Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 24. september 1959 —-- - Gesturinn frá Moskva veldur taugatitringi í Washingten „¥7'yrir rúmu ári lýsti Dulles * sálugi yfir, að heimsókn Krústjoffs til Bandaríkjanna myndi vera mesti sigurvinn- ingur sem foringi heimskomm- únismans hefði nokkru sinni getað státað af. Kétt áðan sté Krústjoff fg»fi á bandarískt land. Eisenhower stóð ber- höfðaðúr meðan þjóðsöngur Sovétríkjanna var leikinn, 21 fallbyssuskoti var skotið, heið- ursvörður heilsaði gestinum, um er háttað verða Sovétríkin ög^ Bandarikin að læra að temja sér friðsamlega sambúð eða bíða eameiginlegt skip- brot. etta þykir mörgum Banda- ríkjamanninum hörð kenn- ing og lítt skiljanleg eftir allt sem á undan er gengið. 1 hálfan annan áratug hefur allra ráða verið leitað til að telja banidarísku þjóðinni trú T^augaveiklun ráðamanna í Wasþington vegna komu Krústjoffs virðist ástæðulítil ef trúa má skoðanakönnun sem leiddi í ljós að 89 af hundraði aðspurðra töldu að sjálfsagt hefði verið að bjóða sovézka forsætisráðherranum heim. Einungis fjórir af hundraði voru andvígir komu hans til Bandaríkjanna og fyrirhugaðri för Eisenhowers til Sovétríkjanna. Bandarískur almenningur er ekki svo blindur að hann sjái ekki að tvö reginstórveldi kjarnorku- hervædds heims verða að læra að búa saman ef þeim á ekki að lenda saman með skelfileg- um afleiðingum. I heimi vetn- issprengju og eldflauga eiga miðaldahugtök eins og kross- ferðir gegn þeim sem ekki vilja taka hina einu, sönnu trú engan tilverurétt. For- senda kalda stríðsins var að annar aðilinn að minnsta kosti teldi hættandi á heitt stríð ef í hart færi. Nú við- urkenna allir að í nútíma- styrjöld getur ekki orðið um neinn sigur að ræða, þar hljóta allir að tapa. „Tilraun tíl friðsamlegrar sambúðar" kallar Low, teiknari enska blaðsins ,jGuardian“ þessa mynd, sem hann teiknaði fyrir „Krokodil“ í Moskva. rauðir fánar og stjörnufáninn blöktu í golunni. Sigurinn var unninn, og það mátti sjá á Krústjoff að hann vissi það. Breitt bros og örugg fram- koma gerðu hann líkastan góðlátlegum birni, sem loks- ins hefur komizt í hunangs- kerið“. Á þessa leið hóf fréttaritari brezka útvarpsins frásögn sína af komu for- sætisráðherra Sovétríkjanna til Bandaríkjanna 18. þ.m. um að hún sé kjörin til for- ustu fyrir öllu mannkyni, tutt- ugasta ölidin átti að verða öld Bandaríkjanna. Stjórnendum Sovétríkjanna hefur verið lýst sem fulltrúum alls þess illa, llerkefni Krústjoffs og Eis- ’ enhowers í viðræðunum í Washington og Moskva verð- ur ekki að gera út um ein- stök deilumál. Það verður gert síðar á fundi eða fundum æðstu manna. Hlutverk for- ustumanna reginstórveldanna tveggja er að gera hvor öðr- um svo ljósa grein fyrir markmiðum sinum og stefnu að bægt verði frá hættunni á að þeir álpist út í ófæru vegna misskilnings eða mis- taka. Friðsamleg samkeppni á að skera úr um ágæti mis- munandi hagkerfa, vopnavið- skipti koma þar ekki til greina. Vetnissprengjur geta ekki skorið úr neinu deilu- máli, en framtíðin er þeirra sem verða fyrstir til að beizla vetnisorkuna og hagnýta«hana í þágu almennings. 'E’nginn er lengur í vafa um, að þegar Eisenhower tók sig til Lsumar og bauð Krústj- off að heimsækja Bandaríkin, var utanríkisstefnan sem kennd hefur verið við Dulles kistulögð. Æðsta boðorð þeirr- ar stefnu var að Bandaríka- stjórn yrði að sýna það í hvívetna að hún væri af öðru og æðra sauðahúsi en komm- únistarnir í Moskva. Banda- rikjamenn gætu að vísu ekki hjá því komizt að eiga nokkur skipti við þann lýð, en öll nánari kynni bæri að forðast. Þetta væru umgengnishættir valdsstefnunnar, þeirrar kenn- ingar Dullesar og bandarísku herstjórnarinnar að í vígbún- aðarkapphlaupinu ættu Banda- ríkin og bandamenn þeirra sigur vísan ef hvergi væri slakað á. Heimboðið til Krústjoffs markar tímamót. Með því viðurkennir Eisen- hower fyrir öllum heimi að valdstefnan er ekki lengur framkvæmanleg, eins og mál- sem Bandaríkin væru kölluð til að útrýma úr mannheimi. Nú bregður allt í einu svo við að sjálfur höfuðpaur heims- kommúnismans er heiðurs- gestur' Bandaríkjaforseta. Þetta veldur slíkri röskun á hugmyndaheimi Bandaríkja- manna sem í hjartans ein- feldni hafa trúað boðskap stjórnenda sinna að þeir vita varla sitt rjúkandi ráð. Síð- an Eisenhower bauð Krústjoff lieim hefur hann haldið hverja ræðuna af annarri til þjóð- ar sinnar til að leggja henni nýjar lífsreglur. Það þarf að lægja ofsann í þeim sem með engu móti vilja láta af sinni andkommúnistísku barnatrú og því kunna að grípa til ó- yndisúrræða til að láta í ljós andúð sína á gestum Banda- ríkjastjórnar. Á hinn bóginn er ekki talið æskilegt að bandarískur almenningur sýni Krústjoff og föruneyti hans alltof mikla vinsemd. í þessu hefur Krústjoff hamrað árum saman, og þess vegna kemur hann á fund Eisenhowers sem sigur- vegari. Hann hefur fengið sitt sjónarmið viðurkennt einmitt á þeim stað þar sem því var afdráttarlaust hafnað í fyrstu. Fyrir fáum árum lagði Dull- es sig allan fram til að telja mönnum trú um að allt tal um friðsamlega sambúð væri lævísleg tilraun kommúnista til að svæfa Bandaríkin og bandamenn þeirra á verðin- um. Nú er svo komið að Eis- enhower heldur varla svo ræðu að hann minnist þar ekki á nauðsynina á friðsam- legri sambúð ríkja með ólíkt þjóðskipulag. Allt tal um bandaríska sókn „til að frelsa hinar undirokuðu þjóðir" er löngu þagnað í Washington. Of snemmt er enn að segja að kalda stríðið sé með öllu úr sögunni, en svo mjög hefur af því dregið síðustu mánuð- ina að það getur ekki framar borið sitt barr. M.T.Ó. Norræmt ráðherrafundnr um félagsmál haMinn í Noregi 7.—9. sepfember sl. Norrænn ráðherrafundur um félagsmál var haldinn í Fevik við Arendal í Suður-Norefii dag- ana 7___9. september sl. Félags- málaráðhcrra íslands, Friðjón Skarphéðinsson gat ckki komið því við að sækja fundinn, en Haraldur Guðmundsson sendi- herra í Osló og Jón S. Ólafsson fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu mættu þar fyrir íslands hönd. Alls sátu fund þcnnan 43 manns. Fyrir fundinn voru lagðar skýrslur um þróun félagsmála á Norðurlöndum undanfarin tvö ár svo og skýrslur nefnda er starfað hafa að einstökum mál- um milli funda. Aðalmál fundarins voru ann- i f ars nýjustu aðferðir við með- höndlun áfengissjúklinga, reglur um ellilífeyrisgreiðslur og líf- eyri til eftirlifenda. Þá var á fundinum undirritað- ur Norðuriandasamningur um viðurkenningu á iðgjalda- og starfstíma fyrir jnenh’, sem tryggðir eru gegn atvinnuleysi og flytjast milii ríkja, en þessi samningur er til mikiiia hags- bóta fyrir þá, sem flytjast milli atvinnuleysistrygginga hinna ein- stöku aðildarríkja, Ákveðið var að skipa nefndir til þess að vinna að athugun ein- stakra vandamála í samstarfi Norðurlanda á sviði félagsmála, einkum varðandi framkvæmd áður gerðs samnings um félags- legt öryggi. Atriði þau, sem hér um ræðir, varða einkum lífeyris- greiðslur erlendis, biðtíma í sambandi við elli- og örorkulíf- eyrisgreiðslur og meðlagsgreiðsl- ur. Fundarmönnum var gefinn kostur á því að sjá ýmsar stofn- anir, svo sem barnaheimili, drykkjumannahæli og eliiheimili. Næsti fundur verður haldinn í Finnlandi. að tveim árum liðn- um. Eénsfakf tæklfæri fll að Ieysa:ía Óvíst að það komi aítur séu næstu mánuðir ekki notaðir, segir Gaitskell nýkominn frá Moskvu Næstu vikur og mánuði gefst einstakt tækifæri til aS leysa ýms vandamál sem lengi hafa torveldað' sambúð austurs og vesturs. ur. Þetta er helzta niðurstaða sem Hugh Gaitskell, foringi brezka Verkamannaflokksins, komst- að í viku heimsókn til Sovétríkj- anna, þar sem hann átti langt samtal við Krústjoff ásamt Bevan samferðamanni sínum. Breytt afstaða Gaitskell hóf kosningabaráttu Verkamannaflokksins með ræðu á þingi Alþýðusambands Bret- lands í gær. Mikill hluti .ræð- unnar fjallaði um alþjóðamál. Nú er stund mikiila tækifæra í alþjóðamálum,' sagði Gaitskell. Því veldur breytt afstaða, bæði af hálfu Sovétríkjanná og Vest- urveldanna: Á næstu vikum og mánuðum mun gefast tækifæri til að leysa ýmis alþjóðleg vanda- mál, sem lengi hafa torveldað sambúð ríkjanna í austri og vestri. Sé þetta tækifæri ekki notað, er óvíst að það komi aft- Gaitskell sagði, að það mvndi greiða fyrir viðleitninni til að binda endi á kalda stríðið, ef utanríkisstefna Bretlands breytt- ist í það horf sem Verkamanna- flokkurinn vill. Brottför lierja f sjónvarpsviðtali í London sagði Gaitskeil, að í viðræðun- um í Kreml hefði komið í ljós að sovétstjórnin væri sammála ýms- um atriðum ú utanríkisstefnu Verkamannaflokksins. Krústjoff hefði lýst sig sammála þeim Bevan um að flytja ætti erlenda heri brott úr löndum í Mið- Evrópu og mynda þar belti ríkja án kjarnorkuvígbúnaðar. Hann hefði einnig fallizt á þá skoðun að Þýzkalandsmálið yrði ekki leyst einangrað heldur sem þátt- ur í öryggismálum Evr-ópu. Eússar era Icingt ú Msidan, segir Braim Eldflaugarskotið til tungis- ins sýnir að Sovétrikin eru langt á undan Bandaríkjamönn- um í geimrannsóknum, segir Wernher von Braun, sem stjórnar eldflaugasmíðum Bandaríkjahers. Braun kvað nauðsyn bera til að fjárveiting til geimrann- sókna í Bandaríkjunum yrði hækkuð um helming, ef Banda- ríkjamenn ættu ekki að drag- ast enn lengra aftur úr Rúss- um. Engin fjárveiting megnar þó að bæta upp tíma sem eytt hef- ur verið til ónýtis, sagði hann. Það myndi taka Bandaríkja- menn að minnsta kosti þrjú ár að ná Rússum, enda þótt Rússar hefðust ekkert að all- an þann tíma. Braun kvaðst þeirrar skoð- unar að smíði smærri gerða af eldflaugum væri áiíka langt á veg komin í báðum ríkjun- um, en Bandaríkjamenn hefðu ekkert sem jafnaðist við hinar stóru geimeldflaugar Sovét- ríkjanna.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.