Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 2
2) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 24. september 1959 74. þáttur 19. september -1959. ISLENZIÍ T.UNGA ,'• .. •tn*< » *« . ry v Ritstjóri: Árni BÖðvarsson M, % Ibúaheiti Fyrir skommú (lí. sept.) sagði Þjóðviljinn frá því áð sýslumaður Rangárvkllas’ýslu hefði af miklum. skörungsskap rekið brott úr' héraðinu banda- ríska hermenn sem höfðu ver-. ið farnir að stunda veiðiþjófn- að i sýslunni. En í margra dálka fyrirsögn blaðsins var orðalagsvilla. Þar stóð: — „Rangvellingar ráku banda- ríska hernámsliðið af höndum sér“. Hér er ruglað saman tveim orðum, Rangvellingum og Rangæingum. Rangvelling- ar eru þeir einir eem eiga heima á Rangárvöllum, það er eftir nútímamálvenju: í Rang- árvallahreppi aðeins en íbúar Rangárval’asýslu allrar nefn- ast Rangæingar. Þetta er málvenja staðkunnugra, en hún er það eina sem getur skorið úr um það hvað rangt er og hvað rétt í svona tilvik- um. Hliðstæður ruglingur mun vera alltiður í sambandi við ýmis önnur héraðaheiti, og mun t.d. oft vera notað orðið Barðaströnd um Barðastrand- arsýsíu alla, þótt staðkunnug- ir kal'i aðeins svo eina sveit sýslunnar, eftir því sem mér hefur okilizt. En úr því að ég var að minnast á íbúaheiti héraða- eða annarra staða, er, rétt að benda enn einu sinni á (það hefur sem sé verið gert marg-.- sinnis áður) að slík ’íbúaheiti eru dregin af stofni orðsins einum saman, eða stofnutn, ef, um samsett orð er að ræða, og verður þetta bezt skilið með dæmum. Ibúar Reykja- víkur nefnast Reykvíkingar, þannig að sameiginlegt heiti. þeirra er dregið af báðum stofnum heitisins á höfuð- staðnum, reýk og vík, en eng- um dettur í hug orðmynd eins og Reykjavíkingur. 1 Borgar- nesi búa. Borgnesingar, Hafn- arfirði Hafnfirðingar, á Seyð- isfirði Seyðfirðingar, Akranesi Akurnesingar (ætti eiginlega að vera Akrnesingar, en þeg- ar á 14. öld hafa Islendingar skotið u-i inn milli samhljóðs og endmgarinnar -r, svo að úr .varð -ur, sbr. akur, eem áður hét akr, en þágufallið hefur alltaf heitið akri), einn- ig Austurbæingur og>Vestur- bæingur (þar er -ur- milli orðhiutanna af sömu ástæðum og í Akurnesingur). Þannig mætti lengi telja, en ekki skal það gert að sinni.- Áður en horfið er frá þessu efni, er þó rétt að minna á að þeir sem búa í einhverjum -dal, nefnast frá fornu fari í íslenzku máli -dælir (kk. ft.), t.d. Laxdælir (af Laxárdalur),- Haukdælir (af . Haukadalur), Reykdælir (af Reykjadalur)- og þar fram eftir götunum. Orð eins og Sauðkræklingar og Se’fvssingar (um íbúa Sauðárkróks og Selfoss) eru að öllu leyti rétt mynduð. Vælugerði, Ballará og \ Tittlingastaðir. Ýmis örnefni vefjast fyrir oga vpo i mönnum, hvernig skilja beri þau, og er bezt að eegja það strax eins og er, að á ís- lenzkum örnefnum hefur ekki farið frarn nein alisherjar- rannsókn. Þekking málfræð inga á þeim er mjög í molum, af þeirri einföldu ástæðu að þau hafa ekki verið rannsök- uð að gagni. Hvergi er til dæmis til skrá um íslenzk ör- nefni, en samantekning slíkrar skrár yrði þó að vera undir- búningsvinna undir það að unnt sé að kanna þann efni- við sem í þeim felst. Á landa- bréfum sem gerð hafa verið og leiðrétt á síðari árum, er mikil mergð slíkra- örnefna, svo og í örnefnáskrám ýms- um sem gerðar hafa verið víðs vegar um landið. Þessar skrár eru aðeins til í Þjóð- minjasafpi, að því er ég bezt veit. Aðrar þjóðir sem eitt- hváð hirða um sögu sina og’ tungu, verja árlega stórfé til rannsókna og útgáfu á örnefn- um, en við höfum hingað til látið okkur nægja að safna þeim saman og bjarga þar með drjúgum hluta þeirra frá algerri gleymsku. En það er ekki nægilegt. Næsta skrefið : verður að vera söfnun 'slíkra1- örnefnasafna á einum stað og útgáfa þeirra ásamt tilvísun um það hvar á landinu hvert örnefni er’. Þá þarf að rekja þau ef þau koma fyrir í eldri ritum, svo.sem sóknalýsingum Bókmenntafélagsins frá um' og eft!r 1840, fornbréfasafni,' fornritum og þess háttar. Þetta er mikið verk, en fyrr en það héfur verið unnið eru þessu, ekki- gerð fullnægjandi skil. , Stund- ' hefur það borið við að menn hafa misskilið heiti bæjarins síns og viljað breyta því þess vegna. Þegar óánægja með bæjarnafnið er sprottin af slíkum misskiln- ingi, á að nægja að leiðrétta misskilnir.ginn tiþ að halda við bæjarnafnihu. Hins vegar hafa ýmis bæjarnöfn verið of lág- kúruleg til að menn ge.ti sætt sig við þau. Einkum hefur þetta verið almennt um hjá- leigunöfn ýmiss konar, og koma mér í því sambandi í hug nöfn eins og Voðmúla- staða-Austurhjáleiga og Vatnahjáleiga, sem nú heita Bólstaður og Svanavatn? Nýju nöfnin bæði eru látlaus og stórum mun myndarlegri en hin eldri. Við slikum nafna- breytingum sem þessum er ekki neitt að segja. Til misskilningsins — eða ef til vill viljandi útúrsnún- ings — má reikna það þegar menn leggja út á versta veg bæjarnöfn eins og Ballará, Tittlingástaðir og Vælugerði. Hið síðasta mun þó merkast þessara allra. Það er sem sé<^ ekki dreg’ð af neinu nafnorði „væl“, „væll“ eða „væla“ eða þess háttar, heldur mun orð sem annars er algerlega týnt í íslenzku koma fram í fyrri hluta þess. Nafnið bendir til kolagerðar, því að vál í norsku er notað um hrúgu af o* % M áf £ » V..& i Heill og sæll, frændi 1 iEg man það núna, þégar ég læt hugapn réika aftur til bernskuáfanna, að það stóð talsverður ljómi um nafn þitt meðal okkar strákanna á Borðeyri á uppvaxtarárum mínum; þú varst nefnilega bíl- stjóri og áttir bíþ. og það var í o'kkar augum meiri frami en flest annað í þá daga. Sjálf- sagt áttu ýmsar minningar um fyrstu bílferðir þínar, bæði um sveitina heima og eins milli norður- og suðurlands; en vegirnir, þjóðleiðin, í þá daga mundi sennilega þykja fimmtugur •B.iörn Kristmundsson illfær fjallabaksvegur núna. En það fór orð af þér sem góðum bílstjóra, a.m.k. töld- um við strákarnir þig allra bílstjóra snjallastan. En það var fleira en bíllinn þinn, sem ' gerði þig umtalsverðan með- al okkar strákanna; þú varst nefnilega kommúnisti, og það er kannski of mikið sagt, að slíkt hafi þótt glæpsa.mlegt norður þar í þá daga, en ævin- týralega fannst okkur það í meira lagi. Kommúnisti, ja, hérna, Við heyrðum sem sé öðru hvoru svakalegar sögur af framferði kommúnistg, þeir hengdu alla presta, sem þeir náðu til og brenndu all- ar Ikirkjur, og þeir áttu til að láta ríka embættismenn, sæta óþyrmilegri meðferð og tóku svo peningfTa þeirra og gáfu þá fátækum! Þú varst að vísu ekki sérlega líklegur til að hjóla í presta og hengja þá eða laumast með benzíndunk inn . í kirkjur og kveikja í þeim, en eigi að síður varstu yfirlýstur „kommi“ og það , var sem sé meira en lítið ævin- týralegt í augúm okkar strák- anna. Og svo háðirðu fólk- orustu við Herrann Jónas- son, Kristján Guðlaugsson og fleiri um atkvæði Stranda- manna í tvennum eða þrenn- um alþingiskosningum, auð- vitað fyrir hönd kommúnista; en það mætti segja mér, að það hefði verið talsverð þrek- brenndum trjábútum og rót- um (í Norsk riksmálsordbok útskýrt þannig: „haug av kvist, grener ,(mindre) stamm- er (i skog, utmark); avfall i skog; haug, lag av brent kvist, brente rötter og stamm- Framhald á 10. siðu. raun að vera í framboði fyrir þá í afskekktu sveitakjÖrdæmi í þá daga. — Þá má ékki gleyma knatt- spyrnunni, þú varst sem sé lengi miðherji miðlungi sigur- sæls liðs þeirra Borðeyringa, og slíkt fór nú ekki fram hjá strákahvolpum á stuttbuxna- aldrinum, jafnvel þótt knatt- spyrnudellan væri ékki í slík- um algleymingi þá sem nú. — Já, Björn frændi hefur sem sé lagt gjörva hönd á margt, verið atvinnubílstjóri, unnið að byggingu nokkurra síldar- verksmiðja hingað og þangað um landið, hefur mörg síðast- liðin ár verið starfsmaður hjá Prentsmiðju Þjóðviljans. Mig skortir þekkingu til að tí- unda rækilega störf Björns í þágu Kommúnista- og síðar Sósíalistaflokksins, en ég veit að hann hefur laigt þar af mörkum mikið og óeigingjarnt starf. Og einhvern- vaginn finnst mér hann <flestum- íík- legri til að halda uppi þraut- seigri baráttu gegn því, að nýríkum mammonsdýrkendum takist að drékkja hugsjón okkar í peningaflóði. — Að$* lokum þakka ég þér, frændi fyrir margar skemmtilegar stundir, ekki sízt í óbyggða- ferðunum með honum Páli, vini okkar; en í þeim ferðum hef ég þótzt merkja ást þína á íslenzku landi, byggðum oig óbyggðum, samfara ágætri þekkingu á sögu lands og þjóðar. Áð svo mæltu vona ég, ,að þú haldir enn um sinn á- .fram að gleðja hjartað og hressa andann með hóflega drukknu víni og halda lík- amanum í þjálfun með full- tingi ræls og marsúrka. B. G. Jæja, Björn minn. Mér er sagt að þú sért fimmtugur í dag. Þetta kemur mér dá- lítið á óvart, því mér sýnist þú ekki hafa elzt neitt síðan við byrjuðum samstarf fyrir um það bil 13 árum. Ef ég man rétt, þá 'byrjaðir þú hér á blaðinu í september ’45, og síðan hefurðu haldið þig hér innan dyra. Aðeins hefurðu flutt þig á milli herbergja stöku sinnum, og nú síðast í herbergi fram- kvæmdastjóra prentsmiðjunn- ar. En það er sama hvort þú hefur verið á efri eða neðri hæðinni, þú hefur alltaf haldið þinni stöku ró, þótt á ýms;i hafi géngið. Stundum hef ég jafnvel óskað þess að hún væri ekki alveg svona mikil, að þú tækir þig nú jafn- vel til og skammaðir mann stöku sinnum. Annað hvort að gefnu tilefni eða engu til- efni. En mér hefur ekki orðið að ósk minni — e'kki ennþá. Nema að þú bregðir vana 'í dag í tilefni dagsins. Eg veit nefnilega að þér er ekk- ert um það gefið að hlaupið sé með það í blöðin, þótt þú fyllir fimmta tuginn En hvað um það. Þetta verða menn að hafa, þegar þeir eru komnir á svona virðulegan aldur. Og á þessum yir.ðpjega aldri byrja ménn Venjúlega' að laf ja upp endurmi’nrtingar sínar. Þú mátt því búast við þvi’í dag, þegar maður kemur á Bolla- götuna og þiggur afmælissop- ann, að þú ýerðir að rifja upp fyrir okkur éndurminningar þínar t.d. frá þeim árum, þeg- ar þú fluttir þingmannsefnin fram og aftur um Hrútaf jörð- inn á trillu, eða þá frá bar- áttu þinni við Hermann hinn sterka um sálir Stranda- manna. Þessi barátta endaði að vísu með þingmennsku sterka mannsins, en var þinn sigur ekki líka all-stór? Mig minnir, að það hafi ekki marg- ir sótt fleiri atkvæði á Strand- ir fyrir Sósíalistaflokkinn, svo þú hefur mátt vel við una. Eg skal ekki ergja þig né aðra með því að hafa um þetta fleiri orð. Aðeins viídi ég ekki láta þetta tækifæri fram hjá mér fara án þess að þakka þér langt og gott samstarf og óska þér alls 'hins bezta á seinni helming ævinnar. — J.H. Guðmundúr Sveinsson Sveinn Víkingur Sveinn Víkingur í stað Guðmundar Sveinssonar Sú breyting verður á tilhögun Samvinnuskólans að Bifröst á komandi vetri, að séra Guð- mundur Sveinsson, sem starfað hefur þar sem skólastjóri undan- farna fjóra vetur, hverfur til Bretlands til framhaldsnáms vetrarlangt. Mun hann einkum dveljast í Oxfo’rd. Við störfum hans tekur þann tíma sr. Svein Víkingur, fyrrv. biskupsritari.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.