, að stærsti stjórn- málaflokkurinn sé alveg úr- ræðalaus og hafi ekkert til mála að leggja annað en ófrjótt nöldur um starf þéirra, sem eru að leita þeirrar lausnar. sem hagkvæmastar geta orðið þjóðinni sem heiid? ¥*essarra spurninga og ann- •■• arra slíkra er nú spurt af fjölda fólks, hvarvetna um landið, því hinu sama fólki finnst, sem eðhlegt er, að sá stjómmálaflokkur sé lítill karl, sem aðeins hrósar sér af stærð stnni, en getur ekkert lagt til úrlausna í vandamálum þjóð- arinnar. TTér kemur éinnig fleira til i-®--*-athugunar. Vert er að minnast þess, að meðan Sjálf- stæðisflokkurínri var í stjórn ásaint Framsókn og Alþýðu- flokknum, kom hvað eftir ann- að til stöðvunar í áðalútflutn- ingsframleiðslunrií. Síðan hann fór út úr stjóm, og Álþýðu- bandalágið tók' haris sæti, hef- ur ekki komið til neinnar stöðv- unar, heldur hefur þátttakan í framleiðsíunni órðið meiri én nokkru sinni fyiri’. T^etta veit almenningur vel og * kann að meta. Þess vegna er einnig spurt, hvað muni koma ef Sjálfstæðisflokkurinn tæki aftur við þeim stjórnar- störfum, sem hann hafði áður og Alþýðubandalggið fer með nú? Verður þá meiri og minni stöðvun í útgerðinni um hver áramót eins og algengast var í þann tíð? Verður þá afnumið allt verðlagseftirlit og álagn- ing með hverskojiar okri gefin frjáls, eins og gerðist á þeim tíma? Notar þá Sjálfstæðis- flokkurinn fækifærið til þess að selja ísland updir herstöðvar til 99 ára, ein$ pg fyliilega má: ætla að sé vilji hans, dæmt út frá þeim hernámsáróðri, sem hann íekur? Tmessafa spurninga og margra *■ þvílíkra er spurt, og þær verða ekki kveðnar niður með því einu að prenta upp sund- urlausar glefsur úr stjórnar- blöðunum, slitnar úr samhengi án þess að nokkur stefna komi fram af flokksins hálfu í þeim mestu vandamálum, sem fyrir þjóðinni liggja. Sá stjórnmála- Kjarnorkunefnd USA uð um að falsa skýrslu Reyndi oð rétflœfa síefnu djórnannnar að hafna tillögum um stöðvun tílrauna Undarleg „mistök“ sem Kjamorkumálanefnd Banda- ríkjanna segir að sér hafi orðið á hafa vakið grun um að nefndin hafi viljað villa almenningi sýn í því skyni að réttlæta þá afstöðu bandarísku stjórnarinnar að hafna öllum tillögum um stöðvun tilrauna meö kjarnavopn. 19. september s.l. var gerð tilraun á vegum nefndarinnar með kjarnasprengju í jörðu niðri í N evadaeyðimörkinni. Sama daginn skýrðu fulltrúar nefndarinnar fréttamanni New York Times frá því að spreng- ingarinnar yrði ekki vart nema í nokkur hundruð mílna fjar- lægð frá sprengistaðnum. Aðeins í 400 km i'jarlægð 6. marz s.l. birti nefndin skýrslu sína um þessa tilraun. Þar var sagt að „varla nokk- urrar jarðhræringar hefði orðið vart í nokkurra mílna fjar- lægð“ og að „mesta fjarlægð sein sprengingin hefði komið fram í á jarðskjálítamælum hefði verið 250 mílur (um 400 km) í beina línu, í Los Ange- les“. Nú vildi svo til, að nokkrum dögum áður en skýrsla nefnd- arinnar var birt, 28. febrúar, hafði Harold Stassen, fyrrver- andi ráðunautur Eisenhower? um afvopnunarmál, borið vitni fyrir einni nefnd öldungadeild- arinnar. Hann hafði skýrt nefndinni frá því að „smásprengingin sem gerð var neðanjarðar á síð- asta ári hefði komið fram á jarðskjálftamælum í þúsund mílna fjarlægð“. Auk þess rám- aði suma í, að New York Times hafði á sínum tíma skýrt frá því að sprengingarinnar hefði orðið vart á mælum í Toronto í Kanada og í Róm. Árvakur bíaðamaður Engu að síður hefði skýrsla nefndarinnar að líkindum verið álitin góð og gild og ni-ðurstöð- ur hennar verið notaðar til að sýna fram á að ekki værí hægt að fylgjast með því að banni við kjarnatilraunum væri fram- fylgt, hefði ekki árvakur blaða- maður, I. F. Stone, sem oft áð- ur hefur vakið athygli með upp- Ijóstunum sínum, farið á stúf- ana. Hann komst að því hjá öðr- um stjórnarstofnunum, að neð- anjarðarsprengingin í septem- ber hefði komið fram á mæhim í Fairbanks í Alaska í 2.300 mílna (3.700 km) fjarlægð frá sprengistaðnum og í Favettes- ville í Arkansas í 1.240 mílna f.iarlægð. og fékk auk þe^s lista yfir nítián aðrar stöðvar í Bandaríkjunum og Kanada sem em meira en 250 mí1”r f'»ó sprengistaðnum, en h"fðu þó flokkur, sem sífe’.lt er að guma af stærð sinni cg hehnta völd og áhrif í skjóli hennar, gctur ekki jafnframt skotið sér und- an að segja hver hans úrræði eru, því annars mun svo álykt- að, að vitið sé í öfugu hlutfalli við stærðina. samt allar orðið sprengingar- innar varar. Hann gerði þá Kjarnorkumálanefndinni að- vart. Nefndin áttar sig 10. marz, fjórum dögum eftir að skýrslan hafði verið birt, sendi nefndin ritstjómm at- hugasemd, þar sem hún fór fram á að breytt yrði orðalagi skýrslunnar þannig að í stað Los Angeles og fjarlægðarinnar 250 mílur kæmi Fairbanks í Al- aska og fjarlægðin 2.300 mílur. Nefndin sagði að þessi villa hefði af vangá slæðzt inn í skýrsluna og enginn eftir henni tekið fyrr en blaðamaður (I. F. Edward Teller Stone) hefði vakið athygli á henni. Þessi skýring nefndarinnar hefur verið vefengd þar vestra, m.a. af þingnefnd sem rann- sakað hefur málið. Formaður hennar, Durham, benti á að þegar 21. janúar hefði einn þeirra vísindamanna sem stóðu fyrir tilrauninni, dr. York, skýrt nefndinui frá því að sprengingarinnar hefði orðið vart í Alaska og sagði: „Mér er óskiljanlegt. að nefndin skyldi ekki hafa fengið sömu vit- neskju“. líver var ástæðan? I. F. Stone hefur hins vegar gefið harla sennilega skýringu á þessum ,,mistökum“ nefndar- innar. Hann bendir á að þeir tveir menn sem fyrstir lögðu ,til að gerð yrðí( tilraun með kjarnasprengju neðanjarðar hafi verið vísindamennirnir dr. . Teller og dr. Griggs. Hann minnir á að dr. Teller, sem nefndur hefur verið aðalhöfund- ur bandarísku vetnissprengj- unnar, hafi reynt að færa rök fyrir því að kjarnavopnin væru með öllu skaðlaus. Einn kunnasti kjameðlisfræð- ingur Bandaríkjanna, dr. Harri- son Brown, hefur sagt að skoð- anir Tellers séu allar mótaðar af óstjómlegu hatri í garð Sov- étríkjanna. Og dr. Griggs er af sama sauðahúsi: Hann var eitt aðalvitnið gegn kjarneðlisfræð- ingnum prófessor Oppenheimer. Þetta og margt annað bendir .eindregið til_þess að í rauninni hafi engin mist"k átt sér stað, heldur hafi nefndin vitandi vits reynt að villa mönnum sýn. Estes Kefauver, varaforsetaefni demókrata, komst svo að orði: „Það sem gerir þetta tor- tryggilegt í augnm margra er að formaður Kjarnorkumála- nefndarinnar, Strauss flotafor- ingi, og helzti vísindaráðunaut- ur hans, dr. Teller, em ein- dregið andvígir stöðvun til- ráuna með kiarna.vopn. Þeir hafa að nokkru leyti byggt hessa afstöðu sína á þeirri stað- hæfingu, að hægt sé að gera slíkar tilraunir án þess að upp komist. Sú snurning vaknar, hvort það liafi verið tilviljun að mistök Kiarnorlnimálanefnd- arinnar voru þess eðlis að þau studdu skoðanir Strauss flota- foringja og dr. Tellers“. Vísindamenn gagnrýna Félag bandarískra kjameðlis- fræðinga, en í því eru um 2000 menn, hefur krafizt þess að ó- háðir sérfræðingar verði fengn- ú' til ráðuneytis þegar ákvarð- anir eru teknar um afstöðu Bandaríkjanna í kjarnorkumál- um. Þess var krafizt eftir að upplýst var um falsskýrsln KjarnorkUmálanefndarinnar og af því tilefni. Félagið gagnrýnir nefndina harðlega og segir að vitneskia sú sem frá henni hafi komið um hættuna af geislavirku úrfelli hafi bæði verið ófullnægjandi og oft bein- línis villandi. Ríkisstjórnin hefur, að áliti vísindamannanna, um of treyst ráðum frá fámennum hópi vís- indamanna sem eru í þjónustu hennar. . Skáldaþáttur Framhald af 5. síðu ferða inn í málið. Um uþp- runa þessara orða mætfi margt segja, en því verður slenpt hér. í ferhendri vísu em vitan- lega fjórara hendingar; fyrsta og þriðja hending heita fmm- hendingar en önnur og f jórða hending síðhendingar. Stuðla- skipun ræður þeirri skiptingu en ekki rímið. Áður en lengra er haldið vil ég biðja lesendur þáttar- ins að senda mér athugasemd- ir við þann fróðleik sem þátt- urinn flytur, leiðrétta ef rangt er og krefjast nánari skýr- inga ef eitthvað er óljóst. Eins og ég gat um áður er til lítils að kenna mönn- um að gera visu ef þeir skynja ekki hljóm og samræmi þeirr- ar vísu sem ort er að regl- um þessum.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.