Nýi tíminn - 02.07.1959, Qupperneq 9
Fimmtudagur 2. júlí 1959
NÝI TlMINN
(9
ÞingvalSavatn er nú hætf að lækka
Gamla Sogsfarvcginism var lakað sl, sunnudag og nýi varnargarð-
urinii við Efra-Ssgsvirkjsanina mun nú kominn í fag
Hluti af Maju hinni nöktu
Maja hneykslaði
póststjórnina
Bandaríska póststjórnin hefur
gert upptæk 2000 póstkort með
■eftirmynd af hinu fræga mál-
verki spanska meistarans Goya
af Maju hinni nöktu. Embætt-
ismennirnir segja, að listaverkið
sé ósiðlegt og fáist því ekki sent
í pósti. Kvikmyndafélagið Unit-
ed Artists hafði sett kortin í
póst og hugðist nota þau til að
kynna kvikmynd sem nefnd er
eftir málverkinu.
Lækkun Þingvallavatns mun hafa verið stöðvuð þegar
þetta blað kemur til lesenda, en stöðugt hefur vatnið
flætt úr því og yfirborð þess lækkað frá því fyrir hádegi
17. júní sl. að varnargarðurínn brast við Efra-Sog eða
samtals 1 þrjár vikur, og yfirborö Þingvallavatns lækkað
á annan metra. — Hinum gamla farvegi Sogsins var
lokað á sunnudaginn var.
Gamli farvegurinn þurr
Farvegi Sogsins, sem Þing-
vallavatn mun hafa runnið um
frá upphafi vega, var lokað á
sunnudaginn var, og síðan var
unnið af fullum krafti við nýja
varnargarðinn beggja megin
frá.
Lækkaði í þrjár vikur
Allt frá því að varnargarð-
urinn brast 17. júní, hefur yfir
borð Þingvallavatns farið
lækkandi, hafði það lækkað um
103 sentimetra. Fyrst eftir að
varnargarðurinn brast ílæddu
úr vatninu 250 rúmmetrar af
vatni á sekúndu en fór smá-
minnkandi og mun í gærmorgun
hafa verið komið niður í 120
rúmmetra á sekúndu.
Verður rafmagnsskortur ?
Margir hafa spurt um hvort
verða myndi rafmagnsskortur.
Reynt mun verða að forða því.
Eftir að varnargarðinum hefur
verið lokað að nýju, verður
sprengd renna niður í gamla
farveg Sogsins ogúátnir renna
þar 30—60 rúmmetrar á sek-
úndu svo vélarnar í Sogsstöðv-
unnm haldi áfram.
Áburðarverksmiðjan stöðvast
Talið er að 30—40 rúmmetr-
ar á sekúndu nægi til þess að
stöðvarnar geti framleitt nægi-
legt rafmagn til a'mennings-
nota — ef Áburðarverksmiðjan
verður tekin frá.
Tekur langan tíma
Þegar nýja varnargarðinum
hefur verið lokað örugglega
verður hægt að fara að gera
ráðstafanir til þess að hækki í
Þingvallavatni aftur. Margir
spyrja hvenær það muni kom-
ast í samt lag aftur. Því mu:i
ekki gott að svara, en það tek-
ur áreiðanlega langan tíma.
Tjónið af völdum þessa ó-
happs er gífurlegt — og marg-
þætt. Fyrst og fremst eeinkar
það Efra-Sogsvirkjuninni a.m.k.
um mánuð, að því talið hefur
verið. Tjón verktakanna mun
og mikið. Og loks mun þetta
óhjákvæmilega minnka veiði
allmikið í vatninu, því þúsurídir
silungsseyða hafa drepist —
orðið eftir á þurru landi þegár
lækkaði í vatninu.
í skýrslu sem utanríkismálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings hefur birt kemur fram hvöss gagnrýni
á stefnu og starfshætti bandaríska utanríkisráöuneytis-
ins.
Skýrslan var gerð heyrinkunn
j Washington á laugardaginn.
Nöfmnn leyní
Ilöfundar skýrslunnar eru
fyrrverandþ starfsmenn í banda-
aúsku utanríkisþjónustunni.
Nefndin heldur nöínum þeirra
leyndum, svo að þeir geti sagt
það sem þeim býr í brjósti án
þess að þurfa að óttast að verða
látnir gjalda þess.
í skýrslunni er látin í ljós
sú skoðun, að skammsýni og
klaufaskapur valdi mestu um að
Bandarík.iunum hefur ekki lán-
azt að ná frumkvæðinu í heims-
málunum úr höndum sovét-
stjórnarinnar.
Bandalögin hrófatildur
Diplómötunum finnst að það
geti ekki góðri lukku stýrt, að
í margar þýðingarmestu sendi-
herrastöðurnar eru skipaðir
menn sem gefa ríflega í kosn-
ingasjóð þess flokks sem er við
völd þá og þá stundina, eða af-
dankaðír stjórnmálamenn. Sér
menntaðir menn eru alla jafnan
sniðgengnir í málum sem varða
sórsvið þeirra, en oft skipaðir
til að sþma allsóskyldum verk-
efnum.
Ekki eru diplómatarnir hrifn-
ir af áhrifum bandarísku her-
stjómarinnar á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. Einkum finnst
þei.m það misráðið, að allar
hernaðaráætlanir Bandaríkj-
anna skuli miðaðar við það að
bejta kjarnorkuvopnum.
Sumir höfundar skýrslu utan-
rikismálanefndarinnar eru van-
trúaðir á- að Bandaríkjunum sé
nokkur styrkur að hernaðar-
bandalögum eins og Suðaustur-
Asíu bandalagjnu og Bagdad-
bandalaginu, sem komið var á
laggimar með mikiUi fyrirhöfn
Og æmum kostnaði.
Þeir sem þessa skoðun að.
hyllast eru einnig andvígi:
bandarískri hernaðaraðstoð vií
hvert það ríki sem fáanlegt e:
til að gera hernaðarsamning vic
Bandaríkjn. Þeir benda á, aí
oft eru vopnin sem látin eru í t<
notuð tjl þess að halda ilh
liðnum ríkisstjórnum við völc
gegn vilja þegnanna.
Diplómatarnir eru á einu mál
um að í .bandarísku utanrjkis
þjónustunni sé það háskalega al-
gengt að menn byggi ekki um-
sagnir sínar og ráðleggingar á
staðreyndum sem fyrir liggja,
heldur sníði þær eftir skoðunum
og hleypidómum yfirmanna
sinna. Þetta stafar af því að
þess eru ískyggilega mörg dæmi
að embættismenn hafa fengið
áminningu eða jafnvel verið
reknir úr starfi fyrir að setja
fram í skýrslum sínum skoðanir
sem brutu í bág við þær kredd-
ur sem voru ríkjandi álit í
Washington.
ísfell semur um
smíði 2ja 1600
lesta togara
Það er orðið harla lítið eftir af vatni í liinum gamla farvegi Sogsins, eins og pið sjáið
hér. Þar sem Sogið byltist áður hvítfyssandi eru nú jarðýtur að verki. Síðan veröur
svo aftur hleypt vatni í penna farveg til að hálda vélum virkjananna við Sogið
gangandi. — Ljósm. Sig. Guðm.
í fréttum útvarpsins í gær-
kvöldi var skýrt frá því að
útgerðarfyrirtækið Isfell á
Flateyri hafi gert samning
um smíði tveggja nýrra 1000
lesta togara í Vestur-Þýzka-
landi. Eiga togarar þessir að
ganga 15 sjómíiur og er af-
hendingarfrestur skipasmíða-
stöðvanna á þeim 12 og 1314
mánuðir.
Farvegi Sogsins hefur verið lokað og unnið er af kappi að pví að fullgera nýja varn-
arvegginn fyrir inntákinu í Dráttarhlíðina fyrir Efra-Sogsvirkjunina. Eins og pið
sjáið er verkinu langt komið pegar myndin er tekin. — Ljósm. Sig. Guðm.