Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.07.1959, Side 5

Nýi tíminn - 02.07.1959, Side 5
(5 Fimmtudagur 2. júlí 1959 — NÝI TÍMINN — rwtt£/l OMÍT SiSÍSS '\IA&DIB0UM StalimítaM- OTTBVS: MALLE. 'ENACIt ZwiCHAa Utanríkisráðherrar stórveldanna haía setið á rökstólum í meira en mánuð suður í Gení til að firfna lausn á þýzka vandamálinu. Rökræður þeirra urðu til þess að hið borgaralega en vinstrisinnaða franska vikublað L'EXPRESS sendi einn kunnasta blaðamann sinn, Michel Bosquet, sem ritar jöfnumhönd- um utanríkismál og efnahagsmál, til Austur-Þýzkalands til að kynnast stjórnarfari þess, efnahag og högum almennings. Niðurstöður hans eru mjög athyglisverðar, ekki síður fyrir þá sök að þær stinga mjög í stúf við það sem venjulega er ritað í blöð á vesturlöndum um Austur-Þýzkaland. Fyrri hluti fyrstu greinar hans birtist hér í óstyttri þýðingu, en síðari hlutinn í næsta blaði. Hinar miklu stálgrindur í bakgrunni myngarinnar eru fyrsía rafstöð iðjuversins í byggingu. Reykháfarnir þrír eru um 120 metra liáir. — Hvað inislíkaði yður við? Látið okkur heyra gagnrýni yðar. Við höfum þörf fyrir hana. l»að fer svo að lokum að við sjáum ekki lengur okkar eigin galla. Maðurinn sem þetta sagði við m5g var um f'mmtugt. fólk sem ég hitti af tilviljun og sem vissi ekki alltaf að ég væri útlendingur. (Ritstjóm L’Express lætur þess getið í neðanmálsgrein að Michel Bosquet tali þýzku reiprenn- andi). É.g hafði með mér f”Vri3rmann sem tranaði sér Samtímis byggingu iðjuversins eru byggð íbúðahús handa verkamönnum sem við það eiga að vinna. Hér sést eitt hverfið í bænum Hoyerswerde. Hann er varaforseti Þjóðfylk- ingarinnar. Við sátum yfir bolla af ómenguðu kaffi í skrifstofu hans í Austur-Ber- lin. Hann hlustaði á mig af áhuga sem ekki var nein upp- gerð. — Já þetta, það urðu hörð átök um það á síðasta floklis- þinginu, segir liaun. Þeir sem eru á yðar skoðun (og ég er einn þeirra) hafa enn ekki komið sínu fram. Við eigurn enn margt ógert. Óhræddir að segja, meiningu sína Mér var svarað á þennan hátt hvað eftir annað þá níu daga sem ég ferðaðist um Austur-Þýzkalands. Ég hafði sjálfur ákveðið ferðaáætlunina og hvaða fyiirtæki ég vildi heimsækja, oft fjTirvaralaust. Ég talaði við forystumenn verkalýðsfélaga, forstjóra fyr- irtækja, bændur, verkamenn, ekki fram, gat opnað mér allar dyr sem harðast voru læstar, en hafði lag á að draga sig í hlé þegar sam- ræðurnar urðu persónulegar. — Hvernig hefur yður lit- izt á yður í Austur-Þýzka- landi? Hvaða misfellur haf- ið þér orðið varar við? Það er fyrst og fremst það sem ég vil fá að vita. Það voru öðrum fremur harðir kommúnistar sem lögðu þessa epurningu fyrir mig. En áður en ég svara henni hér, ber mér fyrst að gagnrýna sjálfan mig. Ég hafði eins og allir vesturlanda- menn sem koma til Austur- Þýzkalands haft með mér þangað ýmsa fordóma: Ég bjóst við að finna fyrir mér land þar sem allt gengi á aft- urfótununj, lögreglu á hv^rju strái, illa alið og illa klætt fólk, sem bölvandi og ragn- andi beygði sig undir ógnar- stjórn gerviríkis. Það fór á annan veg. Lög- reglan er hvergi sjáanleg (og komi nú enginn til að segja mér að það sé hún einnig á Spáni: ég þekki vel til í því landi). Fólkið sem ég hitti af tilviljun var óhrætt við að segja meiningu sína, og ég fór stundum óafvitandi að hasta á það til að fá það til að lækka róminn. Hafi stjórn- arfarið verið reist á veikum grunni í upphafi (og hvern- ig gat annað verið eftir tólf ára látlausan áróður nazista), þá hafa ráðamenn þess haft lag á að láta fortölur og fög- ur fyrirheit fylgja valdbeiting- unni. Fyrirheit þeirra eru ekki lengur orðin tóm. Það eem maður tekur fyrst eftir þegar komið er í austurhluta Berlín- ar er ekki fátækt, heldur gnægð nauðsynja og alger skortur á lúxusvarningi. Mun- urinn á borgarhlutum Berlín- ar er menningarmunur. I vesturhlutanum rísa skýja- kljúfar bankanna (Berliner Bank, Kundenbank, Kredit- kundenbank, Diskontbank, Versicherungs A.G. o.s.frv.) við himin eins og til ögrunar við kommúnismann. I skugga þeirra er að finna gnótt ó- þarfavarnings sem bíður fjáðra kauperida. I austurhlutanum, ef frá eru skildar hinar háreistu hallir við Stalin Allee búa all- ir að heita má við sömu kjör: engir ríkir, engir fátækir. Fatnaðurinn virðist allur snið- inn eftir sama máli; það eru ekki nema fimm eða sex litir að velja á milli; fataefnin eru., alveg eins og fyrir stríð, úr gerviull. En gagnstætt því sem var fyrir stríð virðast allir vera í nýjum fötum. Þeir borða betur en 1937 (en þá kom ég síðast til Þýzkalands) :• mjólk, smjör, egg voru. þá skömmtuð, en eru það ekki nú. Stjómarvöldin hafa látið alla fá lífsnauðsynjar; bíða verður eftir næstu verðlækk- ununum með að íá sér það sem hægt er að vera án. Það er nýbúið að lækka skó í verði um helming; þeir sem kosta 20 til 40 mörk eru miklu lélegri en vesturlenzk- ir skór. Sumarkjóll úr gervi- ull kostar 50 mörk, karl- mannsföt úr 50% ullarefni 200 mörk, buxur úr poplíni 40, baðmuliarskyrta 20—40 mörk, strokjárn 16 mörk, síg- arettupakkinn 1.20—2 mörk og vindlar 30 til 80 pfenniga stykkið. Með árslaun sem nema til jafnaðar 4.100 mörkum á hvern vinnandi mann, býr hver þegn í AusturÞýzka- landi við nokkum veginn sömu kjör og hver meðal- Frakki að því snertir allar he’ztu nauðsynjar, og hið skráða gengi austurþýzka marksins (1 mark=117 frank- ar) er í samræmi við kaup- mátt þess. En á hinn bóginn ko'da heimilistæki og farar- tæki (bílar og bifhjól) enn tvisvar til þrisvar sinnum meira en í Vestur-Þýzkalandi. Bæði verðlag á matvælum og gæði þeirra eru sambærileg í báðum landshlutunum. Á hinn bóginn er hægt að eyða 10—20 mörkum fyrir máltíð á dýru veitingahúsi í Vestur-Berlín, en með öllu ó- hugsandi að fara í Austur- Þýzkalandi fram úr 5 mörk- um fyrir dýrustu máltíðina. Verðlagið er undir eftirliti; það var aðeins á lúxusstaðn- um „Húsi menntamanna" í Dresden að mér fókst að koma reikningnum upp í átta mörk með því að setja saman franska máltíð. í veitingastof- um verksmiðjanna kostar venjuleg máltíð 50 til 60 pfenmga, og sérstaklega til- reidd máltið verður ekki dýr- ari en 1.50 mörk. Það er að vísu rétt að skort- ur er á ýmsu. Húsgögnin eru Framhalci a i u siOu Þetta kort af Austur Þýzkalandi fylgdi greininni í L’EXPRESS.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.