Nýi tíminn


Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 24.09.1959, Blaðsíða 1
VI TIMINN jTimmtudagiir 24. septcmber 1959 — 18. árg. — 31. tölublað. Frambnðstísti Alþýðubanda lagsins í Reykjavík AlþýðubandalagiS hefur ákveðiö framboðslista sinn í Reykjavík við alþingiskosningarnar 25. okt. n. k. Var listinn samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs Alþýðu- bandalagsins s.l. fimmtudagskvöld, og einnig samþykkt- ur einróma á fundum Sósíalistafélags Reykjavíkur og Málfundafélags jafnaðarmanna á föstudagskvöld. Framboðslisti Alþýöubandalagsins í Reykjavík er þannig skipaður: 1. Einar Olgeirsson, alpingismaður 2. Alfreð Gíslason, læknir 3. Eðvarð Sigurðsson, ritari Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar 4. Margrét SigurðarcLóttir, frú 5. Jónas Árnason, rithöfundur 6. Guðgeir Jónsson, formaður Bókbindarafé- lags íslands 7. Snorri Jónsson, formaður Félags járniðn- aðarmanna 8. Margrét Auðunsdóttir, formaður Starfsstúlkna- féjaasins Sóknar 9. Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari 10. Kristján Gíslason, verðlagsstjóri 11. Jón Tímótheusson, sjómaður 12. Guðrún Árnadóttir, frú 13. Halldóra Danívalsdóttir, iðnverkakona 14. Friðbjörn Benónísson, kennari, form. Félags gagnfræðaskólakennara 15. Stefán O. Magnússon, framkvœmdastj. Sam- vinnufél. Hreyfill 16. Sigvaldi Thordarson, arkitekt 17. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfrœðingur 18. Guðmundur Jónsson, verzlunarmaður Missýning? Um miðja síðustu viku töldu tvær telpur, er voru við berja- tínslu 'í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð, sig hafa fundið þar mannsiík í hraunskúta, en ekki munu þær þó hafa aðgætt fundinn náið, því að þær urðu skelfingu lostnar og tóku til fótanna. Ekki var lögreglunni í Hafnarfirði gert aðvart ura þennan atburð fvrr en á laug- ardag og var þá þegar hafin leit eftir tilvísun þriðju telp- unnar. er verið hafði með hin- um í berjamónum en ekkert ó- vanalegt séð. Tuttugu manna leitarflokkur úr Hafnarfirði og Reylcjavík þaulkannaði svæðið þarna i kring á laugardag og sunnudag, en fann ekkert. Taldi fulltrúi rannsóknarlög- reglunnar, er blaðið átti tal við hann í gær, að hér hlyti að hafa verið um missýningu að ræða hjá telpunum. 19. Eggert Ólafsson, verkamaður 20. Kristján Guðlaugsson, málari 21. Hannes M. Stephensen, form. Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar 22. Þórarinn Guðnason, lœknir 23. Katrín Thoroddsen, læknir 24. Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur. '-rp íiur IrJandi til viiræina Sjú Enlæ, forsætisráðherra Kína, hefur sent Nehru, forsætisráðherra Indlands, bréf og leggur þar til aö Kín- verjar og Indverjar jafni landamæradeilur ríkjanna. Sjú Enlæ segir að það sé á- lit sitt að Indverjar og Kin- verjar hljóti að geta náð sam- komulagi um landamærin með vinsamlegum samningum, og þar til slíkir samningar séu gerðir sé bezt að landamærin verði óbreytt eins og þau eru nú. Einnig segir í bréfinu að við- sjár á landamærunum myndu hverfa þegar í stað, ef ind- vereka stjórnin drægi til baka það herlið, sem hún hefur flutt tií landamæranna og af- létti þeim hervöldum, sem hún hefur lýst yfir í landamærahér- uðunum. í bréfi sínu minnir Sjú Enlæ á ásóknir inn á landsvæði Tí- bets frá Indlandi, meðan Bret- ar réðu þar völdum. Tass-fréttastofan í Sovétríkj- unum gaf nýl. út tilkynningU! þar sepi skorað er á Kínverja og Indverja að jafna landa,- mæradeilurnar þannig að bæði ríkin mættu vel við una. f tilkynningunni segir að fréttir um átök á landamærum Kína og Indlands hafi af frétta- mönnum vesturveldanna verið notaðar til þess að auka á spennuna i alþjóðamálum og til að spilla fyrir samkomulagi á fundum Krústjoffs og Eisenho- wers sem hefjast innaa skamms. Bráðabirgðalög nm óbreytt búvöru- verð - fram vfir kosningar EmsfœSur skrlpaleikur SjálfstœSisflokksins: heimtar samfimis hœrra vero og lœgra verS á landbúnaSarvörum Ríkisstjórnin hefur gefið út bráöabirgðalög sem kveða svo á að landbúnaðarverð skuli haldast óbreytt — fram yfir kosningar eöa nánar tiltekið til 15. desember. Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokkurinn gefið út yfir- lýsingu þar sem hann mótmælir þessari ráðstöfun. Lýsir hann yfir því að bændur hefðu átt aö fá 3,18% verð- hækkun en rétt hefði verið að borga þá veröhækkun niður — fram yfir kosningar! Kveðst flokkurinn munu leggja til á næsta þingi — eftir kosningar — að bændur fái bætur fyrir „það tjón sem þeir af þessum sökum verða fyrir“. Alþýðuflokkurinn segist setja bráðabirgðalögin til að koma í veg fyrir áframhaldandi víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags fram yfir kosningar Hins vegar er hér aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, og sá vandi er látinn bíða fram yfir kosningar að finna fram- búðarlausn á þessum vanda. Loddaraleikur íhaldsins. Vert er að vekja sérstaka athygli á framkomu Sjálfstæð- isflokksins í þessu máli, en hún hefur verið m\3 algerum end- emum. Sjálfstæðisflokksmaður- inn í hópi neytenda í verðlags- nefndinni bar fram rökstuddar tillögur um að afurðaverð ætti að laékka, og hafði um það fullt samráð við flokksforustuna sem lýsti fullu samþykki við stefnu hans. Sjálfstæðismaðurinn í hópi framleiðenda í verðlags- nefndinni hélt því fram að af- urðaverð ætti að hækka; einuig hann ha.fði um afstöðu sína fullt samráð við flokksforust- una sem samþykkti einnig stefnu hans. Sjálfstæðismaður- inn í hópi neytenda hæt.ti síðan störfum — með samþykki flokksforustunnar — til að mótmæla því að FramleiSslu- ráð landbúnaðarins gæti riftað gerðum verðlagsnefndarinnar. Sjálfstæðismennirnir í Fram- leiðsluráðinu halda því hins vegar fram — með samþykki flókksforustunnar — að þeir liafi heimild til að ákveða út- söluverðið samkvæant eigin mati. Þegar allt er komið í ó- efni samþykkir Sjálfstæðis- flokkurinn svo gagnvart bænd- um að þeir eiga að fá 3,8% hækkun — og gagnvart neyt- endum að verðið skuli haldast ðbreytt með niöurgreiðslum! Ósvífnari loddaraleikur hefur varla sézt i íslenzkum stjórn- málum, og er þá mikið sagt. Bráðabirgðalögin. Nýja tímanum hefur borist svo- hljóðandi tilkynning frá land- búnaðarráðherra um hin nýju bráðabirgalög; „Forseti íslands hefur í dag, að tillögu landbúnaðarráðherra sett bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr. stiórnarskrárinnar, um verð landbúnaðarafurða. í úrskurði forseta segir: Landbúnaðarráðherra hefur tjáð mér, að vegna sérstaks á- greinings fulltrúa nevtenda og framleiðenda hafi ekki tekizt að ákveða söluverð iandbúnaðaraf- urða á innlendum markaði á þann hátt, sem lög m. 94/1947 um framleiðsluráð iandbúnaðar- ins, verðskráningu, verðmiðlun og' sölu á landbúnaðarvörum o. fl„ gera ráð fyrir, Landbúnaðar- ráðherra hefur ennfremur tjáð mér, að til þess að tryggja efna- hagsjafnvægi og atvinnuöryggi í landinu þangað til Alþingi get- ur fjallað um þessi mál að af- stöðnum kosningum þeim, sem fram eiga að fara 25. og 26. október n. k., og meðan kaup- gjald í landinu helzt óbreytt, sé nauðsynlegt að verð landbún- aðarafurða hækki ekki Fyrir því eru hér með sett bráðabirgða- lög, samkvæmt 28. gr, stjórnar- skrárinnar, á þessa leið; 1. gr. Heildsölu- og smásöiuverð það á sauðfjárafurðum, mjólk og mjólkurvörum, nautgripakjöti og hrossakjöti, sem kom til fram- kvæmda 1. marz 1959 samkvæmt auglýsingu Framleiðsluráðs land- búnaðarins 28. febrúar 1959, skal gilda óbreytt á tímabilinu 1. september til 15. desember 1959. Sumarverð á kartöflum skal niður falla eigi síðar en 25. sept- ember 1959. Á tímabilinu frá því að niðurfelling sumarverðs á sér stað og til 15. desember 1959 skal gilda óbreytt heildsölu- og smásöluverð það á kartöflum, er kom til framkvæmda 1. marz 1959, samkvæmt auglýsingu framfærsluráðs landbúnaðarins 28. febrúar 1959. Sumarverð á gulrófum skal niður falla eigi síðar en 25. sept- ember 1959. Á tímabilinu frá því að niðurfehing sumarverðs á sér stað og til 15. desember 1959 skal gilda óbreytt heild- sölu- og smásöluverð það á gul- rófum, er kom til framkvæmda 22. september 1958, samkvæmt auglýsingu framleiðsluráðs land- búnaðarins 21. september 1958. Heildsölu- og smásöluverð það á eggjum, er kom til fram- kvæmda 1. april 1959 samkvæmt auglýsingu framleiðsluráðs land- búnaðarins 31. marz 1959, skal gilda óbrevtt á tímabilinu 1. september til 15. desember 1959. Útsöluverð mjólkur í pappa- umbúðum má vera 20 aurum hærra hver lítri heidur en út- söluverð mjólkur á flösku. 3. gr. Fara skal með mál út. af brot- um gegn lögum þessum að hættí opinberra mála, og- varða brot sektum allt að 500.000.00 kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. 3 gr Lög þessi öðlast þegar gildi. Landbúnaðarráðuneytið, 18. september 1959.“ ) Stéttarsamband bænda mótmælir. Þá hefur Nýja tímanum bor- ist bréf frá stjórn Stéttarsam- bands bænda til forsætisráð- herra og segir þar svo um bráðabirgðalögin: „Þessum að- förum mótmælir stjórn Stéttar- sambandsins harðlega og mún hafa samráð við fulltrúa bændasamtaka víðsvegar um landið um það, hvernig við skuli bregðast, ef svo fréklega verður gengið á rétt bænda- stéttarinnar eins og nú horf- ir.“ Drengur meiðist á höndum við sprengingu Sl. sunnudag varð það slys að Villingavatni í Grafningi, að 12 ára drengur úr Reykjavík, Jósef Ingólfsson, er var þar i í sveit, meiddist allmikið á hönd um, er dynamithvellhetta sprakk í höndum hans. Hafði hann verið að leika með fleiri drengjum og þeir fundið hvell- hettuna. Drengurinn var flutt- ur á sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem gert var að sárum hans, en taka varð framan af tveim. fingrum. Sjúkrahússlæknirinn á Selfossi sagði í gær, er blaðið átti tal við hann, að drengur- inn væri nú orðinn ferðafær og mætti fara af sjúkrahúsinu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.