Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24 september 1959 Nal TlMINN — (5 Hjartað stanzaði í klukkustund Undraverðir hjartauppskurðir — Tilbúnir skilveggir settir milli hjartahólfanna í síöustu viku voru geröir tveir hjartaskuröir, sem eru einstæöir í sögunni. Tvær stúlkur, sem taldar voru dauð- vona, fengu bót meina sinna viö meistaralega uppskurði í Svíþjöð og Énglandi. Hálí milljón í verkfaUi í hálfan þriðja mánuð Engar Iiorfur taldar á að- kaupdeilan í bandaríska stáliðnaðinum leysist fyrst nm sinn Pittsburg, hjarta bandaríska stáliönaöarins, veröur héiði númið 2000 dollurum á ekki sjálfri sér lík, þegar Krústjoff, forsætisráöberra Sovétríkjanna, kemur þangað í heimsókn í þessari viku. Ellefu ára gömul telpa, Ing- er Samuelsson frá Helsingborg, var skorin upp í Malmö í Sv’í- þjóð af Helge Wulff prófessor frá Lundi. Talið var vonlaust að telpan gæti lifað lengur, en hún þjáð- ist af óvenjulegum sjúkdómi sem talinn var ólæknanlegur. I lijartanu vantaði alveg skilvegg inn milli hjartahólfanna og var auðsýnt að hún gæti e'kki lifað nema örfá ár ennþá. Búið var að gefa upp alla von um að hægt væri að hjarga lífi telp- unnar, en Wulff prófessor hauðst til þess að framkvæma uppskurð og gera það sem í hans valdi stæði. Vandasöm aðgerð. Hér var um að ræða nýja og óvenjulega vandasama aðgerð. Undirbúningur og margskonar rannsóknir stóðu yfir í marga mánuðf Skurðaðgerðin tók fjórar klukkustundir, og sam- tals störfuðu 25 læknar og hjúkrunarkonur að uppskurð- inum undir stjórn Wulffs. I 50 mínútur stanzaði hjart- að og á meðan sáu hjarta- og lungnavelar um blóðrásina og andardráttinn. Vélar þessar eri.i einstaklega vandaðar og ná- kvæmar. Þessi undraverða aðgerð heppnaðist. Komið var fyrir til- búnum skilvegg milli hjartahólf anna, — og hjartað starfar nú eðlilega og hlóðið hreinsast þannig að blóðrásin er orðin full'komlega eðlileg. Læknar telja að Inger geti innan skamms hlaupið um og leikið sér eins og önnur hörn án þess að kenna sér hins minnsta meins, enda þótt hjarta hennar sé innréttað með gervi- efnum. Hjartað sió ekki í 56 mínútur. Um svipað leyti og þessari umlravérðu aðgerð var lokið í Svíþjóð björguðu læknar á Hammersmith-sjúkrahúsinu í London lífi 13 ára gamallar brezkrar stúlku, Pamela Weller að nafni. Hjarta hennar var að því leyti vanskapað, að hola var langt inn í það og auk þess var hjartað hægra megin í hrjóstholinu eða öfugt við það sem venjulegt er. Aðgerðin var mun erfiðari vegna þess að hjartað var ekki á þeim stað sem það er í eðli- lega sköpuðu fól'ki. Hjarta stúlkunnar sló ekki í 56 m'ínút- ur meðan á aðgerðinni stóð, en hjartavélar önnuðust starf þess á meðan. Þessi aðgerð heppnaðist einn- ig fullkomlega og Pamela mun lifa um langa framb'ð — iafn- nei þótt hjartað sé öfugumegin í thenni. Hlutabréf féllu veru'ega í verði í kauphöllinni í New York á mánudag í síðustu viku vegna tunglskotsins frá Sovétríkjunum. Kaup- hallarbraskararnir hugs- uðu sem svo, að þetta merki um yfirburði Sovét- ríkjanna í eldflaugasmíði myndi verða til þess að Bandaríkjastjórn' yrði fús- ari en ella til að láta af vígbúnaðarkapphlaupinu og fallast á afvopnun. Fyrst í stað stóðu hluta- bréf í bandarískum fyr- irtækjum sem smíða eld- flaugar af sér verðfallið, en áður en dagurinn var á enda lækkuðu þau einn- ig verulega í verði. I tíu vikur hefur Pittsburg verið hálfdauð horg. Ástæðan er vinnudeila sambands banda- rískra stáliðnaðarmanna og stálsmiðjueigenda. Reynt að svelta verkamenn til uppgjafar. Um hálf milljón stáliðnaðar- manna er húin að vera í verk- falli síðan í júlíbyrjun til að knýja fram kröfu um hækkað kaup. Atvinnurekendur þver- aeita að hækka kaupið; ljóst er af ummælum forustumanna þeirra sumra hverra að þeir hyggjast svelta verkamenn til uppgjafar. •iStáliðnaðarmenn eru meðal hæstlaunuðu iðnverkamanna Bandaríkjainna, en eftir tíu vikna verkfall er farið að þrenigjast í búi hjá mörgum þeirra. Stáliðnaðarmanna- sambandið hefur engan sérstak- an verkfallssjóð, svo að handa- rís'k verkalýðssamtök í heild hafa ákveðið að hlaupa undir hagga með verkfallsmönnum. Safna 25 milljónum dollara í verkfallssjóð. Stjórn Alþýðusamhands Bandaríkjanna hefur ákveðið að hefja almenna fjársöfnun meðal handarísks verkalýðs til að hindra að stáliðnaðarmenn verði sveltir til að hefja vinnu á ný með þeim kjörum sem at- vinnurekendur vilja skammta. Verkalýðssamtökin hafa sett sér það mark að safna 25 milljónum dollara í verkfalls- sjóðinn. Walter Reuther, forseti sam- bands bílaiðnaðarmanna, hef- ur greitt fyrstu milljónina í verkfallssjóð stáliðnaðarmanna. Á þingi bandaríska verkalýðs- samhandsins í San Francisco í næstu viku verða- lögð á ráð um framhald söfnunarinnar og frekari stuðning við verkfalls- menn. Þegar Reuther afhenti millj. dollara ávísunina, vék hann að getgátum um að Eisenhower forseti hyggist grípa til Taft- Hartley-laganna til að koma stáliðjuverunum í igang á ný. Samkvæmt þessum lögum get- ur forsetinn fyrirskipað að verkfalli skuli frestað í 80 daga „ef þjóðarnauðsyn krefur.“ Reuthér minnti á, að Eisen- hower hefði þverskallazt við á- skorunum stáliðnaðarmanna um að hann skipaði rannsókn- ai’nefnd til að kanna hvort 'kröfur þeirra væru ekki sann- gja'rnar miðað við gróða stál- verksmiðjanna. Haldi Eisenhower uppteknum hætti og neiti að skipta sér af verkfallinu en grípi til Taft- Hartley-laganna þegar stál- skortur fer að verða tilfinnan- legúr, hefur hann þar með „gert sitt háa embætti að vopni gegn verkalýðnum og tæki til að brjóta verkfall á bak aftur,“ sagði Reuther. 7,5% af gróðanum. Reuther vísaði á bug stað- hæfingu atvinnurekenda um að- eltki sé hægt að hækka kaupið án þess að hæk'ka um leið stál- verðið. Hann kvað opinberar skýrslur sýna að hreinn igróði stálverksmiðjanna síðasta ár hvern verkamann. Kauphækk- unarkröfur stáíiðnaðarníanna nema hinsvegar eiriungis 150 dollurum á hvern verkaftiánn á ári. Reuther nefndi ýmis dæmi um ofsagróða handarískra stór- fyrirtækja. Það sem af er þessu ári hafa bílasmiðjurnar Gen- eral Motors grætt yfir milljarð doliara. Gróði Ford-verksmiðj- anna er svo mikill að þær hefðu getað lækkað verðið á hverj- um bíl sem þær hafa selt á þessu* ári um 100 dollara og samt greitt hluthöfum 21% arð. Ekki verkfal! hjá Mesta. Þrátt fyrir verkfallið mun Krústjoíf. verða sýnd banda- risk. stálverksmiðja í fullum gangi, þegar liann kemur til Pittsburg. Það er Mestastál- iðjuverið ,eitt hið fullkomnasta í Bandaríkjunum. Þar er ekki verkfall, því að verksmiðjueig- endunum hefur tekizt að koma I veg fyrir að verkamenn gengju í samband stáliðnaðar- manna. Einn aðaleigandi Mesta-verk- smiðjanna er frú Perla Mesta. sem Truman gerði á sínum tíma að sendiherra Bandaríkj,- anna í Luxemburg. Siglufjarðartog- ararnir landa Siglufjarðartogararnir Elliði og Hafliði lönduðu hér um síð- ustu helgi. Hafliði landaði 170 lestum og Elliði 250 lestum. Mannaferðir til annarra hnatta eru nú framkvæmanlegar Fundur vísindamanna í Moskvu ræðir um næsíu skref mannsins út í geiminn Geta mannsins til þess að fljúga til tung’lsins og ná- lægari pláneta eru ekki lengur fjarlægar vonir heldur raunveruleiki, sagði A.N. Nesmeyanoff forseti Vísinda- akademíu Sovétríkjanna á fundi visindamanna í Moskvu í gær. Forsetinn sagði að slíkar ferð- ir til annarra hnatta yrðu farn- ar áður en mörg ár væru liðin, og flestir íunclarmanna myndu !ifa þá tíma, að menn hefðu heimsótt tunglið og nærliggjandi plánetur. Annar ræðumaður á fundinum sagði að sovézkir vísindamenn Scimferðir upplýsingar, sem fengizt hefðu frá tungleldflauginni yrðu bráð- lega gerðar opinberar til gagns fyrir vísindi heimsins. Einn vísindamannanna sagði að nú þegar væri hægt að senda eldflaugar til plánetanna Marz og Venusar og yrði. þess ekki langt að bíða að slíkt yrði gert. hefðu með tungleldflaug sinni aflað sér mikilvægra og nauð- synlegra upplýsinga um eðli tungls og jarðar og myndi það mjög flýta því að hægt verði að leysa þann vanda, sem er á því að senda menn til tunglsins. Þær Næsta verkefnið væri þó að senda sjálfvirka rannsóknarstöð til tunglsins, t. d. í mannlausri eldflaug, er lenti á tunglinu og yrði síðan með fjarstjórn látin hefja sig aftur þaðan til flugs og koma til jarðarinnar. Myndin er af hluta af einni kröfugöngunni sem atvinnu- leysingjár í Ruhr-héraðinu í Vestur-Þýzkalandi hafa farið undanfarið. 16 milljónir af óseljanlegum kolabirgðum hafa safnast fyrir í Vestur- Þýzkalaudi og tugir þúsunda námaverkamanna hafa orðið atvinnulausar. Á kröfuborðan- um til vinstri er spurt um „svörtu áætlunina“, þ. e. þær ráðstafanir, sem Adenauer- stjórnin hefur lofað að gera til lausnar kolakreppunni. Á myndinni af Adenauer stend- ur hin háðslega spurning: „Hvernig gengur það lijá hon- um þessum?“

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.