Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 10
2) — ÓSKASTUNDIN ÓSKASTUNDIN — X3 UTLAGINN ' Það heíur oft verið óskað eftir því, að við birtum dægurlagatextann ÚTLAGANN, eft- ir Jón Sigurðsson. Gjörið svo vel, hér kem- ur óskatextinn. Upp undir Eiríksjökli á ég i helli skjól. Mundi þar mörgum kólna. mosa er þakið ból. , t Útlagi cinn í leyni • i).*5 alltaf má gæta sín. Bjargast sem bezt í felum breiða yfir ;porin mín. Ungur éá fór til fjalla, flúði úr sárri nauð. Úr hreppstjórans búi hafði ég hungraður stolið sauð. En hann átti hýra dóttur sem hotfði ég tíðum á. Nú fæ eg aldrei aftur ástina mína’ að sjá. Stundum mig dreymir drauma dapurt ci líf mitt þá. Aldrei r.iun 'ítill lófi leggjast á þreytta brá. Ef til yill einhverntíma áttu hér sporin þín. Grafðu i grænni lautu gulnuðu beinin mín. Hestur: ína Dagbjört 9 ára, sem á heima í Sel- cial í Norðfjarðarsveit, sendi okkur þessa mynd af hryssunni Stjörnu. Hún getur þess r>ð Stjarna eigi folald, en það er ekki með á mynd- inni. Enda er ekki hlaup- ið að því að fá folalds- tryppi til að standa kyrrt meðan það er teiknað. ína Dagbjört sendi okkur líka mynd af kúnni Drottningu, þá mynd birtum við seinna. Við sendum ínu kveðju með þakklæti fyrir mynd- irnar. Beggi níu ára gamall Reykj avíkurdrengur teinkaði þessa mynd af síldarbátum, sem eru á leið til Siglufjarðar með fullfermi. Það er svo sem auðvitað að afla- kóngurinn Víðir II er ^með á myndinni. SKÖLINNER BYRJAÐUR I REYKJAVÍK Fyrsta september byrj- aði skólinn að venju. Það eru 7, 8 og 9 ára börn sem sækja skóla í sept- embermánuði, en 1. októ- ber byrjar svo skólinn fyrir alvöru. Vissulega er gaman í skólanum og börnin koma full eftir- væntingar á haustin reiðubúin að troða koll- ana fulla af vísdómi. Stundum reynir á þolrif- in, þegar lítill lærdóms- maður á að svara flókn- um spurningum, sem kennarinn leggur fyrir hann á prófum. Mönnum verður þó ekki svarafátt. — Kona Kólumbusar var víst Kólumbía. — Neró var grimmur harðstjóri, sem kvaldi veslings þegnana sina með því að spila á fiðlu fyrir þá. — Malajar eru venju- lega brúnir og búa í Malaríu. —- íbúar Egyptalands eru kallaðir múmíur. — Faðir hans var mið- alda maður. — Budda lifði venju- legu lífi með konum og börnum, þangað til hann var um þrítugt. Þá fór hann að heiman til að leita hamingjunnar. — Syndaflóðið var á- kveðið af því, það var svo mikið af skítugu fólki. — Fólkið ætti að fara í bað einu sinni á sumri og ekki alveg eins oft á vetri. -r Beindagrind er mað- ur, sem hefur hvorki kjöt né skinn. — Hryggurinn er löng beinarÖð. , Höfuðið situr efst, en þú neðst. — Kviðurinn er skammt fyrir sunnan rif- beinin. HVER LIKIST ÞER? Á myndinni sérðu 8 andlit sem sýna ólik skapbrigði; Gleði, ákvörð- un, reiði, sorg, áhyggjur, hræðslu, mont og undrun. Reyndu að finna hvað á við hverja mynd, og svo hver þeirra líkist þér mest. Þú getur látið vini þína spreyta sig á þessu, það má ekki taka lengri tíma ' en hálfa mínútu. Lausnin er: 1 hræðsla, 2 áhyggjusvipur, 3 gleði, 4 mont, 5 sorg, 6 á- kvörðun, 7 undrun, 8 reiði. 10) — NYI TÍMINN — Fimmtudagur 24. september 1959 - Hull-stúlka segir fréttir frá Islandi: Fólki er hent út úr búðunuttt ef það biður um brezkan mat! Fólk í Bretlandi er að vonum forviti'ð að frétta af ]iví hvernig löndum þess í óvinalandinu íslandi reiðir af í Jjorskstríðinu. Eförfarandi viðtal við stúlku frá Huli sem búsett er á íslandi birtist í Grimsby Evpning Tele- graph. Þjóðviljann grunar að enski blaðamaðurinn hafi fært um- mæli stúlkunnar í stílinn, en hér kemur það sem hann lét á þrykk út ganga • til Grims- bybúa með hans eigin letur- breytingum; „Flestir Englendingar á Is- landi standa með íslendingum í landhelgisdeilu , þeirra við ÍBretland, Þetta staðhæfir ung húsmóðir, sem er nýkomin til baka til Hull í tveggja mán- aða orlof. Frú Rita Sæmundsson, áð- ur ungfrú Rita Everingham, var hraðritunarstúlka í Huli en hefur nú dvalið tvö ár á íslandi. Ilún kom aftur til að fá áfcta mánaða ung- barn sitt skýrt. Frú Sæmundsson sagði, að Islendingar væru að mestu hættir að flytja inn ensk mat- væli. Kastað út 1 sumum búðum eru skilti þar sem stendur: „Hér er enginn enskur matur á boð- etólum“( og hún sagði að í sumum þorpunum hefði Eng- lendingum verið hent út úr búðunum, þegar þeir báðu um enskan mat. „Eg get ekki einu sinni fengið neinn enskan mat handa ungbarninu.“ Hún segir að aðstaða sjálfr- ar hennar hafi 'í engu breytzt. „Islendingar gera bara grín að þessu,“ sagði hún. Ástæðan fyrir drættinum Frú Sæmundsson dvelur nú á Bridlington Street 56 í Hull og gerir sér vonir um; að fá barn sitt skírfc í sömu kirkj- unni og hún var gift, St. John’s, Newlands. Ástæðan fyr- ir því að skírnin hefur dregizt svona lengi er að frú Sæmunds- son langar til að dóttir hennar verði skírð Sonja. Hún sagði: „Þeir vilja ekki sklra hana það á íslandi, þar vilja þeir halda- sér við 'íslenzk nöfn. Skírnardagurinn hefur ekki verið ákveðinn enn, en líklegt er að hann verði í september, ; þegar maður hennar, sem er véls.tjóri, kemur til hennar." Eins og menn sjá hefur Rita Sæmundsson fundið ráð til að fara 'í kringum íslenzku manna- nafnalögin. Svo mörg eru þau orð 'í Grimsby Evening Telegraph Verst klæddu karlmennirnir Karlmannatízkublaðið Man about Town í London hefur samið lista um kunna menn sem það telur að klæði sig ó- smekklega og afkáralega. Efst- ir á blaði eru rokkarinn Elvis Presley og væmni píanóleikar- inn Liberace. Verst klæddir brezkra fyrirmanna eru Mac- millan forsætisráðherra og her- toginn af Windsor, og kennir blaðið bandarískum áhrifum um að hann skuli vera svo djúpt sokkinn. Kaupið Nvia timann Rithöfundar í Noregi búa við sultarkjör og hnignun Formaður rithöíundaíélagsins kvartar sáran undan minnkandi áhuga á norskum bókum Aðeins fimmta hver bók, eftir norska höfunda. Þeir þær bækur, er mest seljast. launum sínum. Höfundur þeirrar bókar, sem talin var merkust á norskum bókamarkaði í fyrra hefur minni laun en múrari. Ungir höfundar geta varla vænzt þess, að nokkurt forlag vilji gefa bækur þeirra út. Eldri höfundar standa í miklu st’íma- braki við útgefendur, sem oft draga það árum saman að gefa út bækur þeirra, vegna þess að gróðinn er sáralítill. Á þessa leið mælti Hans Heidberg, formaður rithöfunda- félagsins norska, er hann lét í sér heyra nýlega í tilefni hinnar slæmu aðstöðu norskra rithöfunda. Hann benti á, að með hverju árinu sem líður eru færri bæk- ur eftir norska höfunda gefnar út í Noregi, en um leið fjölg- ar þýddum bókum að sama skapi á markaðnum. Fyrir 10 árum voru gefnar út um 380 eftir norska höfunda á ári. Síðastliðið ár voru þær aðeins 200. Norskir höfundar þeirra bóka, sem bezt seljast, fá varla meira en 2000 til 7000 norskar krónur 'í ritlaun fyrir bókina frá útgefanda. Ljóðskáldin eru verst sett allra s'kálda og geta ekki vænzt þess að fá sem kemur út í Noregi, er norskir höfundar, sem rita , geta naumast lifað á rit- nema vasapeninga fyrir list sína. Heidberg óttast að nors'kar bókmenntir séu í örri hnignun. Norðmenn lesa mun minna en fyrr á árum, og útgefendur keppast við að fá almenning til að lesa^þýddar bækur, sem veita þeim mun meiri gróða en bækur norskra höfunda. Útgefendur eiga nú líka við vaxandi áhyggjur að etja í Noregi. Sjónvarp tekur til starfa í landinu um áramótin, en Noregur er eitt þeirra fáu landa í Evrópu, sem enn hafa ekki sjónvarp. Útgefendur ótt- ast að lestrarlöngun fólks muni enn minnka við tilkomu sjón- varpsins. Hjólrciðamenn fá örvandi sprautur Lögreglan í Danmörku hefur nú til rannsóknar mál atvinnu- hjólreiðamanns, Bent Ole Ret- vig, sem hefur orðið uppvís að því að gefa öðrum hjólreiða- mönnum örvandi sprautur fyr- ir keppni. Inni

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.