Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 8
NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 24. september 1959 Bœði Framsókn og Sjólfstœðis flokkurinn þurfa hirtingu Áróðursmenn Framsóknar- flokksins hafa löngum treyst því, að með nógum endurtekn- ingum væri hægt að fá fólk til að trúa hverju eem væri. Á því trausti var byggður á- róðurinn fyrir kosningarnar í sumar, endurtekið var í sí- fellu, dag eftir dag, viku eft- ir viku og mánuð eftir mánuð, að í þessum einu kosningum ættu kjósendur úr öllum flokkum að 'kjósa frambjóð- endur Framsóknarflokksins til að stöðva kjördæmabreyting- una. Hvað eftir annað var flaggað með nöfnum manna i Tímanum og Kjördæmablað- inu, sem allir vissu að voru í öðrum flokkum eða fylgjend- ur annarra flokka en Fram- sóknarf’okksins, og aðrir beðnir að fara að dæmi þeirra, „vernda átthagana“, en til þesS þyrfti í eitt skipti'að gefa Framsókn atkvæði. Þessi ósvífna málfærsla heppnaðist Framsókn furðu vel. Margir fylgjendur ann- arra flokka afréðu að kjósa Framsóknarframbjóðanda í þetta eina skipti, einungis vegna kjördæmamálsins. En þá var Tíminn ekki lengi að snúa við blaðinu. Strax í fyrsta Tímablaðinu eftir kosn- ingar, hafði ritstjórinn stein- gieymt því hve ákaft hann hafði biðlað til fylgjenda ann- arra flokka en Framsóknar- flokksins að _styðja sig við einar kosningar, vegna eins máls. Jafnskjótt og áróðurs- brella Framsóknar í sumar- kosningunum hafði haft til- ætluð áhrif: að færa Fram- sókn þúsundir atkvæða, var henni kastað til hliðar. Nú voru allir kjósendurnir, sem kosið höfðu Framsókn sam- kvæmt átakanlegum áköllum og skírskotun til átthaga- tryggðar, orðnir gallharðir fylgismenn Framsóknarflokks- ins, og liver einasti þeirra tal- inn tryggur aðdáandi Ey- steins og Hermanns og Vil- hjálms Þórs og alls þeirra at- hæfis fjrrr og síðar. En svo líður að nýjum kosn- ingum, og Framsóknarfor- sprakkarnir þurfa að finna nýjar leiðir til að halda í fólk- ið: Nú þýðir ekki lengur blekkingin sú, að hægt sé að stöðva kjördæmabreytinguna. Auðvitað trúði enginn áróð- urspostuli Framsóknar að það tækist með sumarkosningun- um, þeirra tilgangur með bægslaganginum var að sjálf- sögðu sá einn að misnota tryggð fólks við átthagana til þess að raka saman atkvæð- um til flokkslegs ávinnings fyrir Framsóknarflokkinn. Enda er nú óspart slegið á nýja strengi. Hver sem les Tímann þessa dagana, gæti haldið að Framsókn hefði alla ævi verið róttækur vinstri flokkur, málsvari og brjóst- vörn verkalýðsins í landinu, y"-1 og aldrei verið kennd við Sjálfstæðisfiokkinn eða neitt hans athæfi. Nú reynir Tím- inn að láta líta svo út að Framsóknarflokkurinn sé til þess sjálfkjörinn að vera að- alandstæðingur afturhaldsins í landinu, sjálfkjörinn til for- ystu fyrir vinstri öflum þjóð- arinnar. Og þessar niðurstöð- ur eru fengnar með því að vitna til úrslita kosninganna í sumar, vitna m.a. til þeirra þúsunda kjósenda sem létu tilleiðast að kjósa Framsókn- Eysteins Jónssonar og Vil- hjálms Þórs og Hermanns Jónassonar, sé til þess sjálf- kjörinn að verða skjól og skjöldur alþýðunnar á Islandi. Hvernig sem áróðursmenn Framsóknarflokksins reyna að rugla eðlileg skil í íslenzkum stjórnmálum með „vinstra“ lýðskrumi mánuðina fyrir kosningar, verða þeir fleiri og fleiri sem skilja að aðaland- stæða íslenzks þjóðfélags, eins og allra annarra sem búa við sömu þjóðfélagshætti, er and- Hvað eftir annað hafa þeir tekið höndum saman og fylgzt að í óhæfuverkum gegn verkalýðshreyfingunni. arflokkinn í eitt skipti vegna stæða auðmannastéttarinnar eins máls, en sem sjálfsagt annars vegar og launþeganna hafa fengið nóg af óheiðarleik Tímans við túlkun kosningá- úrslitanna, og láta Framsókn sigla eina á báti framvegis. og þá fyrst og fremst verka- mannastéttarinnar hins vegar, milli stefnu hnignandi auð- valdsskipulags og stefnu rís- andi sósíalisma, sem fram er borinn af hinni róttæku verka- lýðshreyfingu. Framsóknar- flokkurinn hefur ekki verið hlutlaus áhorfandi í átökum þessara stétta undanfar’na áratugi, heldur hefur hann, hvað eftir annað þegar mest hefur skorizt í odda fylgt Reykjavíkurauðvaldi Sjálf- stæðisflokksins og misnotað illa fengið þingfylgi til að framkvæma allar hinar sví- virðilegustu árásir og þving- unaraðgerðir gegn verkalýðs- hreyfingunni, ásamt Sjálfstæð- isflokknum. Er ekki til of mikils ætlazt að alþýða manna taki mark á fagurgala Framsóknar nú, fluttum af sömu afturhalds- foringjum Framsóknarflokks- ins sem leitt hafa flokk sinn til árásanna gegn verkalýðs- hreyfingunni undanfarna ára- tugi ? Er ekki til of mikils ætlazt þegar forsprakkar Framsóknarflokksirts, sem fyr- ir tæpu ári sprengdu ríkis- stjórn með verkalýðsflokkun- um á úrslitakostum um kaup- lækkun, vilja nú að verkamenn taki mark á lýðskrumi þeirra um Framsóknarflokkinn sem vörn og verju alþýðu gegn auðvaldi og íhaldi Sjálfstæði3- flokksins ? Því svara verkamenn og aðrir alþýðumenn í kosning- unum 25. október. Og verka- menn eiga mikið undir því að nógu margir svari þeirri spurningu rétt. Þeir eiga mikið undir því hvort þeir bera gæf-u til þess að tryggja málstað sínum nægilegt þing- fylgi í kosningunum í næsta mánuði til þess að takist að hindra hin skuggalegu áform Sjálfstæðisflokksins um ráð- stafanir í efnahagslífi og markaðsmálum er lilýtu að þýða stórfellt atvinnuleysi og kjaraskerðingu. Tryggingin gegn framkvæmd þeirra ætl- ana er ekki sú að kjósa Fram- sóknarflokkinn, sem löngum hefur fylgt Sjálfstæðisflokkn- um dyggilega til hvers konar árása á verkalýðshreyfinguna og lifskjör verkamanna. Eini kosturinn sem alþýðúfólk á völ á nú í vetrarkosningun- um til að standa vörð um lífskjör sín og atvinnuöryggi. er að gera þingflokk Alþýðu-. bandalagsins nógu sterkan á næsta kjörtímabili til að hindra slík áform. Og ekkert annað en kosningasigur Al- þýðubandalagsins verður aft- urhaldsöflunum aðvörun sem dugar til þess að hindra fyr- irætlanir þeirra um gengis- lækkun og kaupbindingu, eyði- leggingu markaðanna í Aust- urevrópu og þar af leiðandi atvinnuleysi. Þá aðvörun þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fá, — og Framsókn líka. Og mjög er treyst á minnis- leysi fólks þegar reynt er að lýsa Framsóknarflokknum sem eindregnum andstæðingi Sjálfstæðisflokksins, andstæð- um auðvaldi og fésýslubraski. Einmitt í fésýslubraskinu hef- ur Framsókn löngum ástund- að helmingaskipti og sam- keppni við Sjálfstæðisflokk- inn, þeir flokkar hafa að vísu barizt en baráttan hefur löngum verið um skipt- ingu illa fengins gróða, illa fenginnar valdaaðstöðu. Þeir m<mn innan Framsóknar- flokksins sem er það alvöru- mál að vilja berjast gegn auð- valdi og fésýslubraski hafa sannarlega ekki svo lítið að berjast við í flokki sínum, svo mjög hafa fésýslúmenn og gróðabraskarar Framsóknar- flokksins ánetjazt auðklíkum og auðfélögum íhaldsins í Reykjavík. Og þessir afturhaldsmenn hafa haft völdin í Framsókn- arflokknum og hafa þau enn. Þeir hafa fengið því ráðið, að Framsókri hefur sprengt hverja einustu ríkisstjórn sem hún hefur myndað um tveggja áratuga skeið með verkalýðs- flokki eða flokkum, með því að heimta þvingunarlög gegn verkalýðshreyfingunni eða lög- boðnar kauplækkanir. Þetta eru staðreyndir sem er eðli- legt að rifja upp einmitt nú, þegar Framsóknarflokkum inn kyrjar þann són alla daga að einmitt Framsókn, flokkur Þýzkir menntaskilanemðr telja Hiflar hafa veri velgjörðarmann Iskyggilegt ástand í skólum Vestur-Þýzkalands — Fortíðinni gleymt Sögukennsla í vesturþýzkum skólum hefur oröið fyrir verið hann sem batt enda á almennri gagnrýni undanfarið. Þykir mörgum að í nýj-; neyðina í Þýzkalandi, byggði ustu kennslubókum í sögu þar í landi sé leitazt við að breiða akvegi og lystiskip. Er draga fjöður yfir þá glæpi sem Hitler og nazistar frömdu, og þá ógn sém þeir leiddu yfir milljónir saklausra manna. Austurríska tímiritið ,,Die Furche“ hefur birt niðurstöð- urnar af rannsókn á vestur- þýzkri sögukennslubók, sem notuð er í efstu bekkjum barnaskólanna. 1 þessari kennslubók stendur ekki eitt orð um fjöldafangabúðir naz- ista óg aðeins örfáar línur um 1949-útgáfan 41 bls. 1958-út- gáfan: 13 bls. Ríkisþinghússbruninn: 1949- útgáfan 2i/2 síða. 1958-útgáf- an: ekki eitt orð. Gyðingaofsóknirnar: 1949- útgáfan: 3 bls. 1958-útgáfan: 14 línur. Andspyrnuhreyfingin: 1949- gyðingaofsóknirnar. Ekki er útgá.fan: 8 bls. 1958-útgáfan: ekki eitt orð. Fjöldafangabúðir nazista: 1949-útgáfan: 5 síður. 1958-út- gáfan; ekki eitt orð. Trúarbragðaofsóknir Hitlers: 1949-útgáfan; 2 bls. 1958-út- gáfan: 4y2 lína. þar heldur einn staf að finna um mótspyrnuhreyfinguna á Hitlerstímanum. Blaðið ber saman fræðsluna um þetta efni í kennslubók sem gefin var út 1949 og í nýju kennsSubókinni sem gefin var út ' fyrra. Tekin eru til athug- unar nokkur atriði úr nútíma- j sögu Þýzkalands og þykir blað- inu sem sögukennslan stefni í mjög hættulega átt. Niðurstað- an er þessi: Saga Þýzkalands frá 1914 til okkar daga: 1949-útgáfan 71 blaðsíða. 1958-útgáfan aðeins 34 síður. Saga nazistatímabils Hitlers: Þekkingin í samræmi við þetta. Hugsandi mönnurii brá ónota- lega við og margir rumskuðu af hugsanasvefni fyrir skömmu, þegar vesturþýzka sjónvarpið sendi út viðtal við nokkra menntskólanema. Þeir voru m.a. spurðir að því hvað þeir vissu um Hitler. Þeir svöruðu því til að það hefði menntskæilingarnir voru spurð- ir um gyðingaofsóknirnar, kom í ljós að þeir höfðu ekki hug- mynd um hvað það eiginlega var. Þetta hefur vakið mikið um- taJl í Þýzkalandi og í blöðum hefur undanfarið birzt mikil gagnrýni á þekkingarástand unga fólksins og lélegt starf kennara. Kjarnorka í þágu friðariíis Alþjóðasamtök þau sem neín- ast „Kjarnorka til friðsamlegra nota“ hafa efnt til ráðstefnu sem hefst í \dnarborg í dag. Verð.ir ráðstefnan háð í hinni fornu keisarahöll Habsborgara. Ráðstefnuna sækja fulltrúar aðildarfélaga samtakanna í 72 löndum. Samtökin beita sér fyrir þvi að Bandaríkin og Sovétríkin geri með sér samkomulag um að kjarnorka verði aðeins notuð í þágu framfara og velmegunar þjóðanna. "1

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.