Nýi tíminn - 08.05.1958, Qupperneq 4
*£)' — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 8. mai 1958
Stefán Júlíusson: Kaup-
angur. Skáldsaga. — 325
blaðsíður. — Menningar-
og fræðslusamband alþýðu,
Víkingsprent, 1957.
Möndull sögunnar er ung-
ur maður, Áki Geirsson að
nafni, fæddur í Hellisvík á
íslandi, staddur í New York
um þessar mundir. Hann er
alinn upp á hörðum árum,
þroskast með verklýðsfélagi
þorpsins — hugsjónir alþýðu-
etéttanna um hærra menn-
ingarlíf og^ betri hag hafa
markáð' viðhorf hans. En það
er komið stríð í veröldinni
og herlið í landið, andi kaup-
mennsku og gróðahyggju
heldur innreið sína, menning-
arbarátta fólksins hverfur í
skuggann af auðhyggju
kaupahéðnanna. Áki Geirs-
son finnur lífsgrundvöllinn
skríða undir fótum sér —
hann hverfur til Ameríku,
ætlar ao dveljast þar um
stund og skrifa um það líf
sem hann ólst til: hið tor-
velda líf alþýðunnar, það
fsland sem var.
Meginsjónarmið höfundar
eiga alla samúð skilið. Her-
gróðinn og sú. spiHing í hug-
:arfari" og viðskir/Caháttum,
eem fylgir þétt í spor hans,
er sífellt áturnein í íslenzku
þjóðlífi. En það er eins og
fyrri daginn: góð méining ein
gerií' Jitla stoð í skáldskapn-
tim. Kaupangur Stefáns Júl-
íussonar er misheppnað verk.
Tökum til dæmis niðúrlag
sögunnar. Áki Geirsson hætt-
ir við heimförina, en leitar
aftur til stúlkunnar sinnar
góðu — og þá fyrst rofar
ögn til. Þetta er afbragðs
stúlka, og fslendingurinn get-
ur víst orðið lukkulegur á
borgaralega vísu við hlið
hennar. En hann vinnur
hvorki rithöfundarsigur í Am.
eríku né verður fólki sínu
að Iiði með öðrum hætti.
Hann guggnar hreinlega að
leikslokum. Hann kom ekki
til Bandarí'kjanna til að
■ krækja í notalegan kvenmann,
heldur vill hann vinna sér
frið til að lyfta fornum
sjónarmiðum til nýrrar veg-
semdar í skáldskap. Hann
hlýtur að bíða höfuðósigur
í örmum Helenar Mosslands;
hið nýja „upphaf“ sögulok-
anna er í mótsögn við allan
! anda verksins.
' En lesandinn hefur misst
áhuga á Áka Geirssyni, löngu
áður en hér er komið sögu.
Persónan er, í stuttu máli,
þrautleiðinleg. Og meginá-
stæðan liggur í augum uppi:
þetta er rígtóontittn skratti.
Hann er v.ppfúllur af yfir-
burðatilfinningu gagnvart úun-
hverfi sínu og öðru fólki;
hann má varla oþna munninn
svo áheyrendur fari eltki að
vegsama gáfur hans. Hann
er „bráðgáfaður maður“;
. jstálkjaftur“, silki!kjaftur“
og „snilldarkjaftur" jafnt á
íslenzku og ensku;, „meistari
orðsins“; frábær smekkmað-
ur á mat, námshestur og
sundgarpur; kvenhollur með
afbrigðum og „góður elsk-
hugi“; „svo skemmtilegur“,
Stefán Júlíusson
þegar hann vill það við liafa;
„alltaf með nefið niðri í bók-
um“; ,,þú hefur aldrei auli
verið“. Og þetta er sjálf
persónan, sem söguna segir:
ég, ég. Áki Geirsson er mál-
pípa höfundar, og það fer
ekki hjá þvi að lesandinn
snyrji; er skáldið að lýsa
skoðun sinni á sjálfum sér?
Það er aðeins spurning, en
hún ér býsna áleitin. En hvað
sem því líður, þá fellur Áki
Geirsson snemma í augum
lesandans og á sér ekki upp-
reisnar von.
Heildsalar eru þarflausasta
stétt á íslandi; hinir nýríku-
gróðamenn eru langflestir af-
lágurn andlegum stigum.'
Stefáni Júlíussyni er mjög í
mun að hlaða þeim. Það er
virðingarvert, en aðferð hans
er of einföld, of gróf. Tveir
fulltrúar þessa fólks koma
mjög við sögu: heildsali og
strákur einn, sem hefur auga-
stað á amerískri gróðatækni.
Höfundur saumar talsvert að
þessum náungum, en nær ekki
tilætluðum árangri. Hann ger-
ir þær sjálfar auðvirðilegar,.
en sjónarmiðum þeirra er
ekki linekkt — þeim kump-
ánum vegnar vel í sögunni,
þrátt fyrir grunnhyggni sina,
siðblindu og kvennafar. Það
er enginn vandi að gera per-
sónur að fíflum, en takmark
skálds er annað. Er það ekki
einmitt trúverðugri skáld-
skapur að láta sæmilega
menn bera uppi fánýt sjónar-
mið? Þetta er alvarleg saga
og þolir ekki aðra eins slcrum-
skælingu og mynd Þorláks
Hákonarsonar.
Stíllinn á sögunnj er harla
brokkgengur snauður að
skáldlegri fegurð, tilgerðar-
legur; samtölin eru ómark-
vis, lýsingar of margorðar.
Heimspeki höfundar er ákaf-
lega ófrumleg, smekkvisi hans
brigðul. Þessi setning lýsir
þeim báðum: „Þá aðeins er
lífið samræmt, lifsnatitnin
frjó, þegar ferð og farandi
eru ein heild, hvort sem
skarni er ekið á hól, fiskur
dreginn úr sjó, párað á blöð“.
Þess verður þá helzt vart í
einf'lum Áka Geirssonar, að
liöfundurinn hafi fengið
skáldlega aðkenningu; honum
er ekki vamað þess að
skyggnast undir skelina á
manninum.
Eftirfarandi dæmi gefa
hugmynd um orðsnilld höf-
undar, þegar hann vill mikið
við hafa: hin snöggu kynni
höfðu „orsakað sérstakan
umgengnismáta"; mynda-
spiöhlin „höfðu í sér fólgna
seiðfulla togandi"; „Fyrir lá
. að heyja ,Qkkur andrúmsloft";
„Þú ert sem áður, utan við
orðiýsingu mína“; „uppruna-j
flúið hálfmenni"; „þrátt fyrir j
vinnandi framkomu"; „Eg sá
liann fyrir mér . . . mennt-
úðgan'1; „vonarbrot“. Merki-
' leg er einnig andúð skáldsins
á ákveðnum greini: „eins og
ég hefði hitt nagla á höfuð“;
„fljótt losnar um inálbein";
„máttur sveik mig“ — og
þannig áfranx endalaust.
Það hefði verið gleðilegt
ef Stefán Júlíussyni hefði
lánazt vel að rita þessa sögu.
Efnið er athyglisvert í sjálfu
sér, viðhorf höfundar eru
þekkileg. En „þessu var aldrei
um Álftanes spáð, / að ætt-
jörðin frelsaðist þar“ — og
líklega ekki í Hafnarfirði
heldur. B.B.
„Ástandsstúlkur” tugum saman
handteknar í Kaupmannahöfn
Ólifnaður kornungra stúlkna með banda-
rískum hermönnum er þar mikið vandamál
Velsæmisdeild dönsku lögreglunnar handtók í síðustu
viku uni 40 stúlkur, flestar kornungar, í næturklúbb í
Kaupmannahöfn sem nær eingöngu er sóttur af banda-
rískum hermönnum í orlofi og sjóliöum í „kurteisis-
heimsóknum“.
Klúbbur þessi kallast „69-
klúbburinn", en ólifnaðarhús
víða um heim eru einmitt
auðkennd með tölunni 69, og
það var ekki sízt þess vegna að
lögreglan fékk augastað á hon-
um.
I síðustu viku voru tveir lög-
reglumenn sendir þangað til
þess að athuga hvernig þar
væri umhorfs. Þeim var neitað
um aðgang og nóttína eftir
var því sent f j'rímennt lögreglu-
lið sem brauzt inn í klúbbinn.
Þegar það kotó þangað voru
þar 100—200 manns, mest
bandarískir sjóliðar. Þeir voru
látnir óáreittir, en langflestu
kvenfólkinu var smalað saman
og farið með það á aðallög-
reglustöðina, þar sem stúlkurn-
ar voru yfirheyrðar alla nótt-
ina.
Meðalaldur þeirra reyndist
vera 19 ár. Ákveðið var að
krefjast fangelsisdóma yfir
tveim þeirra, sem sakaðar voru
um flakk, fjórar ungar sænsk-
ar stúlkur voru afhentar út-
lendingaeftirlitinu . sem mun
gera þær landrækar, 16 ára
stúlka sem flúið hafði frá
unglingahæli verður send þang-
að aftur, og margar aðrar
sem þegar höfðu fengið skil-
| orðsbundna dóma fyrir flakk
og lauslæti verða sendar á slík
hæli.
Um margar stúlknanna var
vitað að þiær voru smitberar,
en hinar verða lagðar á sjúkra-
hús til rannsóknar.
Lögreglan kannaðist við
flestar stúlkurnar, en tóargar
hinna voru í þann veg að verða
vændiskonur, höfðu miSst vinnu
sína og foreldrar þeirra fámir
að gefa upp alla von nmraö
þær mynöu aftúf lcomast á
rétta brauí. Öiifnaður og vændi
kornungra etúlkha, aumra enn
á fermingaraldri, Iiefiy farið
sívaxandi í Kaupro annahöfn á
árunum eftir stríðið og er orð-
ið meiri háttar vandamál.
Flestar þessar stúlkur sækja
veitingahús og illa dulbúin ó-
lifnaðarhús, þar sem nær ein-
göngu er að finna bandaríska
hermenn.
Fyrir skönimu fannst lílöð af
Eyjólfi Stefánssyui sem hvarf
í Hafnarfiiiði aðfaranótt 27.
jan. síðast liðinn.
retar
Brezka blaðið Manelicstet
Guardian birti á laugardaginn
var ritstjórnargrein varðandi
deilurnar um fiskveiðilögsög-
una á Genfarráðstefnunni.
■ Blaðið segir, að ef ekki ná-
ist satókomulag um landhelgis-
málið á ráðstéfnuhni, (sem þá
var ekki lokið) verði hverju
stfandríki í sjálfsvald sett, að
eigna sér landhelgi, og ekki sé
ólíklegt að t.d. sé litið þannig
á í Reykjavík. íslenzka ríkis-
stjómin geti sagt sem svo, að
nú hafi hún óbundnar hendur
og hið sama geti stjórnarvöld-
in í Noregi og Færeyjum sagt.
Brezku togararnir misstu nú
hvarvétna fiskimið. Síðan seg-
ir blaðið að Bretar geti dregið
þennan rétt til stækkunar á
fiskveiðiiögsögu í efa, þar sem
ekki hafi verði gerð nein sam-
'þykkt á Genfarráðstefnunni,
se'm héimili slíka stækkun. Ef
íslendingar eða aðrir gripi til
þ.ess ráðs áð stækka fiskveiði-
lögsöguná, séu Bretar því i
. sínuin rétti þótt þeir geri ein-
hvérjar mótaðgerðir. Tvær leið-
ir séu nú hugsanlegar. í fyrsta
lagi. löndunarbann á íslenzk-
um fiski í brezkum höfnum, ef
íslendingar fœra út fiskveiði-
lögsöguna. f öðru lagi, að Bret-
ar beiti sér fyrir samtökum
allra þeirra þjóða sem tjón
bíða af slíkum ráðstöfunum,
þeirra á meðal t.d. Fraþka
og Portúgala, um það að kaupa
ekki íslenzkan fisk.
Blaðið lýkur þessurn hefnd-
arhugleiðingum. með því að
segjast vona, a.ð ekki komi tii
þessara aðgerða.
Það segist vona 'að sætt-
ir takist í þessum deilum.
og íslendingar geri ekki sjálf-
stæðar ráðstafanir, án þess að
ráðfæra sig frekar við aðra
aðila. Annars kunni svo að
fara, að þeir tapi á aðgerðun-
um ekki siður en aðrir.
-----------------------------------\
Ný ógnaröld virðist iié í
uppsiglingu á Kýpur
Líílátsrefsing ðitur tekin í lög eftir
að tveir brezkir hermenn voru skotnir
Allt bendir til þess að ný ógnaröld sé nú í uppsiglingu
á Kýpur, en hlé hefur verið þar á manndrápum nú um
nokkurt skeið. Líflátsrefsing hefur aftur verið tekin í
lög á eynni.
A sunnudaginn voru tveir
brezkir hermenn skotnir til bana
á fjölfarinni götu í gríska
hverfi borgarinnar Famagusta.
Voru þeir skotnii- aftan frá. Mik-
ill mannfjöldi var þá á götum
borgarinnar, en Bretum hefur
ekki tekizt að hafa upp á nokkr-
um manni sem segist hafa séð
tilræðismennina.
í gær var öllum vegum frá
borginni lokað og fjölmennir
flokkar hers og lögreglu leituðu
um hana alla og næsta nágrenni
hennar að tjlræðismönnunum.
Þetta eru fyrstu brezku her-
mennirnir sem felldir hafa verið
á Kýpur í nokkra mánuði, en
fyrir skömmu tilkynnti léiðtogi
skærullða, Grivas, að þeir
myndu hefja hermdarverk, að
nýju ef ekki yrðu hafnir samn-
ingar þegar í stað um sjálís-.
forræði eyjarskeggja og samein-
ingu eyjarinnar. við Gríkkland.,